Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Side 3

Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Side 3
bjóða mönnum til eins konar „þings“ í Norðanfara, eins og þeir voru klæddir, án þess að færa hugsanir þeirra í sérstakan sparibúning. Lítið var um peninga manna á meðal um þessar mundir, enda gekk Birni erfið- lega að innheimta áskriftargjöld blaðs síns. Tók hann það ráð, að veita viðtöku öllum algengustu ís- lenzkum vörum fyrir blaðið. Auglýsti hann oft, að sér væri „kærkomin borgun í hvítri eða mislitri ull, vel þveginni og þurrkaðri. vel verkuðu srnjöri, hörðum fiski, eða í sláturtíð- inni í kjöti, mör og slátri, helzt úr veturgömlu, sauðum og geldum ám“. Björn Jónsson andaðist 1886, 84 ara að aldri. Kristrún Jónsdóttir var fædd 1806. Hún trúlofaðist 19 ára gömul Bald- vin Einarssvni frá Hraunum. Skömmu síðar sigldi hann til háskólanáms og brást unnustu sinni einu eða tveimur árum siðar. Er sagt, að hún hafi unn- að heitt hinum glæsilega og gáfaða unga manni, og harmað hann mjög úilkið. Mörgum árum síðar, 1840, Eiftist hún Ilallgrími Jónssyni, er prestur varð að Hólmum í Reyðar- íirði, mætum sæmdarmanni. Þau Kristrún bjuggu að Hólmum til ævi- loka. Synir þeirra voru Tómas lækn. i v, kennari við læknaskólann í Reykjavík, og síra Jónas, prestur og Prófastur að Kolfreyjustað. Kristrún andaðist 1881. Sighvatur Hildur Jónsdóttir Johnsen, systir Guðnýjar. ALÞÝÐUHELGIN 107 Borgfirðingur getur þess, að hún hafi verið vel skáldmælt. Hildur Jónsdóttir var fædd 21. okt. 1807. Hún átti fyrst Pál Þorbergsson, fjórðungslækni á Vestfjörðum, en hann drukknaði á Breiðafirði skömmu eftir brúðkaup þeirra. Ári síðar giftist Hildur Jakobi Johnsen, verzlunarstjóra hjá Örum og Wulf, lengst á Húsavík, dugnaðarmanni og hörkutóli hinu mesta. Þau eignuöust sex börn. Hildur og Jakob fluttust búferlum til Kaupmannahafnar 1856. Jakob andaðist 1870, en Hildur 1891. Hún þótti hin mesta merkiskona, góð og vinsæl. Hefur Matthías Jochumsson ort eftir hana fallegt kvæði. Magnús Jónsson var fæddur 6. jan, 1809. Hann gekk menntaveginn og tók pr'3stvígslu 1838. Árið 1854 varð hann aðstoðarprestur föður síns á Grenjaðarstaö og fékk það presta- kall að honum látnum. Þjónaði hann því siðan til 1875. Sira Magnús var hinn mesti ágætismaður. Hafði hann erft hncigð föður sins til lækninga og fékkst mjög við þær. Kvæntur var hann Þórvöru Skúladót'ur prests í Múla. Áttu 1 au margt barna, þ. á. m. Jón kaupmann á Eskifirði, cr kvænt ur var Guðrúnu Ásgeirsdóitur hins eldra, kaupmanns á ísafirði, Ásgeirs- sonar. Margrct Jónsdóftir var fædd 1812. Hún giftist Edvald Möllcr verzlun- arstjóra á Akureyri og áftu þaii 10 börn. Meðal þeirra var Friðrik vorzl- unarstjóri, faðir ólafs Friðrikssonar ritstjóra. HaMdór Jónsson var yngstur þeirra Gren.iaðarstaffarsystkina, fapddur 1815. Ilann varð bóndi á Geitafelli í Helgas,'aðahrcppi, kvæntist tvisvar og átli fjölda barna. SKÁLDKONAN SJÁLF. Þá er komið að því, sem vera skyldi mcginefni þessa grcinarkorns, að una ul þær upplýsingar, scm fundnar verða um Guðnýju skáld- konu og ævi hennar. Guðný var næstalzía barn síra Jóns og frú Þorgcrðnr á Grcnjaðarstað, fædd á Auðbrckku í Eyjafirði 20. apríl 1804. Eins og fyrr cr getið, hafði faðir hennar fengið veitingu fyrir Möðruvallaklaustursprestakalli þá um vorið. Flutlust þau hjón norður í aprílmánuði, þótt frú Þorgerður væri komin að falli. Segir svo í prestaæfum Sighv'ats: „Þegar síra Jón kom norður, kom hann á heimili sitt (Auðbrekku) á sumardagsmorg- uninn fyrsta, en morguninn eftir fæddi kona hans mevbarn; það var heitið Guðný . . .“ Guðný' ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Auðbrekku, en flutt- ist mcð þeim tólf óra gömul aö Stærra Árskógi. Þar dvaldist liún með þcim nokkuð á cllefla ár, unz faðir hennár fékk væitingu fyrir Grcnjaðarstað. Þangað kom Guðný 22 ára að aldri. Hafði hún notið ó- venjugóðs uppeldis og v'ar tvímæla- laust betur menntuð cn títt var um íslenzkar stúlkur á þeim tíma. Naut hún þess, að faðir hennar hafði yndi af kennslu, en bræður hennar nám- íúsir, svo að hún mun hafa fcngið áð fylgjast mcð þeim við bóklegar iðkanir. Gáfur hennar voru sncmma auðsæjar og bókhneigðin mikil, en jafnfram hafði hún hlotið að erfðum mjúkar líknarhendur föður síns. Gcrðist hún sncmma nærfærin við siúka og hóf ljósmóðurstörf ung að árum. Lánaðist hcnni það vel, svo að orð var á gert. Eigi er vitað, hve sncmma tók að bara á skáldgáfu Guöíiýjar, cn hitl virtist auðsælt, að hún myndi verða hin mesta alkvæða- og merkiskona, cf hcnni cntist aldur til. Mun eigi ofmælt, að Guðný hafa um þessar mundir horft brosandi og ónægð til framtíðarinnar, svo marg- ar og ágætar gjafir, scm hún liafði þegið í vöggugjöf, jafnt til líkams og sálar. EIGINMAÐURINN. Áið 1820, sama árið og Guðný flut ist frá S'ærra Árskógi að Grenjaðarstað, urðu þcir atburðir í lífi hennar, sem örlögum réðu og mötuðu ailan ævifcril hennar þaðan af. Sumarið cða haustið 1826 réðist til sfra Jons að Slærra-Árskógi urigur og efríilegur - guofræðingur, Sveinn Níelsson frá Snartartungu í Bitru. Fylgdist hann mcð Jóni presti og íjöiskyldu hans að Grenjaðarstað vorð 1-827. og gerðist þá djákni lijá honum. Svcinn var 25 ára gamall er h?nn koin á hcimili síra Jóns, og hafði þá fyrir Avrimur árum lokið prófi frá Bessastöðuin. Honum er svo lýst, að hann hafi verið „algcrf- ismaður liinn mcsii til sálar og lík- ama, mikill V'cxti, karlmenni að burð- um og þjóðhagsmiður“. Hann var

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.