Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 16

Alþýðuhelgin - 04.06.1949, Blaðsíða 16
160 ALÞYÐUHELGIN "SÍÉÉ 'MMMÉm Frá konungskomunni 1907. Konungur og fylgdarlið hans heldur upp að latínuskólanum — (nú menntaskóla)' Fremstir fara Friðrik VIII. og Hannes Hafstein, ráðherra. bjAgtre**--y'íSí41y'i4,'\.-■■ LJÁRINN. Þórir hét maður og var Pálsson. Hann var smiður allgóður, bæði á tré og járn. Þórir var lireykinn mjög af sjálfum sér og öllu sínu. Hann átti heima við Djúp, lengst í Vatnsfii-ði. Son átti hann, er Baldvin hét. Þá er Baldvin var í æsku, er mælt að Þórir hafi sagt við hann: „Ef einhver spyr þig að heiti, drengur minn, þá skaltu segja: Hér er Baldvin sonur Þóris, hins mikla skipasmiðs, sem frægastur er á öllum Vestfjörðum.“ Baldvin gerðist einnig hinn bezti smiður, og var karl mjög upp með sér af smíðum hans, enda mátti það. Hins vegar var hann gjarn á að lasta flest, sem aðrir smíðuðu en þeir feðg- ar. Einhverju sinni kom hann að Látrum til Ásgeirs búnda, er þar bjó, og sá þar ljá einn nýsmíðaðan. Leizt honum hann ófimlega gerður, tekur hann í hönd sér og segir: „Hver hefur nú' smíðað þetta andskotans neiði- teikn?“ „Baldvin sonur þinn,“ svar- ar Heigi bóndi Einarsson, sem þar var nærstaddur. Vissi hann raunar vel, að Baldvin hafði ekki smíðað Ijáinn, en mælti þetta af glettni, sem honum var títt. „A! á!“ segir karl, „Baldvin sonur, þar kló sá, er kunni,“ og hælir nú ljánum á livert reipi. :J: :J: TORFI PIÍTURSSON. Torfi hét maður og var Pétursson. Hann bjó á Botni í Mjóafirði og víð- ar í Vatnsfjarðarsveit. Torfi var sérvitur mjög og mikill á lofti. Börn átti hann nokkur og hét eitt þeirra Guðrún. Hún giftist ekki, en átti barn með Ásgeiri bónda á Látrum, er kvensamur þótti í betra lagi og börn átti með hinum og þessum stúlkum. Mælt var, að Torfi hefði mjög gyllt þessa dóttur sína sern eigulegt konuefni og haft þessi °r^ þar um: „Guðrún dóttir, það er nu stúlka, sem kann að koma ull í fa* og mjólk í mat, og ekki þótti Ás- geiri bónda minnkun að því a° leggjast með henni.“ * * BARDENFLETII. Þegar C. E. Bardenfleth var skip' aður amtmaður í Suðuramtinu °£ kom hingað til lands í fyrsta sinn. öllum ókunnugur, kvað síra Guð- mundur Torfason: Ef hann gerir engum rétt og öllum sýnir lirekki, bölvaður veri Bardenflett, og bænin skeikar ekki. Ef hann gerir öllum rétt og engum sýnir lirekki, blessaður veri Bardenflett, og bænin hjálpar ekki. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.