Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 8
136 ALÞÝÐUHELGIN þykist þess fullviss, að Desdemóna sé ’ sér ótrú, verður hann gripinn íeði. Áður hafði traust hans á henni verið ótakmarkað, því verða von- brigðin geysileg. í tryllingi kyrkir hann hana í greip sinni. Leikrit þetía er svo átakanlegt, að lengra verður þar eigi komizt. Sakleysið verður flærðinni að bráð. Umkomu- levsi Othellqs er ennþá meira og hörmulegra sakir þesg, að hið illa, sem hann óttast, er aðeins til í xmyndun hans. King ÍJear er að margra dómi stórfengiegasti sjónleikur Shakes- peares. Þar er rakin baráttu- og harmsaga r.tórbrotinnar konungs- sálar. Lear konungur, sem að m"rgu er mikijmenni, er gamall orðinn. Hjarta öldungsins krefst ástar. Yngsta dóttirin, Cordelía, sem er tryggust íöður sínum og ann hon- um heitast, er ekki eins leikin í játníngum varanna og eldri systur hennar, sem fullar eru sjálfselsku og ágirndar. Því útskúfar konuiigur henni. Brátt sýna eldri dæturnar sig í réttri mynd, vanþakklátar fordæð- ur, sem hæða föður sinn og skap- rauna honum. Iiann reikar upp á heiði í ofviðri, með hirðfífl að fylgd- armanni. Naumast getur harmdýpri sýn en öldunginn gráhærðan, kon- unginn útskúíaða, berhöfðaðan í þrumuveðri * á eyöiheiði. Höfuð- skepnurnar fara hamfcrum; slíkt er og hugarrót hins aldna konungs. Endurfundir ‘ Cordelíu og Lears er sem Iognstund í oísanum; þeim mun sársaukafyllri er myndin, sem á eftir kemur, er haiín ber hana látna í faðmi sér. Lear verour að þola takmarkalausar raunir til að frið- þægja fyrir misgerð sína. í Kacbeíh sýnir, skáldið hvert rnelorðagirnd og valdafíkn * leiðir þann, sem skortir staðfestu og sið- ferðisþrek. Iiöfuðpersónuy leiksins, Macbeth hershöfðingi og Lady Macbeth eru stórfelldár, og skap- gerð þeirra lýst af skarpskyggni og frábærri snilld. Þótt liann verði stói'glæpamaður og hún hvetjí hann til ódæök.verka, eru bæði gædd mik- illeik. Slikar mannlýsiqgar skapa snilljngar einir. Frá þessu tímabili eru cinnig tveir stórbrotnir sorgarleikir úr fornsögu Rómverja, AiUoiiy and Cleapatra og Coriolanus. Sverja þeir sig.mjög í ætt ‘ þeirra . snilldarverka, scm áður hafa verið nefnd., Á síðasta tímabili ritstarfa sinna (1609—11) samdi Shakespeare þrjú ævintýraleikrit: Cymbeline, A Win- ter's Tale og The Tenipest. Þá er eins og slotað sé ofviðrL því, sem geisað hafði í harmleikjunum. Leik- rit þessi gerast öllu fremur í lQnd- um drauma og ímyndunar en á jörðu hér. Yfir þeim hvílir birta og heiðríkja. The Tempest (Stormur- inn) er ágætast þessara þriggja leik- rita. Það er einnig að því leyti nftrkilegt, að það mun vera síðasta leikritið, seip Shakespeare samdi. Þar er þó hvergi að finna nein merki aííurfarar eða dofnandi skáldanda. Hugarflugið er sízt minna 'en áðui’, persónulýsingarnar jafn frábæi;ar, skyggnin á mannlcgt líf hin sama og fyri'. * Þótt Shakespeare , hefði aldrei annað samið en sonnettur sínar,' væri hann þó ■ talinn meðal höfuð- skálda. Sonnetturnar komu fyrst út árið 1609. Þær skiptast í tvo hluta: Nr. 1—126 (ungi maðurinn) og nr. 127—152 (dökkhærða konan). Loks eru tvær sonnéttur, sem ekki heyra til þessum flokkuní. í ljóðum þess- nm, sem mörg hyer eru gædd frá- bærri, lýriskri fegurð, gætir viða þunglyndis og trega. Þótt Shakes- peare sé dulur og' torskilinn víða í þessum mikla Ijóðaflokki, er af mörgum talið, að þar birtist í leift- urmyndum raunveruleg atvik, er honum hafa boriö að höndum og kunna að hafa valdið eigi litlu urn að syrti í hug hans, einmitt á þeim árum, er hann tók að semja soi'gar- leiki sína. Skáldið löfsyngur ungan vin og tiginn, er hann hefur eign- azt. En vináttan fer út um þúfur, að því er virðist vegna svarthærðu konunnar, er þeir báðir unna, fag- urrar og lokkandi, en andlausrai', óverðugrar ástar þeirra. Fegurstu sonnetíur Shakespearés eru taldar með því ágætasta og fullkomnasta, sem til er af ljóðrænum skáldskap- í sumum leikritunum, einkunx hin- um eldri, eru einnig fagrar sonn- cttur og smákvæði. (Niðui'l. í næsta blaði ) Skólapiltur nokkur, sem ekki vai inikill stærðfræðingur var í prófí °=> kom upp í jöfnum. — Á að vcra plús eða mínus fyrir útkomunni? syr kcnnarinn. Mfnus,5 svax-ar pilturinn, hikandi mjög. — Hvers vcgna má það ekki vera plús scgir kennarinn. — Það gæti valdið misskiiningu svaraöi pillurinn. Ritsíjóri: Steíán Pjetursson.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.