Alþýðuhelgin - 02.07.1949, Blaðsíða 1

Alþýðuhelgin - 02.07.1949, Blaðsíða 1
 16 síður endingarnir á Washingioneyju Áriff 1944 kom út í Bnndaríkjunum myndarleg bók um Wisconsinfylki, har sem greint var nokkuð frá landnámi fylkisins, jafnframt því, sem brugffiff var upp niyndum af lífi og störfum Wisconsinbúa nú á tímum. Bók þessi hét -OLD WORLD WISCONSIN" og var eftir Fred L. Holines. Einn kafli þessarar bókar hét „Iceiand Fishermen go Seafaring“ og fjallaði um íslendinga þá, er búsettir eru á Washingtoneyju í Michiganvatni og lifa affaliega á fiskiveiffum 1 Vatninu. Þar eff frásögn þessi er allskemmtileg, þótt eigi sé hún í öllum at- b^um nákvæm, aff því er landnámssöguna varffar, birtist hún hér í lauslegri hýðingu, ásamt myndum þeim, sem fylgdu. Á öffrum staff i blaffinu er rakin nokkru gjör og réttar landnámssaga ís- 'endinga á Washingtoneyju, og er þar fylgt alltraustum heimildum. Tveir þrekvaxnir menn voru aff rekja net ofan af kefli og leggja þau ' körfur inni í dimmum skúr, sem angaði af sagga og fisklykt. Þegar körfurnar voru fullar, voru þær bornar út í bát, svo að þær væru til- búnar fyrir veiðiförina næsta morg- bn. Öðru hvoru gægðust mennirnir um rifu á veggnum og virtu fyrir Ser öldur Michiganvatnsins. Þegar ég kom í dyragættina. voru beir að ræða um aflabrögðin frá því Utn morguninn, eins og sjómanna er s'ður. Þeir tóku ekki eftir mér fyrst 1 stað. »Það fóru yfir fjörutíu kassar með síðdegisferjunni,“ sagði eldri maður- 1Un, um leið og hann tók pípuna út Ur sér með annarri hendinni en með inni hélt hann áfram að hagræða neti í körfunni, þannig að allar tré- 'ðgurnar lágu öðrum megin. > Ekki sem verst!“ svaraði hinn Vngri seinlega. Hann var sterklegur 0g með vöðvamikla handleggi, en n®rri barnslegan svip. Pilturinn var gaett dæmi um íbúa Washingtoneyj- ar> sem kalla heimkynni sitt „perlu JV*ichiganvatnsins“. b^ú urðu mennirnir mín varir og sr*eru sér að mér, eins og þeir vildu sÞyrja um ástæðuna til komu minnar. „Ég var staddur í Gill's Rock, þeg- ar ferjan kom,“ sagði ég, því að ég vildi ekki skipta um umræðuefni. „Með henni voru fisksendingar til Boston, Cleveland, Chicago og margra annarra borga. Eruð þið van- ir að selja á þessum mörkuðum?" „Við höfum ekki getað fullnægt eftirspurninni undanfarið.“ svaraði formaðurinn. „En nú lítur út fyrir að fiskurinn sé að koma.“ Samtal okkar féll niður, þegar maður kom inn með enn eitt neta- kefli. en netin höfðu verið úti til þerris. Meðan verið var að koma keflinu fyrir í grindinni, þar sem rakið var ofan af því, gekk ég út fyrir til þess að litast um. Úti stóðu sex önnur netakefli til þerris í sól- skininu og röð af duflum með rauð- um flöggum var við eina skúrhliðina. Andartak virti ég fyrir mér hrörlega og sundurleita kofana í lægðinni, sem nefnd er „Oiíubærinn“. „Hve langt er á miðin héðan frá Washingtoneyju?“ spurði ég menn- ina, þegar ég kom aftur inn í skúrinn. , Tuttugu mílur út á Michigan- vatnið, að minnsta kosti,“ svaraði formaðurinn. Maður verður að fara snemma ofan, ef maður ætlar að vera kominn að fyrir klukkan fimm.“ Fiskimennirnir voru farnir út, þegar ég lagði leið mína um „Olíu- bæinn“ árla næsta morguns — ég heyrði aðsins daufa mótorskelli í bátum þeirra, sem voru að fjarlægj- ast. Ég vék mér að fylgdarmanni mín- um, Ben Johnson, sem hafði komið til Washingtoneyjar frá íslandi árið 1887. „Guðmundur Guðmundar hóf fyrst- ur manna útgerð hér á eynni,“ sagði hann. „Jone sonur hans stundar enn veiðar héðan. Annar sonur hans á bát í félagi við Haldor Johnson. Faðir þeirra reri héðan á hverjum degi í fjóra áratugi. Hann dó árið 1935.“ Smám saman kynntist ég sög- unni af landnámi íslendinga þarna á Washingtoneyju — hvernig afkom- endur hinna fornu víkinga, sem tek- ið höfðu sér bólfestu á íslandi fyrir ellefu öldum. námu líka land í þessu afskekkta byggðarlagi. Áður en Guð- mundur Guðmundar dó, sagði hann vinum sínum ævisögu sína og hún var skrifuð upp eftir honum. Hjá einum þessara vina lians fékk ég eft- irfarandi frásögn: „íslendingur einn og danski ræðis- maðurinn í Milwaukee höfðu gifzt systrum. íslendingurinn fór í kynnis- ferð vestur um haf til þess að hitta tengdafólk sitt. Hann skrifaði bréf heim til íslands og komst í því svo að orði: „Allt gullið í Kaliforníu jafnazt ekki á við auðæfin í Michiganvatni!11 Hann átti við fiskinn. „Ég var ungur maður og átti heima á suðurströnd íslands, en bernsku- heimili mitt hafði staðið í námunda við Heklu. Ég var sjómaður og átti minn eigin bát. Ég heyrði bréfið frá

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.