Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Blaðsíða 2
106 ALÞYÐUHELGIN aðarstað, einhver hinn mesti sæmd- armaður í klerkastétt á fyrra helm- ingi 19. aldar. Hann var fæddur að Stærra-Árskógi í Eyjafjarðarsýslu 15. október 1772. Foreldrar hans voru Jón Jónsson prestur þar, Gunn- laugssonar, og Hildur Halldórsdóttir prests á Breiðabólstaö í Vesturhópi Hallssonar. Vorið 1776, er Jón var á fjórða ári, fluttist hann með for- eldrum sínum að Reynistað í Skaga- firði, er föður hans var veitt Reyni- staðarprestakall. Fimmtán vetra gam- all fór hann í Hólaskóla og útskrif- aðist þaðan vorið 1793 með góðum vitnisburði fyrir gáfur, framför, iðni og siðgæði. Síðan gerðist hann skrif- ari hjá Jóni Jakobssyni_ ,sýslumanni Eyfiröinga, og var það í hálft fimmta ár, en varð haustið 1797 korirektor (kennari) við Hólaskóla. Þar kerindi hann í fjögur ár, unz Hólaskóli var lagður niður 1801. Eft- ir tillögu stiftsyfirvalda fluttist hann þá suður til Reykjavíkur og kenndi þar við lærða skólann (Hólavalla- skóla) um tveggja vetra skcið. Þá var honum'veitt Möðruvallaklausturs prestakall og tók hann prestvígslu 1. apríl 1804. Þar þjónaði hann í 12 ár og bjó á Auðbrekku í Hörgárdal, en hafði árið 1816 brauðaskipti við síra Árna Halldórsson í StærraÁrskógi. Settist hann þá að á fæðingarstað sínum og dvaldist þar um rúmlega 10 ára skeið, unz honum var veittur Grenjaðarstaður 13. des. 1826. Þar bjó hann síðan til aeviloka, þjónaði prestsembætti í rétt 50 ár, en hafði verið starfandi embættismaður í 56 ár. Síra Jón var talinn góður kenni- maður, menntaður vel, prýðilega að sér í latínu og íleiri lærdómsgrein- um, laginn kennari og barnafræðari með ágætum. Varð hann mjög ást- sæll, bæði meðal heimamanna og sóknarbarna. Hann var hneigður fyr. ir læknisfræði. Stundaði hann lækn- ingar á fimmta tug ára, og þótti heppinn læknir. Fékk hann lækn- ingaleyfi 1812 hjá Tómasi landlækni Klog og síðan konungsleyfi 1816 til þess að slunda lækningar í Eyja- fjarðar. og Þingeyjarsýslum, gegn því skilyröi, að hann héldi dagbækur yfir lækningar sínar og sendi land- lækni árlegan útdrátt úr þeim. Eru sjö af bókum þessum enn til, geymd- ar í Landsbókasafni (Lbs. 2241-— 2247, 8to). Sézt af þeim, að menn hafa leitað til síra Jóns eigi aðeins 4/ r Síra Jón Jónsson á Grenjaðarstað, faðir Guðnýjar skáldkonu. úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, heldur og af nálega öllu Norðurlandi og Austurlandi. Var og þörfin mikil, því .um þessar mundir var einungis einn læknir á öllu Norðurlandi, Ari Arason, er bjó á Flugumýri í Skaga- firði. Síra Jón hefur því bætt mjög úr þörfum manna, þar eð hann var talinn einkar slyngur og nærfærinn að líkna sjúkum mönnum. Efldi og mjög álit hans og vinsældir gott og viðkvæmt hjartalag, svo að hann fann til þjáninga annarra og lagði sig allan fram til að bæta úr þeim. Síra Jón var þvíkvæntur. Fyrsta kona hans var Kristrún Guðmunds- dóttir klausturhaldara á Reynistað Arnórssonar. Hún lézt árið 1800. Þau hjón áttu ekkert barna. Öðru sinni kvæntist hann 1801 Þorgerði Run- ólfsdóttur, er síðar getur, og missti hana 1857, eftir 56 ára sambúð. Tveim árum síðar kvæntist hann í þriðja sinn, þá 87 ára gamall, Helgu Kristjánsdóttur í Villingadal ytra í Eyjafirði, Magnússonar. Sambúð þeirra varð tæp 7 ár. Síra Jón and- aðist að Grenjaðarstað 17. júní 1866, á fjórða ári yfir nírætt. MÓÐIRIN. Móðir Guðnýjar var miðkona síra Jóns á Grenjaðarstað, Þorgerður Runólfsdóttir frá Sandgerði Runólfs- sonar. Hún var fædd 5. janúar 1776. Kona Runólfs í Sandgerði og móðir Þorgerðar var Margrét Guðnadóttir sýslumanns í Kjósarsýslu, Sigurðs- sonar bonda í Sandgerði Runólfsson- ar lögréttumanns á Stafnesi Sveins- sonar. Er sú ætt kunn og hin merk- asta. Öllum heimildum ber saman um það, að Þorgerður hafi verið ein- stök ágætiskona, hlédræg, en mild og blíðlynd, og lagt gott til allra mála. í prestaæfum Sighvats Borg- firðings er henni lýst á þessa leið: „Hún barst ei mikið á, en var á- gætiskona, allvel menntuð og gáfuð vel, hafði hreinan og fallegan svip“. Síra Vernharður Þorkelsson rómar eigi síður ágæti þessarar konu. Hann segir, m. a.: „Svo fer orðspor af hjartagæzku móður hennar (Guðnýj- ar), að ekki þarf henni að lýsa“. Þorgerður andaðist 30. nóvember 1857. Höfðu þau síra Jón þá verið í hjónabandi í 56 ár og átt saman 10 börn. Þar af dóu þrjú ung, en sjö kom- ust á fullorðinsaldur. mr . SYSTKININ. Eins og að líkindum lætur, kippti börnum síra Jóns og Þorgerðar mjög í kyn um greind og hjartalag. Hér er eigi rúm til að gera sæmilega grein fyrir þeim sex systkinum Guðnýjar Jónsdóttur, sem til manns komust, og afkomendum þeirra. Verður að nægja það, sem hér fer á efir um þau systkini: Elzur barna síra Jóns og Þorgerðar var Björn, ritstjóri Norðanfara, fædd- ur 1802. Hann gerðist ungur bóndi í Eyjafirði, varð síðan verzlunarstjóri, fyrst á Siglufirði og síðar á Akureyri. Kunnastur hefur Björn orðið fyrir blaðaútgáfu sína og forustu um prentsmiðjumál Norðlendinga. Fyrir atbeina hans komst upp prentsmiðja á Akureyri um miðja öldina. Stofn- aði hann þá blaðið Norðra og var ritstjóri hans þrjú fyrstu árin. Síðan stofnaði Björn annað blað, Norðan- fara, og gaf það út í 24 ár. Er það blað sérstætt og merkilegt fyrir þær sakir, að Björn var allra ritstjóra greiðugastur um rúm í blaði sínu. Rituðu í Norðanfara fjölmargir menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins og komu þar fram hinar sundurleitustu skoðanir. Er blaðið því öðrum blöð- um fremur sannkallaður aldarspegill, eins konar þverskurðarmynd öf þjóðlífinu. Mörgum þótti Björn stefnulaus og ógagnrýninn, því að hann birti oft greinar frá gjörólíkum sjónarmiðum. En nútímamenn mega hins vegar vera Birni þakklátir fyr- ir frjálslyndi hans og þá gestrisni, að

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.