Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 2
130 ALÞÝÐUHELGIN Það var ekki fyrr en kom fram und- ir ISOO, sem hróður hans tók að berast um heiminn, en á fyrra hluta 19. aldar mátti heita, að stjarna hans færi stöðugt hækkandi, unz hann var leiddur til þess öndvegis, sem hann hefur skipað œ síðan, að vera talinn mesta leikritaskáld heimsins. William Shakespeare er fæddur árið 1564 í smábænum Stratford- on-Avon í greifadæminu Warick- shire á Mið-Englandi. Er þar nátt- úrufegurð mikil, lygn og vatnsmikil fljót liðast u.m skóga og alcra. Eru auðsæ náttúruáhrifin frá æskuheim- kynnuiium í ritum S'nakespeares, einkum kvæðunum. Byggð þessi er einnig ákaflega sagnauðug. War- wick- og Kenihvorth-kastalar eru frægir í sögu Englands, talandi tákn fornrar lietjualdar. Hefur umhverfi þetta vakið hjá hínum gáfaoa æeku- manni skáldlegar hugmyndir og sýnir, eflt náttúrudýrkun hans og gefið hugmyndaíluginu byr undir vængi. Faðirinn, John Shakespeare, var af bændaættum, en hafði gerzt iðnaðarmaður, fékkst bæði við söðlasmíði og hanzkagerð. Jafn- framt iðn sinni rak hann nokkra verzlun og átti auk þess búgarð. Var hann á þessum árum efnaður og virðulegur borgari, stóð framar- lega um stjórn bæjarmála og virð- ist hafa verið mikils metinn. Willi- am hóf nám í latínuskóla kaupstað- arins, en þegar hann var þrettán eða fjórtán ára var högum föður hans svo komið, að hann varð að taka clrenginn úr skóla og* láta hann afgreiða í verzlun sinni. Er eigi að fullu ljóst, hvers vegna fjárhagur John Shakespeare hafði versnað svo mjög á skömmum tíma. en víst er það, að hann lenti í miklu skulda- vafstri og átti síðan við vaxandi þröng að búa. William var þriðja barnið af sex, elztur bræðra sinna, og varð því að leggja hart að sér við vinnu, eftir að hann stálpaðist. Vannst honum því lítill tími til lær- dómsiðkana næstu árin, en þó er talið, að hann hafi lesið allmikið á latínu, þar á meðal leikrit. Móðir Williams, Mary (fædd Ar- den), var dóttir efnaðs bónda og hafði erft allstóra jarðeign. Þegar ganga tók af manni hennar varð að selja jarðeign þessa, og búð sína og búgarð neyddist John Shakespeare til að veðsstja lánardrottnum sín- um. Foreldrar Williams munu því, eins og á stóð, lítt hafa fagnað þeim tíðindum, er elzti sonur þeirra, þá aðeins 18 ára gamall, kom einn góð- an veðurdag' á heimilið með 26 ára gamla sveitastúlku úr nágrenni bæj- arins og kvað hana brúðarefni sitt. William var enn ómyndugur og varð því að fá samþykki foreldra sinna til giftingarinnar. Stúlkan hét Anne Hathaway. Þegar málið hafði verið rætt nokkuð innan fjölskyld- únnar, var ákveðið að vinda bráðan bug að giftingunni. Er enn varðveitt í bréfabókum biskupsembættisins í Worchester „leyfi til að vígja Anne Hathaway og William Shakespeare í hjónaband, að undangenginni einni lýsingu í kirkju“, í stað þriggja, eins og venjulegt var. Er talið rétt að veita leyfið „eins og á standi“. Skömmu eftir giftinguna eignuðust ungu hjónin dóttur. Er talið, að eigi hafi Shakespeare borið mikla ást til konu sinnar, en gengið að eiga hana af skyldurækni, eða verið þrýst til þess af foreldrum hennar. Var Anne algerlega ómenntuð, kunni ekki einu sinni að draga til