Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN 135 Shakespeare ... Gepjonarstrandið. Eggert hét sonur síra Jóns Sveins- sonar að Mælifelli í Skagafirði. Hann réðst utan til meiri lærdóms- Irama með skipi því, sem Gefjon hét, °S ætlaði til Kaupmannahafnar um haust. Það liafði áður verið hákarla- skúta og var nú orðið feyskið, en var Þó tekið fyrir kaupvöruskip. Hafði Gefjon aldrei þótt reynast vel. Menn spáðu henni því illu í haustsjóunum, Því auk þess var skipstjóri óvanur farstjórn milli landa og skipið nauð- fermt. Mönnum varð einnig að trú sinni, hví rétt eftir að skipið lagði úr höfn gerði ofsaveður og hafgang mikinn, svo Gefjon fórst riærri landi. Rak lík sumra skipverja í Ólafsfirði. Lík Eggerts fannst þó eigi. Kunnu vinir hans því illa. Þá dreymdi Rögnvald nokkurn í Mælifellssókn, sumir segja Þó stúlku, og ef til vill systur Egg- crts, að hann kom og kvað: , Eftir útivist langa, — enginn við sporna má — Gefjon nam sundur ganga grjóti og skerjum á. Reipunum reyrðan hörðu rekkar mig ekki sjá. Öldurnar illt ei spörðu, upp þær mig ráku í gjá.“ Fyrir vitrun þessa ímynduðu menn sór, að Eggert hefði rekið undir ó- f*rum, en aldrei fannst hann. (Þjóðs. Sigf. Sigfússonar.) :Je ijc .*«: rask og jón þorláksson. Þegar Rasmus Kr. Rask hafði samið rit sitt um íslenzka tungu og ^PPruna hennar, sendi liann það P^eðal annars að gjöf Jóni skáldi Þor- lákssyni á Bægisá. Þá gjöf þakkaði sira Jón með eftirfarandi vísu: Fróðri mennt hefur feðra frum.mál norrænu vorra Rask af rótum vizku rétt vel látið spretta. Engin íslenzk tunga ætlag geti það betur. Heiðrist lærður af hauðri höfundur rits og gjöfull. Rask, sem dável kunni að yrkja á íslenzku, orti á móti vísu til síra Jóns, og er hún þannig: Hvernig skal eg skáldi Fróns verðugt ástar veita þakkir? Lifi hann lengi! líði’ honum vel! skáldi hann margt að skemmtun þjóða, sjálfum sér til sóma eilífs en ljómandi æru ísa-hauðri. * *jt tjt ÍSFELD SNIKKARI. Þegar Hermann í Firði frétti lát ísfelds snikkara, kvað hann þetta: „Út spyrst um hauður, * að ísfeld sé dauður, allmargt sem kunni. Snikkari var hann, snoturt sig bar hann, snar í vizkunni. Ektavíf kætti ’ann, 9 þótt erfiði sætti ’ann, af öllum lífs grunni. Bækurnar las hann og brennivínsglas liann bar sér að munni.“ tj: :Jt íj: FRIÐRIK. Jón og Sigríður, hjón á Siglunesi, drukknuðu frá nokkrum ungum börnum sínum, og einu, sem Friðrik hét. Var hann tekinn á stórstað. En eigi þótti sem bezt farið þar með hann. Barnfóstran var honum skárst, og þó eigi góð. Hana dreymdi, að móðirin kom og kvað þetta sorgbitin: „Harmaljárinn hjartað sker, hryggðar sárin brenna. Friðrik stár í minni mér, mín því tárin renna.“ Eftir það batnaði meðferðin á barninu. (Sögn Helgu Espólín.) Frh. af 132. síðu. sýnd sem hin mikla og sterka á- stríða, er nær heljartökum á hug tveggja ungmenna, sameinar þau í lífi og dguða. Þegar annað tímabilið (1595— 1601) hefst, er byrjendabragurinn með öllu horfinn. Skilningurinn á manneðlinu er allur dýpri og víð- feðmari en áður, hugarflugið meira, listatökin fastari. Skáldið snýr sér nú að sögunni, fortíð Englands, kveikirnir eru margir úr gömlum árbókum. Leikrit þessi eru skráð skömmu eftir að brezkar sjóhetjur sigruðu „flotann ósigrandi“, enda er í þeim sigurhreimur og heit ætt- jarðarást. Merkust leikrit af þessum uppruna eru Richard II., Henry IV. og Henry V. í Henry IV. er leidd fram á sjónarsviðið einhver frábær- asta persóna Shakespeares, gortar- inn og ístrubelgurinn Falstaff. Hann og Hamlet eru af ýmsum taldir mestu afrek Shakespeares í per- sónugerð. Frá þessu tímabili eru einnig leikritin Júlíus Cæsar og The Merchant of Venice. Þá eru einnig samdir þeir þrír gamanleikir hans, sem ágætastir eru taldir: Much Ado About Nothing, As You Like It og Twelfth Night. Þriðja tímabilið, tímabil sorgar- leikjanna (1601—09), er fyrir allra hluta sakir merkast í liöfundarævi Shakespeares. í hverju leikritinu á fætur öðru tekur hann til meðferð- ar dýpstu ráðgátur lífsins, kannar djúp mannlegrar sálar, teflir saman frumstæðustu ástríðum, rannsakar meinin, greinir sjúkdómseinkennin. Er það alkunna, að rit þessi eru talin meðal þess, sem frábærast er í bók- menntum heimsins. Elztur hinna miklu sorgarleikja skáldsins er Ilamlet. Verður hans að nokkru getið síðar. Othello er annar sorgarleikur þessa tímabils. Othello er herforingi á ítalíu, hraustur og hugprúður. Hin ákafa ást hans á konu sinni, Desde- mónu, er líf hans allt. Liðþjálfinn Jago, flærðin í mannsmynd, fær Othello til að efast um tryggð og sakleysi konu sinnar. Jafnt og þétt hellir hann eitri afbrýðinnar í sál Othellos. Ró og jafnvægi hetjunnar er skyndilega raskað. Þegar Othello

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.