Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 4
148 ALÞÝÐUHELGIN gerð Þorláks var biblíuprentun hans. Stóð hún yíir í 7 ár, 1638—- 1644. Sparaði biskup ekkert til verks þessa. Biblíuna þýddi Þorlákur að verulegu leyti sjálfur eftir hinni dönsku prentun Resens Sjálands- biskups. Gœtir þess og um orðfæri, að þýtt er úr dönsku. En útlit Þor- láksbiblíu er hið fegursta, pappír sér- lega góðúr og prentun vönduð. Þvkir bókasöfnurum hún mesta gersemi. I sambandi við útgáfustarf Þor- láks verður að g'eta hér lítillega um mál, sem varð honum eigi til sóma, þótt afstaða hans kunni að vera skilj- anlcg og mannleg. Stórmannleg er hún ekki. Það er barátta hans gegn því, að embættisbróðir hans, Brynj- ólfur biskup Sveinsson, fengi komið upp prentsmiðju í Skálholti. Beitti Þorlákur öllum ráðum til að koma í veg fyrir þetta, og tókst það. Brynj- ólfur biskup varð að hætta við fyr- irætlun sína. Hólaprentsmiðja var því enn um skeið eina prentsmiðja íandsins. Er eigi að efa, að þetta hefur verið mjög óheppilegt, því vafalaust má ætla, að prentsmiðja í Skálholti undir yfirstjórn Brynjólfs biskups hefði látið frá sér fara rit, sem íslenzkri menningu og bók- menntum var fengur að. ÞORLÁKUR OG ÍSLENZK FRÆÐI. Einna skemmtilegastur þáttur í fari Þorláks er áhugi hans á íslenzk- um sögufróðleik. Má líklegt telja, að sá áhugi hafi vaknað eða a. m. k. glæðst til muna sakir persónulegra kynna Þorláks við Óla Worm. Lét Þorlákur sér mjög annt um forn sögurit og studdi að því eftir föng- urn, að gömlum fróðleik væri bjarg- að frá glötun. Eitthvert merkasta sagnfræðirit 17. aldar, Skarðsárann- áll, er beinlínis saminn að beiðni Þorláks biskups. Fékk hann Björn á Skarðsá til að hefjast handa uní ritun annálsins. Má raunar svo að orði kveða, að Björn hafi verið sagnaritari Þorláks biskups. Sat Björn oft á Hólum að rita hitt og þetta fyrir biskup, og þá laun fyrir. Gætir mjög í þessum aðgerðum Þor- láks áhrifa frá fornmenntastefnunni, enda mun Worm hafa verið iðinn við kolann, meðan hans naut við, að hvetja biskup til að sinna fornum fræðum. En svo mótaður var Þor- lákur biskup af stefnu Guðbrands afa síns í útgáfumálum, að eigi læt- ur hann prenta eitt einasta sögu- eða sagnfræðirit um sína daga. í Hóla- prenti ríkti guðsorðið eitt og óskor- að. Það var fyrst sonur Þorláks, Þórður biskup í Skálholti, sem hófst handa um útgáfu íslenzkra fornrita, eítir að hann hafði flutt prentsmiðju föður síns suður í Skálholt. Er það önnur saga, og harla merkileg, enda má vera, að hún verði síðar sögð hér í ritinu. EÐLISLÝSING ÍSLANDS. Á árunum 1646—’47 skrifaði Ottó Krag, ritari Kristjáns konungs fjórða, biskupunum báðum, Þorláki á Hólum og Brynjólfi í Skálholti, og bað um skýrslu frá þeim, hvað satt væri í frásögnum tilgreindra er- lendra höfunda um ísland. Þeir svör- uðu báðir, og eru ritgerðir beggja enn til, hvortveggja á latínu. Ritgerð Þorláks biskups er merkileg og eink- ar fróðleg. Lagfærir hann þar og leiðréttir mörg mishermi útlendinga um landið, bæði náttúru þess og sögu. Ritgerð þessi verður eigi rakin hér. Hefur Þorvaldur Thoroddsen greint frá aðalefni hennar í Land- fræðisögu sinni (II. bindi, bls. 112— 114) og vísast til þess. Er svo að sjá af þeim útdrætti, sem ritgerðin sé samin af töluvert víðtækri þekk- ingu, hófsemi og helypidómaleysi. ENN FRÁ ÞORLÁKI. Jón prófastur Halldórsson hefur lýst Þorláki biskupi allýtarlega, og fer lýsing hans hér á eftir: „Herra Þorlákur var mikill láns- maður, vel lærður gáfumaður, vand- aði mjög alla sína embættisgerð, var í stórri gúnst hjá höfuðsmönnum hér á landi og einna mest ríxadmiral Hendrik Bjelke, vel látinn af prest- um sínum sem öllum öðrum, því hann hélt alla ævi sína sama lítil- læti, ljúflyndi, guðhræðslu, hýr- lyndi, örlæti, siðprýði, guðsþakkar- girni og var því flestum harmdauði. ... Herra Þorlákur og M. Brynjólfur uppreistu aftur gömul antiqvitet, sem nærri því voru hér undir lok liðin og létu skrifa upp sögur og gamlar fræðibækur, hvar sem þær fengust, og höfðu mikinn kostnað fyrir að fá skrifara þar til. Og að þeirra dæmum tóku margir í þeirra tíð þá iðju sér fyrir hendur, og af þeim kolum hefur brunnið fram til vorra tíma.“ Þorlákur biskup andaðist 4. janú- ar 1656, eftir stutta banalegu. Kona hans, frú Kristín, lifði lengi síðan, hún lézt um áttrætt árið 1694. Börn þeirra voru þessi: Gísli, biskup á Hólum. Þórður, biskup í Skálholti. Skúli, prófastur á Grenjaðarstað. Guðbrandur. Jón, sýslumaður í Múlaþingi. Elín, átti Þorstein Þorleifsson; þeirra barn var Þrúður, kona Björns biskups Þorleifssonar. Til er gömul mynd af Þorláki biskupi, prentuð skömmu eftir lát hans. Er hún nú varðveitt í Þjóð- minjasafni. Útsaumuð mynd af hon- um er einnig til í Þjóðminjasafni, al- mennt eignuð Halldóru Guðbrands- dóttur, en allgóðar heimildir eru þó fyrir því, að hún sé yngri, saumuð af Elínu Halldórsdóttur konrektors Hjálmarssonar. Virðist hún hafa haft hina prentuðu mynd til fyrir- myndar. Saumaða myndin er vel gerð og hin skemmtilegasta. Eftir- mynd hennar fylgir þessu greinar- korni. S m œlki. VÍSA GUÐMUNDAR SKÓLASKÁLDS. Ólafur Sigurðsson í Húsagarði spurði Guðmund Guðmundsson skáld hvar hann ætti að leita hans, ef hann kæmi til Reykjavíkur. Guðmundur svaraði þegar í stað: Óðinsgötu 8 B uppi’ á háalofti reisi ég mér voldugt vé og velti leir úr hvofti. * * * GRÖNDAL KVEÐUR. Eggert Benediktsson verzlunar- maður, síðar bóndi í Laugardælum í Flóa, flutti eitt sinn Benedikt Grön- dal til lands úr strandferðaskipi. Þeir tóku tal saman, en ekki er vitað, hvað þeir ræddust við, unz Benedikt kast- ar fram vísu þessari: Eggert stýrir árajó, andans fjöri gæddur, hann ætlar að sé I Egyptó endurlausnarinn fæddur.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.