Alþýðuhelgin - 26.03.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 26.03.1949, Blaðsíða 8
96 ALÞÝÐUHELGIN Friðrik Danakon ungur stjórnar hljómsveit i Kaup- mannahöfn. Lög in, sem hljómsveitin lék, voru tekin upp á plötur, sem seld- ar verða til ágóða fyrir berklavarna- starfsemi Samein- uðu þjóðanna. Vér brosum. Árni hét maður og var Jönsson. Hann bjó á Æsustöðum í Eyjafirði. Hann var hár maður á vöxt, gildvax- inn og afarmenni að burðum. Sjald- an neytti hann þó krafta sinna, því að hann var allra manna spakastur jafn- aðarlega og rólyndastur. Einhverju shmi fór Árni suöur á land til skreiðarkaupa, og með hon- um Ólafur bóndi á Möðruvöllum. Á suðurleið á fjöllum mættu þeir Hún- vetningum. Ilét sá Finnur, sem fyr- ir þeim var, kappsmaður mikill og áltafur í skapi. Og hvernig sem því var liáttað, þá slóst að lokum 1 ill- indi mcö þeim Finni og Ólafi. Kom þar, að Finnur reiddi upp svipuskaft, sem var álnarlangt og járnbrytl til cndanna, og vildi ljósla í höfuð Ólafi. hótti Ólafi nú óvænlega horfa, þar eð Árni hinn slcrki, lélagi hans, hai'ði staöiö rólegur lijá og afskiptalaus, en sveitungar Finns virtust þcss al- búnir, að veita honum brautargcngi í sókninni gegn Ólafi. Þegar Finnur hafði reitt lupp svipuna, var sem Árni vaknaði við. Tók hann við- bragð, greip traustu taki um svipu- skaftið og aftraði tilræðinu. Þá sagði Finnur: „Ætlarðu ekki að sleppa, bölvaður?“, og kippti í svipuna. Árpi svaraði: „Ég er ekki vanur að sleppa því, sem ég hef hönd á fast“, og um leið dró hann svipuna úr höndum Finns og gaf honum með flötum lófa vel valinn löðrung, svo að söng í. Þá varð Ólaíi þetta að orði: „Guði sé lof, nú cr Árni minn orðinn reiður!“ :Jc * :Je Sveinfríður nefndist ógefin mey, og var hún tekin nokkuð að reskjast. Eitt sinn kom aldraður ekkjumaður að máli við hana og bað hennar í votta viðurvist. Sveinfriður svaraði: „Já, það cr velkomið, hvcr sem þaö ncínir". •!> "fc '!■’ Þctla er haft cftir Bergi í Kálf- haga: ,;Það cr óhætt að róa hjá honum Guðmundi á Ilácyri upp á lífið að gera. cn aðköllin og ósköpin, gösprin og gargið! Róðu Bergur, róðu djöfull, róðu andskoli! Prcstur nokkur á öndverðri öld- inni ssm lciö átti hcima í sjávar- plássi og hafði allmikla útgerð. Eggj- aði hann pilta sína fast til sjósókn- ar, því að hann var ágjgrn mjög- Blöskraði honum cinatt, hve mikið þeir gátu étið, og talaði jafnvel uni það í stólræöum. Einhverju sinni hafði hann sagt í stólnum: „Vér gerum menn vora út t il sjóar, og nær þeir koma í veiðistöð- ina, segir einn til síns lagsbróður: Hversu mikið smjör getur þú étið, fagsmaður? Sá segir: Ég got étið tvær merkur. Annar segir: Ég gct étið þrjár merkur, og svo gengur þetta koll af kolli þangað til komnar eru tíu merkur. Ó, þvílíkir smjör- hundar kunna ci guðsriki að crfa!“ V í Þórður hét, inaður. Hann bjó á Meyjarhóli á Svalbarðsströnd. Held- ur þótti liann einfaldur. Einhverju sinni, cr kona Þórðar lagðist á sæng, sendi hann eftir ljós- móður, eh áður en hún kæmi, fædd- ist barnið. Þegar ljósmóðir kom í augsýn, var Þórður úti staddur og' kallaöi liátt: „Barniö er komiö og cr graddi.“ -j. Ritsljóri: Stcfáu Pjeturssou.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.