stafs, og má líklegt telja, að maður hennar liafi lítt getað deilt við hana geði um hugðarrnál sín. Þó telja Shake- speare-fræðingar lítil rök fyrir því, að hjónaband þeirra hafi verið ófar- sælt. Svo mikið er víst, að Anne, sem lifði mann sinn, hafði beðið þess síðastra orða, að vera grafin við hlið lxfsförunautar síns. Bendir það engan veginn á það, að kalt hafi verið á milli þeirra. Árið 1585 eignaðist kona Shake- speares tvíbura. Litlu síðar lagði hann af stað til Lundúna, en kona hans og börn urðu fyrst um sinn eftir í Stratford. Munnmælasögn hermir, að hann hafi orðið að flýja fæðingarborg sína sakir þess, að hann hafði ásamt nokkrum félögum sínum farið í heimildarle\ si á dýra- veiðar í veiðilendum aðalsmanns nokkurs. Hitt er þó eins líklegt, að honum hafi fundizt þröngt um sig í smáborginni, fundið þróttinnoghæfi- leikana búa með sér og verið þess fúsastur að freista gæfunnar í stór- brotnara umhverfi. Einn af æsku- vinum hans, nokkru eldri, sem farið hafði fáum árum áður til Lundúna, var þegar orðinn vel metinn og bjargálna iðnaðarmaður, hafði lært prentiðn og var tekinn að gefa út bækur. Maður þessi hét Richard Field. Hann varð síðar forleggjari Shakespeares. Er talið, að hann hafi ráðið æskuvin sinn, þegar er hann kom til Lundúna, í vinnu við leik- hús nokkurt. Sjaldan mun ráðning óþekkts manns í einfalt aðstoðar- mannsstarf hafa borið svo góðan og ríkulegan ávöxt. Koma Shakesper- es til Lundúna og að leikhúsi þar, hefur vissulega haft heimssögulega þýðingu. Þótt hann væri í fyrstu látinn vinna þar hin lítilvægari störf, kynntist hann nú leiklist og leikritagerð. Almennur áhugi á leik- list var nýlega vaknaður í Lundún- um og mörg efnileg leikritaskáld komu fram um þessar mundir. Shakespeare hreifst brátt af þessari ungu listgrein og gerðist leikari. Eigi mun hann hafa orðið afburða- maður á því sviði, en var þó tal- inn allgóður leikari. Þótti hann einkum vel til þess fallinn að leika roskna höfðingja og virðulega, kon- unga og aðra meiri háttar menn. Lék hann t. d. í sínum eigin leikrit- um svip gamla konungsins í Hamlet og Adam í As you like it. >!s Eigi mun Shakespeare hafa starf- að lengi við leikhús þegar það kom í ljós, að hann hafði hæfileika til að endurbæta gömul leikrit og gera þau hentugri til sýninga. Á þessum frumbýlingsárum leiklistarinnar var aðstaða leikritaskálda harla ein- kennileg. Enginn leit á verk þeirra sem bókmenntir, heldur eins konar hluta af leiksviðsútbúnaði, líkt og búningana. Þegar leikritahöfundur hafði selt einhverjum leikflokki handrit eftir sig, var það talið ó- skoruð eign leikflokksins. Mátti breyta því að vild, án þess að höf- undur væri til kvaddur eða að spurður, enda var það óhikað gert. Er talið, að Shakspeare hafi í fyrstu þjálfað snilligáfu sína við það, að umskapa gömul leikrit og færa þau í listrænni búning. Svo lítið var skeytt um höfundarréttinn, að leik- rit voru um þetta leyti þráfaldlega prentuð án leyfis höfundar. Fékk Shakespeare brátt að kenna á þessu, því hinir og þessir náungar hnupl' uðu leikritum hans og prentuðu þau í fullkominni vanþökk höfund- ar, stundum mjög brengluð og úr

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.