Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN 199 Heiðrekur Guðmundsson: Feðgar á ferð, Ég gekk með þér, vinur, á vöri um vegleysu brattan stig. Svo leikandi léttur á fæti þú léi :ist 'þér í skriðum og 'hoppaðir 'kiringum mig. Ó, æska, ég öfunda þig. En stirður við brattann ég barðist og brjóstið varð þungt o'g mótt. Ég veit að þig gat ekki grunað, 'hve gangan var erfið og ii'versu ég mæddist skjótt og mönnunum förlast fljótt. Ég horfði á brúnina hæstu, sem heiðsólin glampaði á, og vildi ekki láta þig vita, hve vonlau'St mér 'sýndist að 'kiMfia brekkuna þá, sem ofar í urðina lá. En það var þó aílt eins og ekfcert hjá ógnþrungnum sannindum þeim, er fann ég í fyrsta sinni að fjör minnar æsku var glátað. — Mig langaði heim, — úr gli'trandi öræfageim. Ó, sonur minn, sérðu ekki tindinn? Þú, sigrar, ef gengurðu beint. Og það hefði ég brotist i bernsku, þó brött væri skriðan, ef aðeins ég hefði reynt. — Ó, vinur, ég sá það of seint. v*ri dáin, blaar varirnar bærðust varla: ■— Skerðu á hann ... með hníf ... Hnífnum mínum hafði verið stolið 1 vinnufólksskálanum. Ég beit sund- ur naflastrenginn. Barnið öskraði með bassarödd, og móðirin brosti, hyldjúp augun urðu undarlega lif- andi og í þeim logaði blár eldur. Brúnar hendur hennar fálmuðu eft- ir vasanum á pilsinu, og særðar, blóðugar varir hennar hvísluðu svo varla heyrðist: — Ég er svo ... máttlaus ... band ... í vasanum ... til að binda ... naflann. ... Ég náði bandinu og batt fyrir nafl- ann. Bros hcnnar varð enn bjartara, það varð svo hlýtt og fagurt, að ég fékk ofbirtu í augun. — Láttu nú fara vel um þig, sagði ég, meðan ég fer og þvæ honum. — En farðu varlega, hvíslaði hún með erfiðismunum, farðu varlega ... Það þurfti sannarlega ekki að fara varlega með þennan rauðbirkna ná- unga: hann kreppti hnefana og öskr- aði, öskraði eins og hann væri að mana einhvern í slagsmál: Ég ... ég . . . — Þú ... Þú! Hafðu þig hægan, kunningi, annars munu meðbræður þínir hálsbrjóta þig. .. . Hann rak upp hátt og hressilegt öskur þegar fyrsta aldan reið glettn- islega yfir okkur báða. Síðan þvoði ég honum um brjóst og bak, og hann glennti upp augun, barðist um ofsa- lega og æpti heiftarlega, og öldurn- ar riðu yfir oldcur í sífellu. — Öskraðu bara, gamli skröggur! Öskraðu eins og þú getur. ... Þegar ég bar hann aftur til móð- ur sinnar lá hún enn með lokuð augu og læsti tönnunum í varirnar. Fylgj- an var að koma. En milli þjáninga- stunanna og andvarpanna heyrði ég hana hvísla: — Fáðu ... fáðu mér hann. ... — Hann getur beðjð. — Nei ... fáðu mér hann. Og hún hneppti frá sér blússunni með óstyrkum, skjálfandi höndum. Ég aðstoðaði hana við að nekja brjóstið, sem náttúran hafði búið undir að seðja hóp af börnum, og ég lagði þennan litla hávaðasegg að hlýjum líkama hennar. Hann skildi strax hvað við átti og þagnaði. — Heilaga guðsmóðir, hreinust meyja, endurtók konan án afláts, hún skalf og velti úfnu höfðinu fram og aftur á pinklinum mínum. Og allt í einu kveinkaði hún sér lágt og þagnaði. Síðan opnaði hún hin óumræðilega fögru augu sín, hin vígðu augu móðurinnar. Þau horfðu blá upp í bláan himininn, og það glitraði í þeim þakklátt, hamingju- samt bros. Hún lyfti hendinni með Frh. á bls. 205.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.