Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN m Frá Guðríði Gísladóftur. Jón hét bóndi í Látalæti (hjáleigu rá Hellum) í Landsveit. Hann var ®nginn búmaður, hirðulítill og kæru- um flesta hluti, en ásjálegur ’J'aður og lipur í framgöngu. Konu attl hann og þrjá syni; hétu tveir Pe>rra Jónar, en hinn þriðji Gí&li, allaður hnakkakökkur. Þeir voru ^salmenni, lifðu á húsgangi og öfðu geitur fram í brýr. Það bar til ^ðinda, að Jón missti konu sína, en á er>ni hafði búhokrið staðið, og lá nú ekki annað fyrir sonum hans en fara a hreppinn, en það var í þá daga na2sturn sama sem að deyja úr hor. ón leitaði þá ráða til sóknarprests síns, sem bjó á Fellsmúla, næsta bæ Látalæti. Kom sú ráðagerð upp íó þeim, að Jón skyldi biðja Guð- ^Jðar Gísladóttur lögréttumanns í jarðvík, sér til konu. Hún var þá 1 heimilis hjá bróður sínum, Jóni ógréttumanni á Flankastöðum. Þótti hún nokkuð óstillt, og hafði látið l’ aHerast“, sem þá var kallað. Þótti hví líklegt, að bróðir hennar tæki því eSins hendi, ef henni byðist álitlegt gjaforð. Prestur bjó Jón út til bón- °rðsfararinnar, léði honum spariföt Sln og lét lyklakippu vera í kjólvas- anum. Reið Jón svo suður og var hinn °rginmannlegasti. Einn góðan veð- ördag kom þessi tígulegi ,,stórbóndi“ ^Ustan af landi að Flankastöðum og Guðríðar. Var það mál auðsótt, ®n ekki vildi lögréttumaður láta syst- r sína fara ógifta frá sér. Var strax ^ndið að því að gifta þau. Þóttist ndi þurfa ag hraða sér sem mest, heimilið væri forstöðulaust með- n hann væri að heiman, og þar við eettist, að hann hefði í ógáti farið k tyklakippuna sína, svo fólkið l mist ekki í húsin, ssm daglega svfi Þó um að ganga. Talaði hann ían Um ketta’ lögréttumanni nst um hyggindi hans og um- s -ggíUsemi fyrir heimilinu; auk þess , di lyklakippan hvílíkur auðmaður l ta hlaut að vera. Gerði mágur U^ns a'lt sem hann gat til þess að a fyrir honum og greiddi heim- hu Guðríðar í peningum. Fór , n svo austur með manni sínum og j^^®1 g0tt tlt- Þegar hún kom á si *o í Látalæti, spurði hún mann > hvort þetta væru fjárhúsin hans. En hann sagði það væri bærinn sinn. Þá brá henni við, og þó enn meira, þegar hún kom inn og sá alla þá fá- tækt og óþrifnað, sem þar var. Jón fór úr kjólnum og skipaði strákum sínum að „hengja hann í stofuna“. „Hvaða stofu?“ spurðu þeir glápandi. „Það er það sama“, sagði Jón, „heng- ið hann einhvers staðar!“ Guðríður Eftir Brynjólf frá Minna-Núpi. sá nú að hún var svikin, og að nú var um tvennt að velja, annaðhvort að strjúka aftur til bróður síns, sem bæði var örðugt, og svo langaði hana ekki þangað, ellegar að láta sér lynda það sem orðið var, og það ráð tók hún. Leit hún svo á, að forsjónin hefði sent sig til að gera menn úr sonum Jóns. Enda tókst henni að græða úr þeim geiturnar og manna þá upp í útliti. En hugsunarháttur þeirra var húsgangslegur alla ævi. Jón yngri bjó í Látalæti eftir að fað- ir hans fór þaðan, og var faðir hinna mörgu „Látalætis systkina", sem sum eru enn á lífi..Um hina er ekki getið. Þau Jón og Guðríður áttu saman eina dóttur, er Guðbjörg hét; ólst hún upp hjá þeim, og þótti að flestu efni- leg stúlka, en eigi vel stillt. Eigi