Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 9

Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUHELGÍN 201 safnanna, ef þeir vildu kynna sér bókmenntir aldarinnar. Þcir biðu eftir Penguinbókunum. í augum slíkra manna eru bækur ekki skrautgripir, sem keyptir eru í metratali til þess að varpa lærdóms- ljóma yfir mahognyhúsgögnin. Efni bókarinnar er þeim aðalatriði, og því skiptir það þá ekki miklu máli, þótt ytri búningurinn sé íburðarlaus. Allir þessir lesendur, auk þúsunda annarra, sem lcita sér að ódýru les- efni á járnbrautarstöðvum og í blaðasölubúðum, urðu viðskiptavin- ir Allans Lane. Ekki er gott að sjá, hvort Allcn var þetta þá þegar ljóst eða hann hélt hugmynd sinni til streitu af eintómri þrákelkni, en hitt cr víst, að hann ákvað, ásamt bræðrum sín- um, Richar.d og John, að hrinda henni i framkvæmd. Ljóst var, að hinni nýju útgáfu var nauðsynlegt að fá áberándi og sérstætt einkenn- ismerki og hljóta nafn, sem vekti athygli almennings. Það var stúlka, er var ritari Allans, sem stakk upp á mörgæsar (Penguin) nafninu. Allan sendi einn af starfsmömfum sínum út í dýragarðinn til þess að teikna þessa sérkennilegu fugla. Þegar hann sá teikningarnar, varð honum ljóst, að stúlkan hafði hitt naglann á höfuðið. „Við byrjuðum með 100 sterlings- pund og lögðum okkar ódauðlegu sálir að veði. Höfuðstóll okkar er enn þann dag í dag aðeins 100 sterl- ingspund,“ segir Richard Lane. Bræðurnir reiknuðu út, að þeir þyrftu að selja 17 500 eintök af hverju riti til þess að tekjur og út- gjöld stæðust á. Þeir byrjuðu með endurprentun 10 bóka, og var hver prentuð í 20 000 eintökum. Fyrsta Penguínbókin var „Ariel“, ævisaga Shelleys, rituð af Andre Maurois. Barátta rithöfundarins við við- fangsefnið er einatt erfið, en það er líka oft miklum vandkvæðum bund- , ið að fá útgefanda til að koma vevk- inu fyrir almenningssjónir. En erf- iðast af öllu er þó að fá lesendur til að kaupa bókina. Það voru þeir erfiðleikar, sem All- an átti við að glíma. Eins og margir aðrir útgefendur höfðu gert á und- an honum, ferðaðist hann um landið þvert og cndilangt og reyndi að selja bóksölum hugmynd sína. En enskir bóksalar eru engu óvarfærnari bók- sölum annara landa, og Allan tókst ekki að selja nema 7000 eintök af hinni væntanlegu útgáfu: Bóksal- arnir voru m. a. smeykir við, að end- urprentun rnyndi hafa áhrif á sölu hinna „venjulegu“ bóka. Loks tókst Allan að komast að samningum við Woolworthsmaga- sínið. Fyrsta pöntun þess var af- greidd föstudag einn í september 1935. Mánudaginn næsta á eftir pantaði Woolworth 18 000 eintök í viðbót. Penguinútgáfunni var borg- ið. — Byrjunarörðugleikarnir í sam- bandi við geymslu og afhendingu Pcnguinbókanna voru miklir. Útgáf- an var fyrst til húsa í kirkju einni í London; þar var bókageymslan og þar fór afgreiðsla pantana fram. í ársbyrjun 1937 komst hið gamla fjölskyldufyrirtæki, The Bodley Head, í greiðsluþrot. Penguinforlag- ið, sem það hafði ncitað að styrkja fyrir 18 mánuðum, var nú orðið mesti lánardrottinn þess. Penguin- útgáfan færði nú út kvíarnar með endurprentun frægra höfunda, svo sem Iluxleys, Conrads, Edgar Wall- aces og margra fleiri. Það var orðið * hægt að þekkja enska ferðalanga á hinum litríku Penguinbókakápum, sem stóðu upp úr vösum þeirra. Skáldsögurnar voru rauðgular, leynilögreglusögur grænar og ævi- sögurnar bláar. En eins og ávallt vill verða, þegar markverð nýjung kemur fram, voru eítirlíkingarnar ekki seinar á sér. Og nöfnin á ^sumum stælingarútgáfun- um voru jafnvel mjög svipuð nafni 6) V/ © Á neðstu myndinni sjást tveir af starfsmönnum íorlagsins athuga nýprentaða bók. — Efst til vinstri: Aðal- bygging Penguinfor- iagsins. — Til hægri: Stúlkur, sem eru að afgreiða bókapantanir. —

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.