Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 3

Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUHELGIN 131 lagi færð. Var það háttur slíkra út- gefenda, að láta einhvern læra leik- rit það, er þeir hugðust hnupla til útgáfu, og hirtu þá ekki um þótt eitthvað breyttist eða félli jafnvel niður. Eigi mun Shakespeare hafa lengi unnið að þessum umbótum á eldri leikritum, þegar rithöfundargáfa sjálfs hans leystist úr læðingi og starfsfélagar hans komu auga á það, hve frábærlega sýnt þessum unga manni var um leikritasmíð. Vegna hinna nánu tengsla sinna við leik- húsið og þátttöku í daglegri staff- semi þess, varð hann gagnkunnugur þoim kröfum, sem gera þurfti til sjónleika, ef þeir áttu að ná tilætl- uðum áhrifum. Hófst nú rithöfund- arferill, sem er nálega einstæður í sögu heimsbókmenntanna. Á um Það bil tuttugu og fimm árum samdi Shakespeare þrjátíu og fimm sjón- leiki, sem að fjplbreytni, auðlegð Persónulýsinga og dramatískum hrafti eiga varla sinn líka. Þar er að finna hlátur æskunnar og gáska, þrótt og þor manndómsáranna, íhygii og alvöru efri ára, unaðsfulla náttúrudýrkun og lífshamingju, efa- semdir, þjakandi þunglyndi og hel- sara örvæntingu. Jafnframt má greina vaxandi þroska og æ fum- iausari tök á viðfangsefnum, unz skyggnigáfa snillingsins á mannlegt hf og örlög nær hámarki í stórvirkj- Urr> slíkum sem Lear konungi og Hamlet. Þegar Shakespeare kom fram á sjónarsviðið og hóf leikritagerð sina, voru enskir sjónleikjasmiðir akki í neinum hávegum hafðir af hinum svonefndu betri borgurum. vísu höfðu risið upp skömmu á andan honum nokkur ágæt leikrita- skáld, þar á meðal tvö, Ilobert Hreene og Christopher Marlow, g®dd ótvíræðri snilligáfu. En þeir y°ru menn lítt siðaðir,' gegndarlaus- lr svallarar, sem lifðu æðisgengnu boheme-lífi. Greene drakk sig í hel ^4 ára gamall, og átti þá ekki fyrir Utför sinni. Marlow, frábær snill- lngur, var rekinn í gegn í knæpu nokkurri, eftir miklar ryskingar og a^°g, og endaði þannig stutt og hamslaust slarklíf 29 ára gamall. Ehakespeare var gagnólíkur þessum ^nönnum. Að vísu fer um hann þeim sögum, að hann hafi á yngri árum sínum í Lundúnum getað skemmt sér í hópi góðra vina, og hvorki fyr- írlitið vín né konur, en boheme varð hann aldrei. Og þegar hann eltist, gerðist hann ráðsettur og virðulegur borgari, batt vináttu við ýmsa máls- metandi menn og náði hylli Elísa- betar drottningar og Jakobs kon- ungs I. í stað þess að eyða þeim fjár- munum, er honum áskotnuðust fyrir leik sinn og leikritagerð, í svalli á knæpum, eins og fyrirrennarar hans höfðu gert, hélt hann vel á efnum sínum og auðgaðist eigi lítið. At- hvglisvert er það, hversu traustum böndum hann var tengdur fæðing- arbæ sinum. Þegar er hann var fær um, greiddi hann skuldir föður síns og losaði eigur hans úr veðböndum. Síðan tók hann að kaupa fasteignir í Stratford, þar á meðal stórt og veglegt íbúðarhús. Virðist hann allt frá árinu 1598 hafa verið með ann- an fótinn í Stratford, þótt aðalheim- ili hans hafi að líkindum verið í Lundúnum eftir sem áður. Hann hélt áfram að leika fram til ársins 1606, eða þar um bil, en síðan gaf hann sig eingöngu að leikritagerð. Fr sagt, að hann hafi um það leyti gert fastan samning