Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Síða 6

Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Síða 6
110 ALÞYÐUHELGIN Á SVALBARÐI. Bólu.Hjálmar var fæddur og upP- alinn á Svalbarðsströnd. Hann koiU eitt sinn að Svalbarðskirkju, gekk uni kirkjugarðinn og orti síðan: Langt er síðan lék ég hér lífs með engan dofa, — fúnir undir fótum mér frændur og vinir sofa. Gleðitíð eg þrái þá, þungum söknuð sleginn, að eg frelsað fái sjá fólkið hinum megin. * * * STÖKUR eftir Jósep S. Ilúnfjörð. í harðindunum. Svona bjó um söngfuglinn svella og snjóa breiða. Nú er Góa gengin inn, gamla hróið leiða. Þegar lilánaði. Fannir sjatna og svellin blá, syngur vatnahlíðin. Rlinni fatnað þurfum þá þegar batnar tíðin. Svo kom vorið. Vordags angar ilmurinn eftir langan vekur. Benzínfanga fákurinn frískaganginn tekur. * * * Stökur. Á sjávarbotni sitja tveir seggir í andarslitrum, aldrei komast aftur þeir upp úr hrognakytrum. Sjávarbylgjur belja oft, bragnar niðri hljóða, aldrei sjá þeir efra loft ellegar ljósið góða. Konráð Gíslason. * * * Veðurvísa gönml. Suðaustan hann setur upp eyrO’ sinnir hann þó fjörðunum meira> landnorðan hann leggur á DjúP1 líka hengir hann strákinn í Núp*11'1, * * * Iíagyrðingar og vísnavinir! Senú'J ..Alþýðuhelginni'1 vísur og sn1 kvæði gömul og ný, og getið um * drög ef ástæða er til. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Ivökunnh DAUÐSMANNSGIIAUTURINN í SALTVÍK. Eftir sira Björn Halldórsson. Þess verð ég að geta (segir síra Björn í bréfi, dags. 21. nóv. 1858 til vinar síns, Þorláks G. Jónssonar á Syðri Tjörnum), að í morgun, áöur en ég gekk í kirkjuna, stríddi á mig tilhugsun grautarins í erfinu eftir Jónas sáluga, mág minn í Saltvík. Einar Bjarnason, svili minn, sat þessa erfisdrykkju og sagði mér síð- an. þegar við báðir höfðum verið í annarri veizlu, að ekki væri þetta svo sem neitt að reikna á móti dauðs- mannsgrautnum eftir Jónas sáluga, ’ því að á honum hefði veirð „einhver snilld, ónáttúrleg þó“. Veizlugraulinn góða geymi’ eg í hjartaþró. Skýringar: 1) Veitingahús Jacobsens. 2) Brynjóifur Bergslien, norskur mynd- höggvari. 3) Magnús Eiriksson cand. theol. 4) Skafti Jósefsson cand. phil., síðar ritstjóri. 5) Sigurður L. Jónasson cand. phil., skrifari í utan- ríkismálaráðuneytinu. 6) Sr.orri Pálsson, verzlunarstjóri á Siglufirði. 7) Hólm faktor á Sauðárkróki. 8) Pétur Eggerz,- verzlunarstjóri á Borðeyri. 9) Sigurður Jónsson cand. phil. í Reykjavík. 10) Brynjólfur, síðar prestur á Ólafsvöllum og Pétur, síðar prestur á Kálfafcllsstað, tvíbur- ar, synir Jóns háyfirdómara Péturs- sonar. 11) Jón Jónsson, síðar prestur í Bjarnarnesi. 12) Sigurður Jónsson, síðar sýslumaður í Slykkishólmi. 13) Hallur Ásgrímsson vérzlunarmaður á Grænlandi. 14) Björn Jónsson, síð- ar ráðherra. 15) ? 16) Kristján Jóns- son, síðar ráðherra. 17) Jón Vidalín konsúll. 18) Tómas Hallgrímsson læknir. 19) Veitingahús Jacobsens. 20) Höfundurinn, sira Matthías Joch- umsson. 21) Steingrímur Thorsteins- son skáld. Sú kann sumbl að bjóða, sem þann graut til bjó. Af honum fékk ég aldrei nóg. Á honum var „einhver snilld, ónáttúrleg þó“. Jón Ólafsson ritstjóri og skáld, fæddur 1850, hefur ekki verið gam- ail er hann orti éftirfarandi vísur, sem birtust í Norðanfara 1866. Þrjú fyrstu erindin birtust síðar í ljóða- bókaútgáfum Jóns lítið eitt broytt, en tveimur síðustu erindunum er sleppt þar, en eitt nýtt >erindi sett í slaðinn. í ljóðabók Jóns frá 1896 er þetta kvæði fremst, og talið elzt, ort í febrúar 1866. ALLT JAFNAR SIG. Dagar líða, aldir ár, allt ber tímans straumur; jafnt má hár það líða og lár — lífið er sem draumur —! Sæld hvort eða sorg þú ber, senn þú öllu gleymir; samt má heita seggja hver sæll ef vel hann dreymir. Líður tíð og loksins má lífsins þráður rakna; allir munu ýtar þá ekki sofna, en vakna. Þegar þetta er liðið líf ég lít til betri hafna; allt þá dauðans endar kif og aila gerir jafna. Vel því skaltu bera böl, böl ei lát þér þjaka; margur drekkur misjafnt öl og má þó ekki saka. Eins og fyrr segir hefur Jón sleppt tveim síðustu vísunum, en setur þessa í staðinn: En ætli lending ein sé jöfn öllum, sem að deyja þegar þeir koma í hinztu böfn? Hver kann það að segja? I

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.