Alþýðuhelgin - 14.04.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 14.04.1949, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUHELGIN 117 Ólaíur Siiurðsson: Æviágrip það, sem hér fer á eftir, er næsta athyglisvert og merkiicgt að því leyti, að það bregður upp ljósri mynd af hinum öinurlegu kjörum, sem blásnauðir barnamenn áttu við að búa hér á landi á harðindaárunum um 1880. Lýsingin er ömurlcg, en í aðalatriðum er hún vafalaust dagsönn. Æviágrip Þetta samdi Ólafur í Hlíð í Garðahreppi árið 1888. Rétt er að vekja sérstaka athygli á tillögu þeirri, er höf. setur fram í lok máls síns, um „styrktarsjóð handa fátækrabörnum“. Merkileg tillaga á þeim tíma. — Frásögnin er lítið e»tt stytt. Ég er fæddur 1839 ú B.iarnastöð- um í Grímsnesi, missti föður minn ársgamall, ólst upp hjá móður minni t>ar til ég var kominn yfir tvítugt, og stjúpföður mínum var ég hjá þar til eS var 27 ára gamall. Lá margar stórlegur frá því ég var á ellefta ári °g til þess tíma, sem hér að ofan er frá sagt. fJm vorið 1866 flutti ég vist- ferlum suður að sjó. Eftir fjögurra ára þarveru fór ég að búa með Ráð- hildi Ólafsdóttur, giftist henni árið 1871, eignaðist með lienni fimm hörn, sem enn lifa öll, fyrir guðs náð °E hjálp góðra manna, en eftir fimm ara sambúð í hjónabandi þóknaðist guði að taka hana til sín eftir þungar hjáningar. Það sama vor var ég handlama frá sumarmálum fram að 'fónsmessu. Og eftir þessu voru aðrar ástæður mínar. Ég átti eina sex fiska eftir vetrarvertíðina, og einnig má geta því nærri, hvað ég hafi innunnið mér um vorið. Þar á ofan fór ég tíu ferðir eftir meðulum, bæði suður á ^atnsleysuströnd og inn í Reykjavík, °E átti ég meðmælum síra Þórarins í Görðum það að þakka, að ég fékk þar °6 gjafameðul, eins og margt annað S°ft, sem hann hefur mér auðsýnt, viðvíkjandi því, er mér ber að gjalda honum, þegar ég var sóknarbarnhans, hví hann gaf mér oft nokkuð af því. Sömuleiðis gaf homöopati Lárus Páls- son mér öll þáu meðul, sem ég fékk frá honum, í þessum bágu kringum- stæðum mínum, og ber mér að minn- ast þess með þakklátssemi og biðja 2uð að launa honum það. Nú lá elcki annað fyrir mér en sveitin, svo að ég skrifaði sveitar- nefnd minni og lét hana vita ástæður mínar, og hafa þeir af því séð, að ég mundi þurfa lijálpar við. Það stóð heldur ekki ó henni, því að þeir tóku strax af mér tvö börnin. Sömuleiðis sáu þeir mér fyrir nógri lífsbjörg næsta ár og útveguðu mér ráðskonu, og var hún með stálpaðan dreng með sér, svo að mér var hálfnauðugt að taka hana, því að ég átti sjálíur hægt með að útvega mér kvenmann, en þar eð ég var upp á náðir sveitunga minna kominn, áttu þeir með að ráða fyrir mig. Nú fyrir næstu jól fyrir- bauð landsdrottinn minn mér ábúð á jörðinni í næstu fardögum, svo að ég skrifaði Þorkeli á Ormsstöðum, því að hann var og cr oddviti í sveit minni, og lét ég allt liggja í hans skauti, eins og skylda mín var, og fékk ég svar frá honum seint á ver- tíðinni, og kváðust þeir vera búnir að ráðstafa mér í vist með einu barn- inu, en hitt skyldi flytjast austur á sína sveit. Þetta var vorið 1878. Nú þótti Sigríði ráðskonu minni ekki vænt um þessar fréttir, af því að hún hafði um veturinn, sem við vorum búin að vera saman, tekið tryggð við mig, og einnig orðið barnshafandi af mínum völdum. Tók hún þá til sinna ráða og bjó sig svo gott sem í karl- mannsbúning, fór inn á Álftanes og útvegaði okkur þar húsnæði, og lét ég tilleiðast að hlýða ráðum hennar. En þegar þangað kom, tók ekki betra við, því mér fannst svo sem ég væri kominn í úlfakreppu........... Hreppstjóranum nægði ekki, þó hann fengi mig heim til sín, til að skamma mig, heldur varð hann líka að fá samverkamenn sína til þess, en það, sem þeir lögðu til mín, var miklu vægara. Hann lét sækja til min tvö börnin og drífa þau austur. . . . Um haustið, þremur vikum fyrir ve'ur. fæddi Sigríður mér meybarn, sem ég lét heita Ráðhildi, og var ég sjálfur Ijósmóðir liennar þegar hún fæddist, og er hún enn á lífi, sem mér ber- að þakka guði og góðum mönn- úm. Hún cr nú á ollefta ári. Nú formuðum við að vera þarna annað árið til, undir umsjón okkar sveitar- nefndar. Við þurftum þeirra lijálpar við, og við fengum. liana líka. Við fórum bæði í sveit um sumarið, með sitt barnið hvort, en einu komum við f.vrir; en seinast á slættinum veiktist ég, svo að ég gat varla setið á hesti suður. Ég komst þó suður til Lárusar liomöppata að leita mér lækninga, svo lagðist ég strax, þegar ég kom inneftir, í innanveiki, en eftir fáa daga fór mér að létta, því þá gekk niður af mér mikið af sulíhúsum til baksins, og svo létti mér smátt og smátt við meðalabrúkunina, en lá þó rúmfastur fram yfir jól, og með þorrakomu var ég næstum albata af þeirri veiki. Þá tók sig upp svo óþol- andi kvöl í handleggnum á mér, að ég hafði oft lítið viðþol. Svo hljóp það fram í hendina og lá þar, livaða tilraunir, sem brúkaðar voru, svo við lá að hún krepptist. Litli fingurinn dó alveg og sömuleiðis missti næsti fingur mátt, en lafir þó við hálfdauð- ur. Handarjaðarinn visnaði og hand- leggúrinn allur og sinarnar drógust saman í hnúta. Þegar handleggurinn var svona kominn,^ fór kvölin að minnka, og var það í góulokin. Nú kom einmánuður og lagðist ég þá í lungnabólgu og lá í mánuð, cn var sá aumingi fram eftir öllu vori, að ég gat varla komizt úr sporunum fyrir máttleysi. Nú fannst mér liggja ljósast fvrir, að íara austur og þakka fyrir. Sveit- arnefnd mín vildi það líka, og sögðu þeir svo fyrir, að við skyldum öll ílytjast sveitarflutningi austur á okkar sveit, því að nú leit ekki út fyrir, að ég gæti mikið innunnið mér. Ekki lét Sigríður samt að orð- um þeirra enn, og var hún þá þunguð af mínum völdum í annað sinn, og sáum við okkur engan lífsbjargarveg, en ekki var von að þeir vildu halda okkur svona við lengur, báðum ó- mögum. Börnin voru þrjú, og voru þau öll flutt austur. En við vorum bæði eftir, og það hef ég grátið mest

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.