Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 6

Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 6
134 ALÞÝÐUHELGIN um á Hlaupe“. Sennilega hefur Egg. ert lært á skíðum erlendis. Endurvakning skíðaíþróttarinnar kom, eins og ýmislcgt fleira af svip. uðu tagi, með uppfræðsluöldinni. Á síðari hluta 18. aldar, þegar ýmislegt var gert af hálfu danskra stjórnar- valda (mest þó að tilhlutun Jóns Ei_ ríkssonar) til að bæta hag þjóðarinn. ar og koma henni úr kútnum, datt einhverjum góðum mönnum þar ytra í hug, að skíðakunnátta hlyti að vera gagnleg í snjóasömu landi, eins og íslandi. Nú var þessum heiðursmönn- um um það kunnugt, eða fcngu af Jjví fregnir, að „undirassistentinn á þeim stað, Húsavík“, væri skíðamað. ur góður. Maöur þcssi hét Nicolas Buch, norskur að ætt og uppruna. Lét konungur síðan það boð út ganga, að svo framarlega sem stiftamtmað. ur og amtmaður héldu, að skíðaferðir væru gagnlsgar á íslandi, þá slcyldu þcir heita Buch verzlunarmanni á Húsavík verðlaunum fyrir þá þrjá íslendinga, er hann kenndi listina fyrst. Þeir menn mæltu einnig eiga von á verðlaunum cf þeir kenndu út frá sér. Embættismonn lieir, sem þennan boðskap fcngu, virða.it hafu tekið honum vel. Svo mikið er víst, að Buch fór upp úr þessu að kenna. Árið 1786 fékk hann 8 rbd. verð- laun fyrir ,,að hafa í margan máta framið og upphvatt skíðaferðir“. Gunnar bóndi Þorsteinsson á Mýlaugs. stöðum hlaut einnig verðlaun „fyrir fimleika hans á skíðahiaupum, og fyrir það hann kennt hefur 2 drengj- um kunst þessa“. Loks er „hverjum þeim í Vaölaþingi allramilditegast launum heitið, í næstu 3 eða 4 ár, sem sannað getur, að, hann hafi lagt sig eftir skíðahlaupum, og lært þau til gagns og fullkomnunar" (Lærdóms. lislafél.rit VII., 1786). Upp úr þessu breiddist skíöakunn- átla út í Þingeyjarsýslu, og þó heldur dræmt í fyrstu. En smám sarnan varð þar breyting á. Á árunum 1810— 1840 tóku menn víðar á Norður- landi að iðlca skíðaferðir til mikilla muna. Árið 1808 voru aðeins ein skíði til í Ólafsfirði, og er þar þó snjóþungt mjög. En í sóknarlýsingu Kvíabrekkjarsóknar 1839 segir: „Nú eru þrenn til fern skíði á hverjum bæ og margir góðir á þeim; þykir mikil skemmtan að horfa á, er þeir renna sér oían brekkur“. Gripdeildir erléndra fiskimanna Eftirfarandi frásögn birtist í „ísa- fold“ 30. nóv. 1877: Eftir greinilcgri og áreiðanlegri skýrslu, er vér höfum fyrir oss, haía cnskir fiskimenn goldið dálaglega leigu fyrir veiði sína hér við land.á Auslfjörðum í sumar: framið bæði sauðaþjófnað og innbrotsþjófnað. Sauðaþjófnaðurinn var framinn í Bjarnarey á Vopnafiröi, eyðiey, er liggur undir Fagradal. Eigandi kind- anna' — það voru 8 ær geldar, — sá úr landi sama daginn og þær hurfu enskt fiskiskip liggja í logni og þoku nærri eynni, og nokkra menn fara á bát frá sk-ipinu upp í hana. Með því hann var hálfhræddur um kindur sínar, hrindir hann fram bát og rær við þriðja mann fram undir cyna. Þegar hinir sjá til ferða hans, leg'gja þeir burt frá eynni aftur og út til skipsins. Var þá lcomin dálítil gola og neyttu