við Glohc-leikhúsið, sem hann var meiðeigandi í, um að semja fyrir það tvö leikrit á ári. Um 1611 íluttist Shakespeare til Strat- ford. Hann átti þó eftir sem áður hlut sinn í leikhúsi því, sem fyrr var nefnt, fel-ðaðist oft til Lundúna og hélt góðum kunningsskap við vini sína þar. En hann hvarf burt úr glaumi stórborgarinnar, hann hafði náð takmarki sínu: að geta lifað sem virðulegur og mikils metinn borgari í fæðingarbæ sínum. Metnaður hans virðist hafa verið svo borgara- legur, sem framast mátti verða. Hann hættir að mestu eða öllu leyti að semja leikrit, þurfti þess ekki lengur með fjárhagsins vegna. Hann hafði nægar tekjur. Nú virðist hann sýsla með eigur sínar eins og séður fjármálamaður, gefur sig jafnvel að stjórn bæjarmála, og umgengst ætt- ingja sína og vini eins og góðum fjölskylduföður sæmir. Foreldrar Shakespeares voru dán- ir, er hér var komið sögu; sumir bræður hans eir.nig, en konan lifði og tvær dætur hans voru giítar efn- uðum borgurum í Stratford, önnur lögmanni, hin vínsala. Einkasonur- inn haíði dáið í bernsku. í ársbyrjun 1616 tók Shakespeare að kenna las- leika, sem elnaði býátt. Samdi hann þá erfðaskrá sína. í aprílmánuði félck hann heimsókn nokkurra vir.a sinna frá Lundúnum, þar á meðal skáldanna Ben Jonson og Drayton. Tók hann höfðinglega á móti þeiiríj veitti vel og vakti nokkuð á nætur fram, en heilsan leyfði það ckki. Andaðist hann að heimili sínu 23. apríl 1616, að öllum líkindum á fæðipgardag sinn, og var hann þá 52 ára gamall. Vita menn eigi, hvert banameinið var. Hann var jarðsettur í svonefndri Trinity-kirkju í Strat- ford, vinstra mcgin í kórnum, þá er inn er gengið. í erfðaskrá sinni haíði hann lagt svo fyrir, að líkami sinn yrði grafinn 17 fet í jörð niður, og biður óbæna hverjutn þeim, sem raski grafarró sinni. Af þessum sök- um mun það vera, að gröf hans hef- ur aldrei verið opnuð né duft hans flutt í ,,skáldahorniðil í Westminster Abbey. Nokkrum árum eftir lát hans var reist minnismerki á gröfinni og á því brjóstlíkan af skáldinu. Síðar hafa Shakespeare verið reist fjöl- mörg minnismerki víðs vegar um héim, þar á meðal í Lundúnum, París, Weimar og New York. Árin 1877—79 var reist í Stratford vegleg bygging til minningar um Shakes- peare. Þar cr geysimikið Shakes- peares-bókasafn, og má þar fá glögga hugmynd um það, hve ó- hemju mikið hefur verið um hann ritað á nálega öllum tungumálum, bg hve fádæma margar þýðingar til eru af leikritum hans. í bvggingu þessari er einr.ig leikhús, þar sem Shakespeare-sjónleikir cru síöðugt sýndir. Kemur jafnan margt ferða- manna til Stratford, og vilja flestir sjá þær minjar, sem þar eru um Shakespeare og ævi hans. Rit Shakespeai’es bera þess Ijóst vitni, að hann heíur verið maður prýðilega lesinn, þótt ekki hefði hann notið langar skólamenntunar í klassiskum fræðum, og gæti því e. t. v. ékki kallazt la rður maður. Því miður cr eigi til ncin lýsing samtíð- armanna á ytra útliti Shákcspearcs, en myndir þær, sem til eru af hon- um, sýna, að liann hefur verið fríð- ur maður og höfðinglegur, svip- hreinn, opineygur, beinnefjaður, ennið óvenjulega hátt og breitt. Með aldrinum afhærðist hann nokkuð

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.