Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 9

Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 9
ALÞYÐUHELGIN 153 EINHVER frægasta skáldsága sjómannaskáldsins núkla, Josephs Coiuad, „The Nigger of Tlie Narcissus,“ — Verður cin af útgáfubókum ,,Sjómannaútgáfuiinar“ á jicssu ári. — Böðvar frá Ilnífsdal lieíur aimazt þýðinguna, °g er hún ágætlega af Iicndi lcyst. Sagan hefur á íslenzkunni lilotið nafnið „Blániaður um borð.“ I sögu þcssari scgir frá skipsliöfiiinni á brezka seglskipinu „Narcissus“, og cr svertinginn Janics Wait, „Jimmý“, aðalpersóna sögunnar. Ilann lcggst veikur, nokkru cftir að liafin er langferð sú, scm frá greinir í sögunni. Suinir telja, að l'ann gcri sér upp veikindi til að losna við vinnuna um borð, aðrir ala grun um það, að svertinginn sé dauð- Vona. Sjálfur trúir hann stöðugt, að sér niuni batna. Er af mikilli skarpskyggni og snilld lýst viðhorfi skips- hafnarinnar til þcssa önuglynda, sjúka blökkumanns, sem nær smám saman furðulegu valdi á félögum sínum. Onnur cinkcnnilcgasta skapgcrðarlýsing sögunnar er lýsingin á hásetanuni Donkin, misyndismaniii og öfug- ugga, scm svíkst undan flestum störfum og lætur þau Icnda á öðrum, rífst og skammast út af öllu og heldur bruniuræður um það, að útgerð og yfirmenn brjóti á skipverjum öll réttindi. — Hér fer á cftir dálítill kafli úr fimmta þætti bókarinnar, þar scm segir frá síðústu viðskiptum þessara tveggja manna, svcrtingjans og Donkins. Joscph Conrad: n Blámaður um borð.u • •. Á heiðríkum kvöldum, í köldu ^ánaskini, leit skipið út eins og Vagga friðarins, líkt og landjörðin Viiidir fannahjúpi vetrarins. Geislum stafaði á dökkan hafflötinn. Hið Sllfraða skin lá yfir skipinu eins og héla. Seglin stóðu eins og keilu- ^yndaðir skaflar úr drifhvítum s«jó. Umvafið þessu annarlega geislaflóði virtist skipið táknmynd hreinleikans, fagurt sem óskir jttanna um fegurð, óverulegt, fjar- *®gt og milt, eins og di’aumur um heilagan frið. Ekkert var þá raunverulegt um hoi’ð, nema hinir dökku skuggar, s°m voru á sífelldu, liljóðlátu flökkti Urn þiljurnar, svartari en nóttin og eirðarlausari en hugur manns. Meðal skugganna ráfaði Donkin, einn og heiftþrunginn. Hann liugsaði um, að það tæki minmý of langan tíma að deyja. ^etta kvöld hafði sézt til lands úr reiðanum. Skipstjórinn hafði stillt sJ°naukann og sagt gremjulega við nerra Baker, að sjaldan væri ein ávan stök. Nú, þegar við loksins nefðuni þumlungað okkur áfram til . oreyja, væri enn ekkert útlit fyr- lr byr. Himininn var heiður og loft- Þyngdarmælirinn stóð hátt. Meðan dagsbirtan entist, söfn- oust menn saman á háþiljum, uppi ^1Ir hásetaklefunum, og störðu í austurátt. Hti við sjónarrönd reis eyjan , l°res *) úr hafi. Óreglulegar og . r°úiar útlínur hennar minntu helzt a skuggaiegar nistir, sem gnæfa yf- lr auðnir víðáttumikillar sléttu. Þetta var fyrsta landið, sem þeir sáu, í nær því fjóra mánuði. Nokkrir gráhærðir sægarpar stóðu saman í hóp. Þeir horfðu út yfir haf- ið um stund, þungbúnir og athugul- ir’ Allt í cinu sagði einn þeirra: „Nú fer að styttast til London“. „Fari bölvað, ef ég fæ mér ekki ærlega steik, með öllu, sem slíkri máltíð tilheyrir, fyrsta kvöldið, sem ég verð í landi“, sagði annar „Já, og hálfpott af bjór“, bætti hann við. „Þú meinar hálftunnu“, kallaði einhver. „Reykt svínslæri og egg, þrisvar á dag. Það er nú maturinn minn, þegar ég er í landi“, hrópaði æst rödd. Það kom lireyfing á hópinn. Sam- sinnandi muldur heyrðist, augun ljómuðu, kjálkarnir jöpluðu á ímynduðum kræsingum, Sumir hlógu snöggt og stutt. Archie brosti í kampinn. Singleton kom upp, leit kæruleys- islega til lands, fór svo niður aftur, án þess að mæla orð. Hann hafði séð eyjuna Flores svo oft, að það rask- aði ekki ró hans. Nóttin færðist yfir úr austri. Hún þurrkaði hin purpuralitu merki fjalllendisins af heiðum himninum. „Stafalogn“, mælti einhver hóg- látlega. Kliður fjörugra samræðna lækkaði allt í einu og dó svo út. Hóparnir riðluðust. Menn fóru að tínast burtu. Þeir klifruðu niður stigann, hver á fætur öðrum, fóru hægt og voru alvarlegir á svip. Þeir minntust þess, að höfuðskepnurnar höfðu allt þeirra ráð í hendi sér. Þegar máninn hækkaði á lofti, leit hann þögult skip, sem virtist fljóta sofandi í faðmi hafsins. . . Donkin var argur út í þessa frið- sælu nótt, argur út í skipið og arg- ur út í liafið, sem teygði sig öróf rasta á allan veg. Honum fannst mótlæti sitt hvergi metið að verð- leikum. Hann hafði verið kúgaður líkamlega, en hið særða stolt hans var ekki yfirunnið. Þá var farið að sjást til lands. Brátt var ferðin á enda. Iivað tók þá við? Lítil útborgun — engin föt — meira strit! — Öllu var öfugt snúið. — Land! Landið, sem kreisti líftóruna úr veikum sjómönnum. Þessi blámaður þarna. Hann átti peninga — föt — og náðuga daga —• og vildi ekki deyja. Landið kreisti úr mönnum líftóruna, sögðu þeir. Það væri gaman að sjá, hvort það reyndist rétt. Ef til vill var hann skilinn við. Það væri svei mér heppni. í kistunni hans- voru pen- ingar. Hann gekk hvatlega út úr skugg- anum og út í tunglsljósið. Andlit hans, sem venjulega var sjúklega gult yfirlitum, sýndist nú blágrátt. Hann opnaði dyrnar að klefanum. Honum hnykkti við. Sannarlega hlaut Jimmý að vera dauður. Hann hreyfði sig ekki, frem- ur en mynd, sem meitluð er í stein á líkkistuloki. Donkin glápti og græðgin skein úr augum hans. Þá deplaði Jimmý augunum, án þess þó að hreyfa sig. *) Vestasta eyjan í Azoreyjum.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.