Alþýðuhelgin - 14.04.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 14.04.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN 119 Læsus surgit eqvus, prendet utrinque pevus. 1614. Þetta ár eftir jól sást sjóskrímsl nokkurt í Vestmannaeyjum með tveim hornum gulllegum. Var það lagt og stungið og gaf sig ekkert að og hvarf Urn síðir, þá mönnum leiddist að leggja það. 1623. Þrem vikum fyrir jól þann vetur sást vatnsormur í Hvítá hjá Árhrauni u Skeiðum tvö kvöld í samt, fimmtu- clags. og föstudagskvöld, eftir sólar. lag. Það fyrra kvöld tók hann sig uPP í tveimur hlykkjum nærri þvers uru ána, svo ísinn brotnaði upp, en árstraumurinn gekk á land. En seinna kvöldið tók hanu sig upp í e‘nni lyklcju, og tók nú upp í mitt Hestfjall. 1630. Þá sást vondur draugandi um Eyja. fjörð allan mörgum til skelfingar, uPpvakningur haldinn, gjörði stórar skráveifur, sást fyrst í brullaupi einu á Grýtubakka, hafði selshaus að of- an» en hrossfætur að neðan, en með Píannlegum höndum og brjóstum. 1634 A sumri þess árs varp hani einu eggi í Fjalli á Skeiðum, og eggið Ur>du börn þrjú og brutu, en á skurn- lnni Var pressað dökkt mark, Saturn. Pstnerki. 1637. . 1 Julio hvarf ein stúlka fyrir austan Ur seli nokkru í Mýrdal. Ilún kom sjáj£ aftur í selið að liðnum nokkrum ögum og vildi ei frá segja, hvar verið hefði, og ei vildi hún mat eta ná drekka þar eftir, og enginn varð Var við, að hún nokkurn tíma æti neinn náttúrlegan mat, en hélzt þó Vlð hald og þrif ei síður en aðrir. A jólanóttina var vinnumaður á elgafelii vestur ásóttur mjög af raug eða djöfli, var dreginn upp Uhdir fjali og af honum rifin fötin °8 ^annst þar sem dauður og vitlaus; Sern hann seinna vitkaðist, sagði hann s r virzt hefði sá djöfull í kven. mannsmynd vera. 1639. í Majo vildi bóndinn á Langholti í Flóa, Hallur Jónsson að nafni, brenna sinu af þeirri jörð, og sem hann lagði eldinn í, læsti hann sig víðara út á annarra manna jarðir, svo hann brenndi lönd á næstu 13. jörðum, er lágu til útsuðurs, því vind- ur stóð af landnorðri; og sem hann var átalinn hér fyrir af þeim, er skaðann fengu, þá féll lionum það svo þungt, að hann hljóp út í Hvítá og vildi fyrlrfara sér. Það sá einn maður. Sá reið á sund eftir honum og gat náð honum, en nokkrum dög. um síðar þá hljóp hann sjáfkrafa of- an í einn djúpan hylpytt, drekkti sér svo þar ög fannst dauður. 1647. Þá skenkti Jón Finnsson þar (við Flateyjarkirkju) biskupinum (Bryn- jólfi Sveinssyni) kongabókina gömlu, sem lengi lá í Flatey og hans lang. feðgar átt höfðu. (Flateyjarbók). 1649. Þetta vor komu danskir þýfsku. drengir 8 eður 9 á Eyrarbakka og sögðu landsmönnum að þeir ættu að sækja skreið. Þeir brutu upp gler. glugga á danska húsinu og tóku þar helming af skreiðinni og fluttu í skip. Umboðsmaður á Bessastöðum, Matthí. as Söffrensen, spurði það og náði þremur af þeim strákum, en hinir dvöldust í skipi og vörðust þar, náð- ust þó með skipinu allir um síðir; áttu svo í haldi fram að flytjast til prófs og rannsaks. Þeirra foringi hét Marteinn. Hann komst úr járnunum fyrir böðlinum á Bessastöðum og strauk svo fyrir Jökul. Þar komst hann í engelska duggu. 1677. Þá skutlaði Oddur Ólafsson, búandi á Svalbarði norður, nokkra hvali á Eyjafirði, item árlega hnísur, höfr. unga, klasekki. Hann sótti og fast eftir háskerðingatekju og vann mik. inn sigur á sögðum fiskum. Hann fékk á einu ári sérdeilis 45 fiska, auk há- karla, og var hinn mesti aflafanga- maður. Voru þó títt þröngar búsifj- ar hans. Péll 1638. af prestskap séra Vigfús estra fyrir það hann útdeildi brenni. n fyrir messuvín í sakramentinu, þó handi. „Beiskur ertu nú, drottinn hllnn“, kvað kella. 1678. Það sumar voru réttuð á Alþingi Eyvindur Jónsson og Margrét Símons- dóttir. Hann burthlaupinn frá sinni konu fyrir tveimur árum. Áttu svo þessi barn áaman í hórdómi, voru svo 'tekin í einum helli suður undan Erfiseyjarseli (svo!) í Kjalarnesþingi með fóla af nautakjöti og öðrum hlut. um, er þau rænt og stolið höfðu; liðu síðan í héraði fjórar húðlátsrefsingar. Tók svo kona Eyvindar hann aftur. Þar eftir strauk hann enn burt með þessari Margrétu, og fundust síðan bæði í einu hreysi og rekkju undir nokkrum bjargskúta í Ölvesvatns- landareign og síðan á alþingi færð. 1681. Skrifaði Bjarni nokkur Árnason í Garpsdalssókn falsbréf upp á heilaga þrenningu, hvar fyrir hann missti sína þrjá fingur um miðlið og þar að auk hafi 12 vandarhögg árlega í hvert sinn, meðan hann lifði. 1691. Þá komu útlenzkir sjóreyfarar (Dúnkarkar kallaðir) inn á Norðfjörð í Múlasýslu. Þeir rupluðu og rænlu allvíða fé og tóku þar nokkrar eng. elskar duggur og voru með ofsa og ógnarlegri skothríð. Komust þá und. an nokkrir engelskir. 1697. Frá Mallandi á Skaga þóttust menn sjá til hvals á ísnum fyrir sumarmál- in, og gengu fjórir á ísinn komust ei á land aftur á Skaga, af því ísinn allan sundur losaði, og voru þrjú dægur full ráfandi um ísinn; gátu um síðir kallað í land, svo þeim varð bjargað af skipi frá Bæ á Höfðaströnd. 1709. Um haustið á allraheilagramessu- kvöld brann sú prýðilega bygging, biskupsbaðstofan á Hólum í Hjalta- dal. Töpuðust þar inni margir fjár. sjóðir og dýrgripir af silfri, bókum, klæðum etc. Þar brann og inni stúlkubarn (dóttir brytans). 1720. Þá um haustið skeði það mikla skriðu. eða fjallhlaup í Vatnsdal in Ocotobri, að fjallið sprakk fram yfir bæinn á Bjarnastöðum I Vatnsdal, tók burt allt, er þar var kvikt, mann og málleysingja, hús og tún gjörvallt, ásamt engi því, er þar nálægt var. Fórust þar í 7 menn með bónda og húsfreyju. Stíflaði svo þetta mikla fjallhlaup upp Vatnsdalsá, að mikið vatnsflóð varð fyrir framan skriðuna, hvert fljót eður flóð burt tók að mestu um nokkur ár allt engjatak undan 8 Þingeyrajörðum. Hefur í því flóði fengizt mikil silungsveiði.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.