Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUHELGIN 133 FÖLSVÐVÖSKJVRNAR í síðasta blaði var rakin stuttlega sagan af oflátuöskjunum frá Bessa- stöðum og sögð nokkur deili á Wanni þeim, Sigurði gullsmið Þor- steinssyni, er smíðáði þær árið 1774. Nú vill svo einkennilega til, að varð- veittar eru í Þjóðminiasafni aðrar öskjur, nokkru stærri, en mjög líkar Bessastaðaöskjunum að allri gerð, þótt tæplega séu þær jafn-frábær snaíði. Það er einkennilegt um þess- ar síðarnefndu öskjur, að þær eru falsgripur. Það er þó ekki svo að skilja, að málmurinn, silfrið, sé fals- að. heldur áletrun sú, sem á lokinu stendur, þar með talið ártalið. Er raeð áletruninni gefið í skyn, að þetta sé gamall, íslenzkur kirkju- gnpur, en fullyrða má að þær séu úönsk smíði, sennilega gerð í byrjun þessarar aldar. Sakir þess, hve aug- fjós er stælingin á Eessastaðaöskj- unum, freistast maður til að ætla, að silfursmiður sá, sem gerði eítirlík- mgu þeirra fyrir Jón konsúl Vídalín, hafi gert þennan grip einnig, að öll- líkindum í þeim tilgangi, að Setja hann einhverjum safnanda háu verði undir því yfirskini, að hann sé gamall dýrgripur frá íslandi. Saga askjanna er á þessa leið: •Á-rið 1927 var Matthías Þórðarson þjóðminjavörður staddur í Dan- uiörku. í hófi nokkru, sem þar var haldið, voru honum afhentar öskj- urnar sem gjöf til Þjóðminjasafns- ms. Gefandinn var Louis Zöllner rffiðismaður í Newcastle á Englandi. Hann hafði fyrir mörgum árum fengið öskjur þessar að gjef frá gómiurn vjni sínurn, Jóni konsúl ^idalín, en Jón kvaðst hafa keypt þ^sr í Hróarskeldu. Gefandi áleit, að þ®r væru gamall kirkjugripur frá fslandi, en eigi vissi hann hvort Jón hafði verið sömu skoðunar. Matthías Þórðarson sá þegar, er hann hafði fesið áletrunina á lokinu, að hér var ekki allt með felldu. Nöfn amt- juanna þeirra, sem þar voru letruð, hlutu a. m. k. að vera fölsuð, því arntmenn með þeim nöfnum höfðu aldrei verið til á íslandi. Síðar, er ýfatthías bar grip þennan saman við oskjurnar frá Bessastöðum, sá hann að hér var um augljósa eftirlíkingu raeða. Gerðin var í aðalatriðum hin sama, þessar síðari öskjur aðeins allmiklu stærri, og myndirnar á lok- inu dálítið frábrugðnar. Augljósust var þó stælingin á letri því, sem grafið hafði verið á iokið. Hvcrt- tveggja var skrifletur, og svo ná- kvæmlega hafði verið þrætt orðalag- ið á Bessastaðaöskjunum, að jafnvel ritvillurnar skiluðu sér nálega allar, auk þess, sem fáéinar höfðu bætzt við. Aðeins hafði verið breytt nöfn- um, bæði á kirkju þeirri, sem grip- urinn átti að hafa verið gefinn, gef- endunum sjálfum og hinum látnu amtmannshjónum, sem gjöfin átti að vera til minningar um. Stíll sá, sem á öskjurium er, ljóstar því einn- ig upp, að þær eru ekki ekta. Á þær er grafið ártalið 1747, en þessi still í silfursmíði komst fyrst í tízku 30-- 40 árum síðar, eða um það leyti, sem ^Sigurour Þorsteinsson gerði dósir sínar. Eigi verður neinum getum að því leitt, hver gert hefur öskjur þessar. Sennilegust er sú tilgáta, sem