Alþýðuhelgin - 02.04.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 02.04.1949, Blaðsíða 4
100 ALÞÝÐUHELGIN Það var að haustlagi, að ég kom til enska herrasetursins Daverill Hall. Þessi forna höll, vafin ljóma sögu- legra minninga, stóð í hlýlegu og frjósömu héraði, hálfa dagleið frá London. Höllin var tilkomumikil og ævagömul. Leiðin heim að höllinni liggur um geysimikinn skemmtigarð. Skipuleg, ar ráðir af fögrum trjám standa á báðar hendur meðfram veginum. Þessi mikli garður virðist gegna því hlutverki, að orka á aðkomumanninn, fylla hann smæðar- og og Vanmáttarkennd, svo að honum finn- ist hann aumur og fyrirlitlegur ormur, þegar hann seint og síðar meir stendur frammi fyrir hans göfgi Daverill lá- varði. Maðurinn, sem tók á móti mér í and- dyri hallarinnnar, virtist einnig vinna að þessu takmarki. Hlutverk hans var bersýnilega það, að efla enn minnimáttarkennd gestsins. Hann var eins og skapaður til þess starfa. Aldrei hef ég séð slíkan virðuleik, þvL líka hátíðlega alvöru í svip og lát- bragði nokkurs manns. Andlitlð var sem steingert, gætt næsta annarlegu svipbrigðaleysi og ró. Hann heilsaði með náðarsamlegu lítillæti, nákvæmlega mældu og vegnu, hvorki of né van, hmeigði sig orlítið, eins og skyldan krafði, en ekki hársbreidd umfram það. Og þótt enginn dráttur bærðist í andliti hans, tókst honum auðveldlega að HANS SCHERFIG er danskur listmálari og rithöfundur, f. í Kaupmannahöfn 1905. Hann þótti mjög cfnilegur málari, en hvarf að mestu af þeirri braut vegna augn- veiki. Sneri hann sér þá að rit- störfum. Scherfig er skáld gott, fyndinn og snarpur, enda einhver kunnasti gagnrýnandi Dana um þessar mundir. Einkum er útvarps- gagnrýni hans landsfræg. Kunn- ustu skáldsögur hans fram að þessu cru „Det forsömte Foraar“, ,,Den forsvundne Fuldmægtig“ og „Idealister'*. Hann er cimiig slyng- ur smásagnahöfundur. koma mér í skilning um, live mjög ég væri sér á móti skapi. Með einu augnatilliti hafði liann metið mig og gefið ótvírætt til kynna, að mér væri í mörgu áfátt. Ég hafði keypt mér ný föt í London, í tilefni þessarar farðar. Miðað við efni mín og ástæður voru föt þessi bæði dýr og góð. En nú skildist mér þegar, að þau voru eklci eins og þau áttu að vera. Annað hvort var fóðurullin á öxlun. um of mikil eða of lítil, ellegar rang- ur hnappafjöldi á vcstinu. Eitthvað var að mirmsta kosti í ólagi. Ég hafði verið veginn og léttvæguir fundinn. Ég sagði til nafns míns og tautaði ■eitthvað um það, að ég væri mál- arinn, sem ... „Það er búizt við yður, berra“, sagði hann mjög kuldalega. „Þjónn- inn vísar yður leiðina upp í lierbergið. Svo óskar hans göfgi að hafa tal af yður“. Hann veik örlítið til höfðinu. Sam- stundis greip þjónn ferðatöskuna mína og málarakassann, og skundaði á undan mér upp teppum þakta stignna í Daverill Hall. Ég hafði ekki dvalið lengi í höll- inni, þegar mér varð ljóst, að maður inn, sem tekið liafði á móti mér, var aðalmaðurinn í Daverill Hall. Það var yfirþjónninn, og liann svaraði ná- kvæmlega til hugmynda minna um yfirþjón á brezku hefðarsetri. Svona hlaut hann að líta út. í hvert skipti sem ég hef séð einhver þau fyrirbæri, sem mei-kilegust þykja í veröldinni, hef ég orðið fyrir dá- litlum vonbrigðum. Veruleikinn svar. aði aldrei fullkomlega til þeirrar hug- myndar, sem ég hafði gert mér um hann. Péturskirkjan var ekki eins stór og ég hafði haldið. Eiffelturninn í París og skýjakljúfarnir í New York voru lægri cn ég hugði. En maður verðiu- ekki fyrir vonbrigðum við að sjá yíirþjón á brezku hefðarsetri. Hann er eins og hann á að vera — eins og maður hefur lesið um hann oft og mörgum sinnum. Hann hét vitanlega James. Annað hefði verið óhugsandi. Enginn 1 Daverill Hall var honum líkur að íyr' irmennsku. Að sjálfsögðu var sjálínr Daverill lávarður virðulegur og ró- lyndur yfirstéttar-Breti, með ein- glyrni og önnur einkenni, sem tign hans hæfðu. En hann varð smár 1 samanburði við James. Ég veit ekki hve margir langfeðuf Daverill lávarðar höfðu búið í Ða' verill Hall, en naór var sagt, að forfeður James hefðu verið ýf' irþjónar eins lengi menn hefðu sagn‘r af. James var ávöxt' ur virðuleika og hátt- prýði margra kyn' slóða. „James sýnir yðnr barnaleikstofuna“> sagði Daverill ta- varður. Ég vona, að starf yðar takizt vel. Lady Daverill hefur séð myndif yðar í London, og lokið á þær mikW lofsorði". Meðan ég dvaldi í London hafði óg einhverju sinni verið beðinn skreyta barnahérbergi. Ég hafði wál' að skógarþykkni á veggina; þar óðU um frumskóga fílar, gíraffar og nas' hyrningar. Þetta var ákafleS3 skemmtilegt starf. Að vísu voru skipt' ar skoðanir um árangurinn. EiP' hverjir spekingar sögðu, að dýrlIj mín væru ekki eins og myndirnar 1 dýrafræðinni, og hugmyndir baru- anna um náttúrufræði myndu breng'" azt og afbakast. En aðrir litu star mitt meiri velvildaraugum. Meða þeirra var Lady Daverill, og það vaf afar mikilsvert, því allir báini 'ot' ingu fyrir henni og orð hennar máttn sín mikils. Hún horfði lengi á dýrin mín geg0' um skeftigleraugun, og fór um Þf11 viðurkenningarorðum. Svo stakk hul! upp á því, að ég færi til Daverill k*3 og skreytti á svipaðan hátt leikstofu barnanna þar. Faðir hennar hafð> gamla daga veitt fíla í Afríku, og háu kvaðst vona að synir sínlr fylltuS löngun til að feta í fótspor afa síns e þeir hefðu fílana mína daglega fyrl augunum. Ég tók fegins hendi þessu ág^ tilboði. Himi vinsamlegi dómur Þa Daverill um fílana mína var h1 Yfirpjónninn Smásaga eftir Hans Schcrfig. i---------------;-♦

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.