var búskapur Jóns eftir að Guðríður kom jafnaumur og áður hafði verið; hélt hún heimilinu þrifalegu, þó fátækt væri. Og þegar Ólafur bróðir hennar var orðinn biskup í Skálholti, þá kom hún Jóni til að biðja mág sinn um betra jarðnæði. Hann tók því vel, því honum þótti leitt að systir sín þyrfti að hokra í Látalæti, og spurði Jón, hvaða jörð honum léki hugur á. Jón tilnefndi Haga í Gnúpverja- hreppi. Þar bjó ekkja, er Ólöf hét, vel metin kona. Börn átti hún nokkur uppkomin; af þeim eru nefnd Magnús og Katrín; þau þóttu mjög mannvæn- leg. Magnús veitti heimili móður sinnar forstöðu. Þess var leitað við Ólöfu, að sleppa Haga við Jón. Hún var treg til þess og Magnús eigi síður. Þó varð það úr, að hún sleppti hálfri jörðinni. Fór Jón þangað og bjó þar til elli. Var nú hagur hans betri en áður; bjó þó aldrei vel, því hann hirti skepnur sínar illa og missti oft úr hor á vorin. — Katrínu átti síðar «N(| Jón bóndi í Skaftholti Jónsson, bónda þar, Höskuldssonar. Þeirra dætur voru: Guðrún, kona Jóns í Reykjadal Eiríkssonar frá Bolholti; Rannveig kona Guðmundar bónda í Hellisholt- um, og Sigríður kona Þórðar bónda í Minni-Mástungu, Hafliðasonar, bróður Einars lögréttumanns, er bjó í Skaftholti eftir Jón Jónsson mann Katrínar. — Eigi hafði Jón búið lengi í Haga, þá er þau Magnús og Guð- björg tóku að fella hugi saman; var Ólöfu það mjög á móti skapi. Þó gekk það fram að þau giftust, og bjuggu fyrst í Þjórsárholti, þá í Þrándarholli, þá í Háholti, þá (eitt ár) á Stóra- Núpi, en um þær mundir var Steins- holtskirkja lögð niður og Oddur prestur Sverrisson flutti sig þaðan að Stóra-Núpi, fékk Magnús þá Steins- holt og bjó þar til elli. Börn þeirra Guðbjargar voru: Jón bóndi á Helga- stöðum og síðar í Hörgsholti, faðir Jóns bónda þar, föður Jónasar „portners“ í Reykjavík og systkina hans; Sigurður bóndi á Skriðufelli, faðir Jóns, er þar bjó lengi og er ný- dáinn; Ólöf kona Jóns bónda og fræðimanns í Þrándarholti; Kristín kona Gottsveins Jónssonar („Gott- sveinskona") í Háholti og Steinsholti, og Guðríður kona Jóns bónda í Skáldabúðum, Teitssonar. Mikil ætt er komin af þeim systkinum. En haft er það eftir Magnúsi, að það væri Guðríður ein af öllum börnum þeirra Guðbjargar, sem hann vissi með vissu að hann sjálfur væri faðir að. Það er og sagt, að þegar Jón fæddist, hafi yfirsetukonan sagt, er hún leit á barnið: „Sigmundarkollur!" Þótti henni það líkt Sigmundi vinnumanni. En Kristín var eignuð Torfa, er var sambýlismaður Magnúsar, þá er hann bjó í Þrándarholti. Þrátt fyrir þetta kom þeim aldrei illa saman; bæði var Magnús stilltur maður, og svo hafði Guðbjörg svo létta og lipra lund, að varla var hægt að reiðast henni, þótt eitlhvað kæmi fyrir. Þetta er tekið eftir munnmælum, sem gengið hafa í Hreppunum, eink- um hinum eystri (Gnúpverjahreppi). Bezt sögðu þær frá: Gunnhildur Jóns- dóttir, er hafði alizt upp í Gnúpverja- hreppi og dó þar á sveitinni nálægt áttræðu litlu eftir 1860, minnug og margfróð, og Margrét, ekkja í Skip- holti, dóttir Jóns í Reykjadal og dótt- urdóttir Katrínar, sem sagan nefnir, merk kona og gáfuð.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.