á var drepið hér að framan, að hinn danski silfursmiður, sem gerði eft- irlíkinguna að Bessastaðaöskjunum fyrir Jón Vídalín, hafi einnig smið- að þessar. Stimpillinn P, sem er á botni askjanna, veitir engar leið- beinignar um þetta. Segir Matthías Þói’ðarson að hann sé gerður til eft- irlíkingar gömlum stimpli, og því einn liður í fölsuninni. í hinum óprentuðu skýrslum þjóðminjavarðar er nákvæm lýsing á þessum fölsuðu öskjum. Fer hún hér á eftir: „Öskjur úr silfri, allar drifnar og grafnar; fæturnir eru sitjandi ljón, hvert undir sínu horni. Lengd 16,7 cm., breidd 13,4 cm., hæð 7,5 cm. um mitt lokið, en það er dálítið hvelft. Sneitt af hornum og horn- flöturinn drifinn, og eins hliðar og gaflar í sveigjum út og inn. Lokið er einkum skreytt, með drifnu verki. Er þar að sjá landslag í fiarska, en næst er tjald eða sléttur flötur með áleti-un, beggja vegna við hann sitja kvenlegar verur, táknmyndjr, og er sú, sem situr vinstra megin, líklega Saga, að rista rúnir á spjald, en hin tekur höndum um hægri fót sér, krepptan, situr hugsi, líklega Endurminning (His- toria og Memoria). Efst eru spjöld í miklum fellingum, méð kögri og þöndum; svífur þar smáengill og teliur í böndin; mun vera að binda upp böridin, svo að áletrunin sjáist, en hún er með skrifleíri og á þessa leið: Tillagt Bartheyri Kyrkiu af Arntmanne Finnur Egilsson og Fru T’hora Guðbrandsdöttur Fyrer Leg- stao peiri'a(!!) Foreldra Saluga Amt- manne Egils Thorlcelsson og Fru Sigride Olafsdöttur Ao 1747.“ Fullvíst.má telja, að íslenzkir landsnámsmenn hafi flutt hingað frá JSToregi kunnáttu í skíðagöngu, þvi vitað er af heimildum. að þar 1 landi var skfðaíþróttin mikið iðkuð til forna. Má ætla, að skíði hafi verið notuð hér nokkuð fyrr á tímum, þótt sjald- an sé þéirra getið í ísl-enzkum forn- sögum. 'Hitt virðist auglióst, að skíða. ferðir hafi snemma lagzt hér niður og mun þeirra naumast getið öldum saman, Þó er svo að siá, sem skíða. kunnátta hafi haldizt við í a. m. k. einu héraði landsms. Þingeyjarsýslu, og þó einkum í Fnióskaöal. Þess getur Jón skólameístari Þorkelsson árið 1743, og telur skíði hvargi tíðknð nemaJ þeirri sveit. Hins vegar sé al- títt víða að ganga á þrúgurn. Eggert Ólafsson segir einnig í ferðabók sinni: „Gleymdar, nytsamar listir á Isiandi eru einkum sund og skíðahlaup. Nokkrir Norðlendingar kunna þó enn á skíðum Má þar eirkum nefna prest. inn síra Þorgrím á Háísi í Fnjóskadal, semvel vár skíðafær. Sonur hans, Jón, sem enn lifir og er prestur á Hálsi, kann einnig skíðareglur'1. Hefur Eggert vafalaust kynnst sér þetta, því hann var sjálfur einn beirra fáu íslendinga, sem um þessar mund. ir kunni vel á gkíðum. Getur Jón Espólín þess í árbókum sínum, að Eggert hafi verð skíðaíær mjök vel“, og héfði. hánn naumast tekið það fram, hefði það eigi verið sjaldgæft. í ævisögu Eggérts (pr. í Hrapijsey 1784) segir svo frá skíðakunnáttu hans: „Hann fór hraðafa á Öndrum en nockr Madr mætte fylgia hon.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.