skipverjar hennar og létu þegar í haf. En landsmenn komust aldrei svo nærri þeim, að þeir gætu greint, hvort þeir hefðu kindurnar meðferðis eða eigi, en horfnar voru þær úr eynni. Því síður gátu þcir séð nokkurt auðkenni á skipinu. Innbrotsþjófnáðurinn var fram- inn á Seljamýri í Loðmundarfirði: brotin upp skemma þar við sjóinn og stolið úr henni ýmsum munum, fullra hundrað lcróna virði. Frá því segir svo í ágælri skýrslu hreppstjór- ans, Björn bónda Ilalldórssonar á Úlfsstöðum: „Fyrsta ágúst lögðust sex fiskiduggur enskar innarlega hér á firðinum, undan Seljamýri, settu strax út báta og tóku að leggja síld- Frá þessum tíma hcfur skíðakunn. átta aldrci lagzt niður hér á landi, cnda fundu menn þegar hve mikið hagræði var að skíðunum, einkum í snjóahéruðum landsins. Með ung. mennafélagshreyfingunni, einkum á öðrum tug þessarar aldar, kom og nýr fjörkippur í skiðaíþróttina, þótt mest hafi hún verið stunduð sem skemmtun og íþrótt, i þrengri merk. ingu, síðustu 15—20 árin. En sú saga verður eigi rakin hér, enda flestum i fersku minni. arnet sín, djúpt og grunnt, citt svo nærri, að bundinn var annar endi á land. Að því búnu fóru margir í land og gengu hcim að Seljamýri. Bóndi var á cngjum með fólk sitt, nokkuð frá bænum, en húsfreyja fámenn heima. Hefur hún svo frá skýrt, að ,,duggarar“ þessir hafi viljað verða sér helzt til nærgöngulir og sýnt sér alllitla kurteisi. Sendi hún þá ung- ling strax til manns síns, er að vörmu spori kom heim með syni sínum vöxnum. Höfðu Englendingar sig þá flestir á braut og niður að sjó, en eftir dvaldi cinn af skipstjórum og tveir menn með honum. Ekki sér til sjávar frá bænum. Hélt bóndi, að þeir, sem fóru, hefðu þegar haldið íram í skip. Seinna um kvöldið fór skipstjórinn, sem eftir hafði orðið, og þeir scm með honum voru, einnig af stað, og gengu þeir feðgar mcð þeim lil sjávar. Þegar þangað kom var skipstjóri bátlaus, því hinir fyrri voru komnir fram á bátnum. Tók bóndi þá bát sinn og flutti þá fram að beiðni þeirra. Pilturinn tók eftir, að sfcsmma föður síns var þar við sjóinn opin, án þcss að hann vissi neina von til þess, en hafði þó eigi orð á því fyrr cn þeir feðgar komu í land aftur. Sáu þeir þá, að skemman var upp brotin, sprengdur frá hcnni hcngilás og hann allur bar- inn og brotinn sundur í mola, en úr skcmmunni horfinn poki með 20 pundum af hvítri ull, ásamt byssu með miklu af skotfærum, fimm þorskalínustokkum, nýjum olíuföt- um — stakk og brókum —, fjórum hnífum og flciru smávegis“. í sama bili vildi svo lil, að hrepP' stjórann bar þar að, með tveim mönnum, og fór hann að beiðni bónda og þcir allir með honum fram í skipin morguninn eftir í aftureld- ingu, með því að þá ætluðu þau a stað, og gerðu tveir af skipstjórun- um þá fyrir eftirgangsmuni hrepþ- stjóra þjófaleit um skipin öll, og fundu þýfið mestallt og skiluðu aft- ur, utan ullina. Þeir hreppstjóri og fé- lagar hans voru látnir bíða á einu skipinu meðan leitin fór fram 3 hinum, og voru því leyndir þcss, hverjir hinir seku voru.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.