Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 1

Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 1
22. tbl. Laugardagur 23. júlí 1949. !• árg. 16 síður okrað í Grundárkoti Frásögn af ævikjörum kofbónda í úlkjálkasveif á fyrri hlufa 19. aídar. Faðir minn hét Jón og var Jóns- son. Hans kona cn móðir mín hét Magnhildur Höskuldsdóttir. Þessi hjón bjuggu í Ólafsfirði á bæ þeim, er Ilólkot heitir. Þessi Jón hafði verið tvígiftur, og var Maghildur hans síðari kona. Þau áttu saman 6 börn, 4 syni, er svo hétu: Sigmund- ur, Höskuldur, Guðmundur og Magnús, og tvær dætur, Engilráð og Ragnheiði. Var þeirra son Höskuld- ur fæddur árið 1792 þann 16. sept- ember, og er ég sá hinn sami. Faðir uainn, sem var fátækur maður, flosn- aði loksins upp frá búskap í Hólkoti, °g voru þá börn hans tekin af sveit- armönnum, og alin upp á hrepps- styrk, utan ég einn, sem fór áður burt úr föðurhúsum, 12 ára gamall, að svonefndri Ósbrekku, fyrir smala- dreng, hvar ég var 2 ár. Þaðan fór eg að Kvíabekk til prestsins síra Ól- afs Þorleifssonar, einnig fyrir smala °g var þar 1 ár. Þaðan fór ég út á Siglunes (við Siglufjörð) að Skarð- dalskoti, og var ég þá fyrst í dvöl verulega, tekinn af þarverandi bónda Magnúsi; þar var ég 2 ár. Þaðan fór ég að Siglunesi til bónd- ans Þorleifs Þorleifssonar (bróður síra Ólafs á Kvíabekk), og mátti svo uð kveða, að þá færi fyrst að greiðast ur bágindum mínum, svo ég gat nú fengið nokkurt kaup. Þar var ég 2 ar. Þaðan fór ég norður að svonefndu Hofsárkoti til hálfbróður míns Jóns Jónssonar. Jón var af þeim fyrri börnum föður míns, er hann eignað- ist með sinni fyrri konu. Hjá fyrr- nefndum Jóni var ég 1 ár. Þaðan fór ég aftur í Siglufjörð að Hóli, og var bar 1 ár, þaðan að Vatnsenda í Héð- Effir Hjálmar Jénsson í Bélu. 'j Ilér birtist fyrri hluti æviágrips^ • íslenzks alþýðumanns á 19. öld, C ^ Ilöskulds Jónssonar. I»átt þennan^ C skráði Hjálmar Jónsson skáld í S C Bólu, og lauk því verki 26. febrú-S C ar 1847. S $ Viðburðirnir í æviágripi þessu ^ ^ ;ru ekki stórfelldir, en þó niun • ^ ýmsuni svo fara, að þeir glcymi ^ ^ því síður en mörgu öðru, sem ^ C meira lætur yfir sér. Frásögnin er^ C blátt áfram og laus við allt tilfinn-C C ingavol, en í því felst einmitt C c meginstyrkur hcnnar. Óvíða kem-C C ur betur fram, hversu geysimild-S S ir voru þéir erfiðleikar, sem efna- S S lausir alþýðumcnn áttu við að S S stríða, eigi sízt í hinum miklu ^ S harðindasveitum á útkjálkum- ^ landsins. Æviágripið Iýsir og^ • hinni undraverðu seiglu rnargra ^ ^ þessara fátæklinga, hvernig þeir C C klóruðu í bakkann og reyndu að C C bjargast af eigin rammlcik livað C C sem á dundi. Frásaga þessi er íC C öllum einfaldleik sínum og lát-S C Ieysi ógleymanleg lýsing á ævi-S S kjörum íslenzks kotbónda á fyrraS S hclmingi 19. aldar. Slíkir tímar^ S eru liðnir og aðrir þeim óþekkir- ^ koma vonandi aldrei aftur. En • • hollt er núlifandi kynslóð að^ • kunna nokkur skil á lífsstríði for-; S feðra sinna og formæðra. Því megum við vera þakklát skóldinu^ í Bólu fyrir að hafa fært í letur C ágrip af sögu bóndans í Grundar-C C koti. S insfirði til Guðmundar Sveinssonar, og átti ég þá hið fyrsta gagn mitt sjálfur að hálfu leyti. Það sumar reri ég við sjó fram að haustnóttum hjá Jóni svonefndum Austmanni, og fékk þar við hákarl og fiskirí fyrir- taks góðan afla. Svo bar við einn morgun, þá ég var við svonefnt róðraúthald með Jóni Austmanni og við vorum sökk- lilaðnir orðnir af fiski, að formaður minn dró flyðru mikla, hverja vér unnum og innbyrtum; sáum vér þá, að vér vorum við það að sökkva. Á sömu mínútu var í flýti afhöfðaður fiskur nokkur, og kom ég því til leiðar, að haldið var í land, enda gerði upp á ofsaveður, þá búið var að setja, svo mörg skip úr sömu veiði- stöðu náðu ekki sinni lendingu. Fór ég nú um veturnætur heim að Vatns enda, því nú gerði illviðri, svo nú gaf ei lengi að róa; þó reri ég þar eft- ir haustvertíð og fékk góðan afla, en þá var mér sýnt í tvo heima, því einn dag, sem vér rerum, tók bátur- inn að.gliðna sundur undir oss; voru þá teknir strengir og báturinn bund- inn saman, og með háska mildum komumst vér í land; síðan tekinn annar bátur það eftir var róðrartím- ans. Settist ég nú heima og hætti róðrum um tíma. Vinnukona var hjá Guðmundi Sveinssyni á Vatnsenda, sem Guðný Árnadóttir hét, hér um 26 ára göm- ul. Kom mér það til hugar, að vekja við hana bónorð, sem gekk vonum skár; stúlkan gaf jáyrði sitt um ráða- haginn með samþykki móður sinnar, er þá var lifandi. Vorum við þá sam- an um veturinn, en sem þetta fór að I

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.