Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 11

Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 11
A LÞÝÐUHELGIN breifa sig áfram til réttra hugmynda Um ólíka og margbrotna hluti. Fyr- u' honum verða þeir samt ávallt jafn óséðir, óskiljanlegir og því öf- undsverðir. En hann langaði til að sýna það, að hann væri þó mikill ^ður, þrátt fyrir allt. Hann lang- aði til að brjóta og mölva hverja meginstoð, jafna sakirnar við allt og aha, rífa burt huluna, sem skyggði fyrir sjón, hundelta fómardýr og láta engum undankomu auðið. Þann- er ranghverfan á þránni eftir sannleikanum. Hann hló háðslega og sagði: .,Tíu daga! Fjandinn fjarri mér! þú verður seimilega dauður um þetta leyti á morgun. Tíu daga!“ Hann þagnaði og beið dálitla stnnd. , ..Heyrirðu til mín? Svei mér, ef G2 held ekki, að þú sért alveg að deyja“. Wait hefur hlotið að safna kröft- llm, því að hann sagði hátt og skýrt: >>Þú ert auðvirðilegt sníkjudýr og °i'kilygari! Allir þekkja þig að iilu einu!“ Gagnstætt öllum skynsam- egum líkum reis hann upp í koj- unni. Honkin brá illa við í bili, en hann uáði sér brátt aftur. „Ha? Hvað? Hver er lygari?“, ufeytti hann út úr sér. „Það ert þú sjalfur — skipshöfnin, eins og hún leggur sig — og skipstjórinn með allir hér um borð — nema ég. ' • • Þér ferst, bölvaður, að þykjast mikill maður“. Honkin var svo mildð niðri fyrir, að hann mátti varla mæla. „Já, þér ferst", endurtók hann skjálfraddaður. „Þú mátt fá aðra“, Sagðir þú, og getur ekki étið þær sjálfur. . . Nú er bezt að ég hafi lla&r báðar. Já, það veit hamingjan. Hvað varðar mig um þig?“ Hann beygði sig inn í neðri koj- Una, rótaði þar til og kom upp með j*ðra rykfallna kexköku. Hann héit euni fyrir framan Jimmý og beit sv° í hana, þrjózkulegur á svip. „Jæja, hefurðu nokkuð við þetta að athuga?“, spurði hann rudda- iega. „Þú sagðir að ég mætti fá aðra. H^ers vegna mátti ég ekki alveg eitls fá þær báðar? Nei, ég er ekki ?Unað en flækingshundur í þínum augum, og ein kaka er nóg ofan í ®kingshund. En ég tek þær báðar. Geturðu stöðvað mig? Ha? Reyndu! Láttu sjá! Já, reyndu bara!“ Jimmý spennti greipar um fót- leggina og lét andlitið hvíla á hnjánum. Skyrtan var sem límd við skrokkinn. Það mátti telja í honum rifin. Hann tók stutt og snögg andköf og þá fór skjálfti um þetta grind- horaða bak. „Þú gerir það ekki. Nei, þú getur það ekki. Hvað sagði ég ekki?“, hélt Donkin úfram reiðilega. Honum gramdist, að Jimmý skyldi vera svona máttlaus og langt leiddur. „Það er úti um þig!“, ha-ópaði hann. „Hver ert þú, að maður þurfi að stjana við þig og ljúga þig fullan, eins og einhvem bölvaðan þjóð- höfðingja? Þú ert ekkert! Þú ert hreint ekkert!“, hreytti hann út úr sér, með svo miklum krafti og sann- færingu, að hann skalf frá hvirfli til ilja. Jafnvel eftir að hann þagn- aði, hélt hann áfram að skjálfa, eins og þaninn strengur, sem titrar, þótt búið sé að sleppa af honum tak- inu. James Wait fékk aftur óráð. Hann lyfti höfði og sneri sér að Donkin. Donkin sá fyrir sér torkennilegt andlit, furðulegan svip, fullan af reiði og örvæntingu. Varlrnar bærð- ust í ákafa. Stynjandi hvísl barst um klefann, kveinandi og ógnþrungið, eins og vaxandi vindniður í fjarska. Wait hristi höfuðið og ranghvolfdi augunum. Hann neitaði, bölvaði og ógnaði, en ekki eitt orð hafði mátt til að myndast og komast út fyrir varir hans. En varir hans mæltu fram bölbænir og hrópuðu á hefnd. Donkin var vel á verði. „Þú getur ekki hrópað. Hefur misst málið. Sjáum til. Hvað sagði ég ekki?“, sagði hann, eftir gaum- gæfilega athugun. Jimmý heyrði ekkert, en hélt áfram að babla sem áður. Hann kinkaði kolli í ákafa og glotti, svo að skein í stórar, hvítar tennurnar. Donkin varð hugfanginn af þess- arri þögulu mælsku og máttlausu reiði. Hann kom nær og teygði fram álkuna, vantrúaður og forvitinn. Allt í einu fannst honum hann sjá skugga af manni. Skugginn reis upp í kojunni og horfði beint í augu hans. „Ha? Hvað?“, sagði hann. Hann virtist hafa skilið fáein orð í þessu babli. „Ætlar áð segja Belfast það? Er það meiningin? Ertu þá smábarn?11 Donkin skcdf, því að tilhugsunin gerði hann L ði reiðan og hræddan. „Hlauptu til mömmu, og hlauptu til pabba! Þú ert hræddur! En af hverju ertu svona hræddur?“ Á- stríðufull tilfinning um eigin karl- mennsku yfirvann síðasta snefilinn af varúð hans. „Segðu þá frá, bölvaður! Segðu bara frá, ef þú getur!“, hrópaði hann. „Þessir skíthælar, sem skríða fyr- ir þér, hafa troðið á mér eins og hundi. Þeir hafa beitt mér fyrir sig, bara til þess að geta látið skömmina bitna á mér. Ég er eini maðúrinn iiér um borð. Þeir börðu mig og spörkuðu í mig og þá hlóst þú, þitt svarta svín. En þú skalt fá að borga það! Þeir gefa þér bæði mat og drykk af skammtinum sínum. Þetta skaltu verða að borga — og borga mér! Hver bauð mér vatnssopa að dreklca? Þeir vöfðu lörfunum sínum um þig, nóttina frægu, en hvað fékk ég? Kjaftshögg! Fari þeir bölvaðir . . . Já, ég skal . . . Þú skalt fá að borga þetta allt saman — og það í beinhörðum peningum . . . Ég ætla að taka þá sjálfur, rétt strax, undir eins og þú ert dauður, þinn gagns- lausi svikahrappur! Svona er ég! Það er manndómur í mér. En hvað ert þú? Blóðónýtur ræfill og bráð- um steindauður!" Allan tímann, meðan hann talaði, hafði hann kreist lcexkökuna í hendi sér. Nú kastaði hann henni af afli í höfuðið á Jimmý. Hann hæfði þó ekki. Kakan smaug rétt fyrir of- an höfuðið á honum og rakst í þilið á bak við, svo að glumdi í. En það var eins og James Wait hefði verið særður til ólífs, því að hann féll aft- ur á bak á koddann. Varir hans bærðust ekki, en augun voru hvikul. Þau störðu beint upp fyrir sig — beint upp í loftið. Donkin furðaði á þessu. Hann settist! allt í einu á kistuná og horfði niður fyrir sig, eins og honum væri þungt í skapi og væri orðinn þreyttur á öllu saman. Eftir nokkra stund fór liann að tauta fyrir munni sér: „Drepstu, ræfillinn þinn! Drepstu! . . . Einhver kemur líklega . . . Ég

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.