Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 3

Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUHELGIN 195 - -----------^ - C iflj Gamli tíminn. — Fallegt áraskip undir íullum seglum. — Myndin er írá Vestmannaeyjum. heim og ekki crindi feginn, því þá var fennt kotið og fannst ekki, þá til var komið. Hafði þá kona mín verið inni lukt 18 dægur undir þessari óttalegu ábreiðu með 2 börn og ann- að ekki af fólki. Kúnni og kindun- um hafði hún getað gefið, því undir- gangur var til kindahússins og í læk- inn, en kýrin var í baðstofu. í þess- um nauðum hafði lcona mín til bragðs tekið að brúka loft, er við áttum í skemmu, fyrir stoðir og setti undir bæjarhúsin, þar sligast vildi, með því að saga og kljúfa fjalirnar, og mokaði hún 18 álna langan gang út og fram úr bæjardyrunum til að leita eldiviðarhlaða, er þar átti að vera, því allan þennan tíma gat hún ckki eld upp tekið, og ckki þorði hún að sofna, nema láta eldra barnið vaka á meðan, en 15 tröppur voru upp úr bæjardyrunum. Þennan áð- urnefnda nýársdag kom maður frá Möðruvöllum, næsta bæ, að lcila kotsins og fann ekki, gekk ofan að Vík .og safnaði mönnum, svo þeir urðu 12 saman, og þá þeir komu til, var kona mín búin að moka sig upp úr kotinu. Sýndist þá mönnum óráð, að við skyldum þar um veturinn vera, og bauð bróðir hennar okkur til sín og það þáðum við. Var síðan kúnni ekið í húð af þessum 12 hjálp- armönnum að Ámá til Ásmundar bróður konu minnar, en kindunum kom ég síðan þangað. Þar liéldum við til í hálfan mánuð; þá gerði síð- an híáku og hleypti öllu í gadd, svo við fluttum okkur heim aftur í Grundarkot. Þá ég var hcim kominn tók ég mér ferð á hcndur einn góðan veðurdag inn að Brúnastöðum í Fljótum til að finna þar kunningja minn, bóndann Jón, og biðja hann í harðindum þessum að taka af mér kapalinn minn til bjargar. Kjaga ég nú að heiman með hana í taumi upp svo- kallað Uxaskarð og þaðan hrapaði ég með hrossið, en hélt þó öllu ó- skemmdu. Sncri ég þá frá þessari giæfraferð og út á Iiólsskarð til Siglufjarðar, tók nú mitt gamla korn, er ég fyrr yfirgaf um veturinn og fyrr segir. Batt ég nú bagga upp á hrossið og' er þar um nóttina. Dag- inn eftir cr hríð á komin. Samt sem áður lagði ég upp til heimferðar um morguninn og afeggjaði mjög þó bóndinn Jón á Hóli þáverandi, en ég hélt áfram, þar til ég um síðir varð undan að halda og oían að Leyningi, og beiddist þar húsa, og' það gat ég fengiö fyrir sjálfan mig, en ekki kapalinn. Þótti mér þá fyrir og hélt þaðan í fússi og þenkti nú að liggja úti, ef ekki vildi betur til, en þegar ég hélt fram með gilinu og mér var að detta í hug, að bezt væri varlega

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.