Alþýðuhelgin - 18.06.1949, Blaðsíða 13

Alþýðuhelgin - 18.06.1949, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUHELGIN 173 Spurningar heilbrigðinnar. Eftirfarandi pistill er tekinn úr handriti einu á Landsbókasafni, þar sem safnað hefur verið saman ýms- um gömlum „alþýðuvisindum'1. 1. KAP. 1. Hvað segir heilög skrift um heilbrigði? Svar: Svo segir Jesús Sýrach: Betri er fátækur, sem heill og hraustur er, heldur en ríkur með líkamans hruman. 2. Er þá skaparanum að kenna, að allir eru ekki heilir og hraustir? Svar: Nei! Fjöldi missir heilsuna fyrir margs konar vanvizku eða fyrir óhappa tilfelli.. Allskvns meiðsli, byltur, sár, ólyfjan, stökk og erfiði yfir megn fram, óhollustu dampur og margt fleira, sem bágt er að varast. 3. Hvernig geta foreldrarnir vald- ið heilsuleysi barna sinna? Svar: Þegar þeir sjálfir eru veik- ir. 4. Hvernig skal barnfóstran vera? Svar: Hún á líka að vera heilsu- góð og hraust, einnig ræktarsöm, ár- Vökul og aðgætin, ekki hneigð til nöldurs, bráðlyndis, karlmanna né brennivíns. 5. Hvernig þekkjast heilsugæði á manni sjálfum? Svar: Þegar hann er líflegur, sterkur, vel vaxinn, þriflegur og fastholda, gildur um herðar og get- ur dregið langan og djúpan anda og faer ekki hósta af því og verður ekki strax veikur, þó hann mæti mis- jöfnu, og ekki strax þreyttur, þó hann taki nærri sér. 6. Hverjir af þessum, sem svo eru, Ujóta lengst heilbrigðinnar? Svar: Þeir, sem venja líkamann við hreint loft og forðast óreglulegan hfnað. 7. Er þá ódrykkja, nægjusemi, kurteisi, iðjusemi og aðrar dyggðir góðar til að geyma heilsuna? Svar: Já, því dyggðugri sem uiannneskjan er, því færra dregur hana til að veikja krafta sína, hissa upp blóðið og skerpa gallið og trufla eðli líkamns, og þess fríari verður hún fyrir sinnis órósemi og sam- vizku nagan. 8. Getur geðslagið líka spillt og bætt heilsu? Svar: Já! Satt er það. 2. KAP: 1. Hvernig skal að ungbörnum búa? Svar: Þau eiga alltíð að vera í hreinu lofti; halda skal þeim hrein- um og þurrum og þvo þau daglega; fyrst í stað verður að vera með þau í hægum varma, því þar við hafa þau vanizt í móðurlífi, en fljót um- breyting er hættuleg fyrir alla. Ekki er gott að hreyfa þau nema laust. Gott er að lauga þau í köldu vatni; það styrkir og endurnærir; það er bezt með hreinum njarðarvetti, sem difið sé í kalt vatn og strokið um kroppinn barnsins. Þetta má ekki, ef það er veikt eða sveitt; það á að þvo svo fljótt sem verður og þurrka strax á eftir. Ekki er gott að rugga barnið. Létt kúamjólk og einkum nýbærumjólk er bezt óflóuð eða spenvolg handa börnum. Þó er hverju hollust sín móðurmjólk. Ekki er dúsa holl fyrir þau. 2. Hvað er nú fleira? Svar: Að þau rnæti heldur hörðu í uppvexti sínum en of miklu kjassi, að þau séu smámsaman vanin á að vera án ýmissa þæginda, og ekki sé eftir þeim mælt þó eitthvað að þeim gangi, og halda þeim til iðju- semi að því leyti sem kraftar þeirra leyfa, svo þau hafi ætíð nytsamlegt fyrir stafni. 3. KAP: Um loftið. 1. Hvernig á það loft að vera, sem menn skulu draga andann í? Svar: P.úmt, þurrt og daunlaust og þægilegt; það er oss næsta heil- næmt, það endurnærir blóðið og styrkir þá krafta líkamans undir eins og krafta sálarinnar. 2. Hvar af skemmist loftið? Svar: Af slæmum útdömpum, ellegar .er ekki endurnýjað með jafnaði. Það á að viðra húsið iðu- lega, með því móti að láta dyr og glugga standa opið þess á milli, og bezt er að láta setja reykháf í svefn- húsin og halda húsunum hreinum, því mikils er um vert að draga and- ann í heilnæmu lofti, þegar menn sofa. Lokrekkjur, þröng rúm og þétt sparlök, eða að breiða yfir höfuð, allt þetta er næsta óheilnæmt. 4. KAP: Um hreinlæti. Hreinlæti og rækt stvrkir heilsu manns og skynsemi, eykur hans náttúru gæði, glaðsinni og iðjusemi; gott er að geta haldið börnunum frá ungdómi til þrifa með líkama sinn, ekki einungis að þvo sér um hendur og andlit, heldur einu sinni á viku eða oftar að baða sig eður þvo sig allan í lcöldu vatni; það er oft hollt; það gjörir kroppinn lireinan, heilsugóðan, sterkan og léttan, varnar flugkveisu, lúaverkjum, yktsýki og fjölda sjúkdóma, en það er að gætandi, þegar farið er í bað, að veður sé blítt, maður ekki sveitt- ur eða í geðshræringum, ekki ný- búinn að matast, væti fyrst höíuðið og stingi sér svo í kaf, fari svo upp úr og þurrki vel. Sjávarböð eru góð með að- og útfalli, þar sem nokkur straumur gengur; gott er að þvo sér þrisvar á dag. Á hverjum morgni skal greiða hár sitt. Hófuð- þvottur er góður fyrir erfiðisl'ólk, sem mikið svitnar, og svo er gott að kemba sér upp úr votu. Fóla- þvottur er góður, styrkir höfuðið og fætur og heldur þeim vörmum, en vatnið á að vera kalt, þó ekki beg- ar fætur eru sveittir; gott er að fara oft í hreina sokka og standa ei lengi kyrr né sitja í votu, maka fætur í nýrri feiti við eld upp fyrir ökla eftir örðugar og langar göngur.Menn eiga líka hreinum að lialda sínum nær- klæðum og öðrum fatnaði og rúm- fötum, íveruhúsum og yfir höfuð öllu utan og innan bæjar; líka ríður á, að gott og hreint sé vatnsbólið. ífs jý STAKA eftir Sigurð sýslumann Pétursson. Enginn grætur og enginn hlær og engum stofnast vandi, þegar Siggi sínum rær sálar kugg úr landi.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.