Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 6

Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 6
108 ALÞÝÐUHELGIN Ástin mín, ástin mín, ó, hjartað ijaitt, vinur minn eini, örlögin banna okkur framar að sjást. í kæfandi myrkri hinnar suðrænu nætur vöktu þessar dapúrlegu radd- ir upp minningar frá norðri, um fannbreiðurnar, öskur stormhríð- anna og fjarlægan þyt úlfanna. ... Svo hafði rangeygða konan veikzt af hitasótt og verið flutt til borgar- innar á ségldúksbörum. Hún skalf og kveinaði svo engu var líkara en hún héldi enn áfram söngnum um kirkjugarðinn og fljótsbakkann. Allt í einu hvarf guli klúturinn undir runnana. Ég lauk við að snæða, byrgði hun- angið í katlinum með trjálaufi, tók saman pjönkur mínar og hélt af stað í hægðum mínum í slóð bændanna, sem komnir voru fram úr mér, og pjakkaði stafprikinu mínu í harðan vegslóðann. Og nú geng ég einnig eftir gráum, þvengmjóum veginum. Á hægri hönd mína byltist dimmblátt hafið; það er eins og þúsundir ósýnilegra trésmiða renni það heflum — hvítir spænirnir velta skrjáfandi upp á ströndina fyrir hafgolunni, sem er rök, hlý og ilmandi líkt og andar- dráttur hraustrar stúlku. Tyrkneslc snekkja, sem þreyir höfn, svífur á- leiðis til Sukhum með gúluð segl, og það minnir mig á liáttsettan verk- fræðing í Sukhum, sem átti það til að blása út feitar kinnarnar og öskra: — Þegiðu! Það má.vera að þú sérf. slóttugur, . en ' eg skal koma.þér .í tugthúsið áður en lýkur! Hann naut þ'eSs að koma mönnum í klærnar á lögreglunni, og það er gott til þess að vita, að maðkar hafa nagað hold hans að beini fyrir löngu. Ég er léttur í spori — það er eins og ég svífi í loftinu. Þægilegar hugs- anir, sundurleitar minningar hring- sóla áhyggjulaust um heila minn. Þessar hugsanir eru eins og hvít- faldaðar sævaröldur. Þær líða um yfirborðið, en niðri í djúpunum er allt hljótt. Þar synda hinar björtu, hverfulu vonir æskunnar eins og silfurhreistraðir fiskar. Hafið laðar veginn til sín; hann skríður í hlykkjum niður að sand- ræmunni, sem öldurnar knýja í sí- fellu. Skógarrunnana langar einnig til að gægjast framan í öldurnar; þeir slúta fram yfir vegarþvenginn, líkt og til að fagna hinum langsæknu dísum hafsins. Það tekur að hvessa af fjöllunum — senn fer að rigna. ... Lágar stunur berast úr runn- unum — kveinstafir mannlegrar jijáningar, sem ævinlega hræra hjartað til meðaumkunar. Ég ruddist gegnum slcógarflétt- inginn og fann bóndakonuna með gula klútinn. Hún sat þarna og studdi bakið upp við kastaníutré. Höfuðið hvíldi á annarri öxlinni, munnurinn var opinn og skældur, augun þrýstust út í hvarmana og augnaráðið var tryllingslegt. Hún hélt höndunum að þembdúm kviðn- um, sem gekk upp og niður við krampakenndan andardrátt hennar. Það korraði í henni og varirnar flett- ust frá gulum, rándýrslegum tönn- unum. — Var þér misþyrmt? spurði ég og laut yfir hana. Naktir og rykugir fætur hennar kipptust til, eins og fætur á deyjandi skordýri, hún hristi höfuðið þunglega og stundi upp: — Farðu ... blygðunarlausi þorp- ari ... farðu ... Ég skildi hvað um var að vera, ég hafði áður verið vitni að slíku. Auð- vitað varð ég skelfdur og hopaði á hæli; og konan gaf frá sér langdregið óp. Úr augum hennar, sem voru þanin til hins ýtrasta, brutust höfug tár og runnu niður rautt og þrútið andlit hennar. Þetta varð til þess, að ég færði mig nær herirti. Ég fleygði pinklin- um- í grasið ásamt katlinum og te- pöttinum, lagði hana á bakið og reyndi að beygja kné hennar. Hún ýtti mér frá sér, lamdi mig í andlit- ið og á brjóstið, veltí sér á magann, öskraði líkt og bjarndýr og skreið bölvandi á fjórum fótum lengra inn í kjarrið. — Ræfillinn þinn ... djöfullinn, öskraði hún. Handleggirnir létu undan þunga hennar, hún féll á andlitið, og aftur vældi hún ofsalega og rétti úr fót- unum. í fálmkenndum flýti sneri ég henni á bakið og kreppti fætur henn- ar. — Liggðu kyrr, sagði ég, þetta tek- ur enga stund. ... Ég hljóp niður í flæðarmálið, bretti upp buxnaskálmarnar, skolaði af höndúnum, gekk til hennar aftur og gerðist yfirsetukona. Konan vatzt til líkt og birkispónn á eldi, hún barði höndunum um- hverfis sig, reytti bliknað grasið og reyndi að troða því upp í sig, hún stráði mo!d á afskræmt, villidýrslegt andlitið og blóðhlaupin augun*. Það örlaði þegar á höfði barnsins. Ég varð að halda fótum hennar, taka við barninu og gæta þess að hún træði ekki grasi inn um skældar æpandi varirnar. Við formæltum hvort öðru, hún milli tanna sér, ég í skeggið; hún af sársauka og ef til vill líka af blygð- un, ég af því ég var kvalinn af með- aumkun með henni. — G-guð! endurtók hún í sífellu með hrj'glukenndri rödd. Froða vall út milli blárra, bitinna varanna, og úr augum hennar, sem virtust snögg- lega hafa upplitazt í sterku sólskin- inu, streymdu tárin viðstöðulaust, þrotlaus tár óbærilegrar þjáningar; líkami hennar vatzt til, það yar eins og hann myndi þá og þegar rifna í tvennt. — F-farðu, djöfullinn þinn ... tautaði hún án afláts. Ilún reyndi enn að hrinda mér burtu með máttlausum, fálmandi höndum, en ég hrópaði aftur og aft- ur: — Hertu á, asninn þinn, hertu á, fljótt ... Ég þjáðist af meðaumkun með henni, það var eins og tár þennar væru í augum mínum,- angist greip hjarta mitt, njig. langaði að -hrópa, og ég hrópaðj: Áfram, flýtitu þér! • Loks hafði ég marinlegt hotd milli handa. Gegrium tárin sá-ég að hann var allur rauður, óg -strax vajr hann óánægður með heiminn. Hann barð- ist um og öskraði, og þó var hann enn fastur við móður sína. Hánn var bláeygur, nefið var skringilega klesst að rauðu, hrukkóttu andlit- inu, varir hans bærðust og hann öskraði: — Ég ... ég ... Hann var svo háll, að ég varð að hafa mig allan við að missa hann ekki. Ég lá á hnjánum og hló við honum — mér þótti vænt um að kynnast honum. Og ég hafði gleymt hvað næst þurfti að gera. — Skerðu á hann ... hvíslaði móðirin vingjarnlega. Augu hennar voru lokuð og friður yfir andliti hennar. Það var grátt, eins og hún

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.