Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Síða 8

Alþýðuhelgin - 09.04.1949, Síða 8
112 ALÞÝÐUHELGIN Barnavinafélagíð Sumargjöf er 25 ára um þessar mundir. Félagið hefur, eins og alkunnugt er, unnið mikið og ágætt starf í þágu yngstu borgara Reykjavíkurbæjar. — Hér birtist mynd af núverandi stjórn félagsins. Talið frá vinstri: Arngrímur Kristjánsson, varaform.; Aðalbjörg Sigurðardótúr; Jónas Jósteinsson, gjaldkeri; ísak Jónsson. formaður; Bogi Sigurðsson, framkvæmdastj.; síra Árni-S.gurðsson, ritari; Arnheiður Jónsdóttir og Helgi Elíasson- Nikulás bóndi missti konu sína, cn tók sér ráðskonu. Brátt fór orð af þvi, að hann ætti vingott við hana og gerðu flestir ráð fyrir að til hjúskap. ar myndi draga milli þeirra. En þá ber svo við, að til vistar á heimilið ræðst vinnukona, ssm Sigríður hét. Tekur bóndi brátt að lialla sér að hcnni, án þess þó að afrækja ráðs- konu með öllu. Þetta barst sóknar- prestinum til eyrna, og þykir honum sem svo búið megi ekki standa, fcr heim til Nikulásar og talar alvarlega yfir honum. Kom hann þar ræðu sinni, að Nkulás yrði að gifta sig og það sem fyrst. Nikulás tekur þcssu öllu mcð still- ingu, en segir síðan; ,,Jæja, ég held að það verði þá að vera hún Sigríður, hún fer miklu betur í rúmi.“ * % * Þótt Siggi fjósamaður þætti eng- iim sérstakur vitmaður, átti hann samt úl að koma laglega fyrir sig orði. Enhverju sinni kom flakkarinn Stutti Bjarni á bæ Sigurðar. Stóð eitthvað illa í bæli Bjarna gamla í það sinn og lenti hann í þvargi við Sigga. Spurði Bjarni Sigga, hvort hann væri kjaftapóstur á þessum bæ. Siggi svaraði: ,,Á ég að skila nokkru frá þér til hreppstjórans?'* Flakk er bannað mcð lögum. * * Sigurður hét bóndi i Skagafirði. liann reri eitt sinn til Grímseyjar og scig í bjargið eftir cggjum. Þá er hann var niður kominn. greip hann slik skelfing, aö honum fannst sein bjargið myndi þá og þegar yfir sig hrapa. Bað hann þá guð að full- tingja scr og heitstrengdi, að láta allt gott af sér leiða, ef hann kæmsl úr þessari raun heill á hófi. En þá er hann var upp komimi, kvaðst hann aldrei skyldi neinum gott gera, því guð hefði ekki þurft að lciða sig í þcssa ófæru! * :H * Björn hét maður. Bjó hann með konu þeirri, er Sveina var kölluð og átti með henni börn. Ekki var hann nærgætinn vði barnsmóður sína o8 var haft fyrir satt, að hann berði hana. Prestur Björns gcrði honum 111191 íyrir þelta framferði lians og sagð' meðal annars að það væri vondm' hundur, sem biti tíkina. „Og svo vond getur líkin vcrið, svaraði Björn.

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.