Alþýðuhelgin - 26.03.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 26.03.1949, Blaðsíða 2
90 ALÞÝÐUHELGIN Páll Melsíeð amtmaður, kon- ungsfulltrúi á aiþ. 1849 og 1853— 59. Jón Guðmundsson ritstjóri, þm. Skaftf. 1845—''67, alþingis- forseti 1859—''61. Þórður Jónassen liáyfirdómari, kgk. þm. 1845—’59 og 1889—’75. Helgi G. Thordersen biskup, kgk. þm. 1845—''65. Pétur Pétursson biskup, kgk. þm. 1849—’85; fors. Sþ. 1879; e. d. 1875— ’79 og 1883—''85. og að undanförnu, meö mælsku og kappi. Þá eru nú þeir konungkjörnu þing- menn. Sumir hafa bæði nú og að undanförnu eins og ge^t sér að skyldu að gefa atkvæði gegn þeim bænum þingsins, er þeir halda að stjórninni sé eigi að skapi, og það stundum þó að svo virðj^t, sem þeir séu með sjálfum sér sammála hinum öðrum þingmönnum. Þessi fyrirtekt þeirra kemur stundum kátiega fram, og svo varð á þessu þingi. Það hefur að undanförnu verið eitt af áhuga- málum þingsins, að konungur vildi staðfesta með undirskrift sinni hinn íslenzka texla laga þeirra, er hér á landi skulu gilda, og hefur þetta mál verið sótt með kappi, en hinir konungkjörnu þ'ingmenn hafa jafnan gefið atkvæði gegn ])ví. En nú þegar konungur hefur vcitt þetta, stingur einn þeirra upp á því,. að þakka konungi hotla. . . Líka kom það fram í kollektumálinu og fjár- kláðamálinu og víðar, að sumir þcirra sátu sem konungkjörnir, þar sem þeir gjarnan hefðu viljað upp standa sem íslendingar. Þú veizt, að ég hefi áður í Norðra furðað mig á, að þeir þannig, stjórninni að líkind- um til lengrar þægðar, skuli vera nokkurs konar píslarvottar fyrir hana og afneita með vörunum frjáls- lyndi því, sem þeim býr í brjósti, og mér hefur einatt fundizt þetla_ koma af einhverjum misskilningi hjá þeim. Þeir hafa annars mikið til síns á- gætis. Þ. Jónassen yfírdómari er hinn skarpasti lögfræðingur og einatt heppinn með dómsqtkvæði sín. Hann ier enn, þó hann taki að eldast, ungur og fjörugur í anda. Hann talar all- oft á þingi, og er fremstur í flokki að halda á móti og gefa atkvæði gegn því, er ætlað er áð stjórninni sé ekki um; fyndinn er hann oft í orð- um, en einatt er ekki gott að vita hvað hann fer, og belri eru ræður hans þegar hann er búinn að skrifa þær, lieldur en hvað þær eru álieyri- legar og sannfærandi þegar hann flytur þær. Biskup Helgi talar sjaldan, en langt og oftast mikið um sjálfan sig. Honum er farið að förlast nokkuð svo, og minnið brestur. Hann er hinn frjálslyndasti í öllum málefnum, er lúta að því að koma á fót embættis- mannaskólum í landinu sjálfu, en víðast hvar annarsslaðar fylgir hann ímyndaðri skoðun stjórnarinnar á málunum. Ilinn þriðji konungkjörni þing- maður, prófessor Pétur Pétursson er einhver hinn bezli og merkasti þing- maður.. Ræður hans eru hinar áheyri- legustu, röddin fögur og stórmannleg og hugsunarsambandið ljóst og fram- burðurinn skýr og greinilegur. Það er hinn mesti skaði, að hann, sem er í sjálfum sér hinn þjóðlyndasti maður, skuii stundum draga sig í lilé eða jafnvel spyrna á móti því sem þjóðleg't er. Vilhjálmur Finsen landfógeti tal- ar sjaldan. Hann og doktor Hjaltalín cru frjálslyndastir í atkvæða- greiöslunni af konungkjörnum þing- mönnum; en hið mikla annríki Vil- hjálms dregur hann of mjög frá, og á þinginu kemur hann því ekki eins mikið fram og óskandi væri. Sem aðstoðarmaður konungsfulltrúa situr hann í sæti hans í forföllum, en lítið tekur hann sér fram um að halda uppi svörum fyrir stjórnina. Yfirdómari Jón Pétursson er hinn skemmtilegasti maður í viðræðum, góður og þjóðhollur og glöggur að finna ástæður fyrir máli sínu utan þings, en fremur eru ræður hans á þingi óáheyrilegar, og ætla ég hann miklu betri sem vísindamann og dómara en þingmann, því það er sem hugsanir komi ekki fljótt fram hjá honum og hann er fremur mál- stirður. Þá er nú eftir hinn sjötti og síðasti af hinum konungkjörnu, doktor og landlæknir Jón Hjaltalín. Þú veizt nú, að það var ofurlítill snepill í okk- ur Norðlendingum við hann, bæði út úr kláðamálinu, og svo fyrir ofsóknir hans á hendur homöpöthunum, sem þú segir að haldi lífinu í ykkur Norð- ur-Þingeyingum; en þó svo væri ætla ég, að ég geti talað hlutdrægnislaust um hann. Doktor Hjaltalín var, eins og þú veizt, í fyrsta sinn á þingi í þetta skipti, og hefur hann heldur ekki svo ég viti verið neinstaðar á þingum fyrr. Hann hefur margt aðkall sem læknir, og þar að auki hefur hann jafnan mjög járn í eldinum, 4svo að engin furða >er á, þó að sum þeirra brenni af vangæzlu. Það var því ekki að undra, þegar hann þurfti oft að fara að vitja sjúkra, og stundum í aðrar skottuferðir, í brennisteins- skoðanir o. s. frv., þó að hann ætti örðugt með að kynna sér vel alþing- ismálin, enda brann það við oftar en skyldi, að hann vissi ekki upp né niður í því sem í nefndarálitinu

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.