Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 10
'202 ' ALÞÝÐUíIELGIN Einkennileg kirkja. — Þessi mynd er af kirkju í Diisseldorf. — Var fyrrum loftvarnabyrgi. Penguinforlagsins. Og auk þess voru sumir lesendur ekki meiri fugla- fræðingar en svo, að þeir slmfuðu útgáfunni bréf með utanáskriftinni: Pciikanforlagið. „Setjum svo, að einhver framtaks- samur útgefandi færi að gefa út „Pelikanbækur“ — það gæti orðið óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Allan við bróður sinn eitt sinn, þegar þeir héldu hinn venjulega „stjórnar- fund“ sinn. Vandinn var leystur á þann hátt, að Penguinforlagið fór sjálft að gefa út „Pelikanbækur“, og hófst með því nýr þáttur í starfsemi iitgáfunnar, því að nú fóru þeir bráeður að gefa út nýjar bækur, en létu sér ekki nægja endurprentanir. Og nýju bækurnar voru í sama íburðarlitla búningnum og hinar og voru jafn ódýrar. Nú er svo komiðt áð einung- is 20% af útgáfunrþ gru endur- prentanir. Nýir flokkar hafa verið teknir upp, þ. á m. einn með lit- prentuðum myndum, sérstakur barnabókaflokkur, flokkur franskra sígildra bókmennta o. fl. Þriðjungur alli-a Penguinbóka er seldur til útlanda, og er mikil eftir- spurn eftir þeirn um allan heim. Jafnvel Rússar haía keypt talsvert af þeim. Haile Selassie Abyssiníukeisari pantaði nýlega 200 eintök af einni Penguinbók handa embættismönn- um sínum. Penguinforlagið heíur stofnað úti- bú í Ameríku og kostaði það harða samkepþni við amerísku „Poekef Eooks“ útgáfuna. Enn fremur hefur forlagið 'komio upp útibúum í Kana- da, Suðúr-Ameriku ög Ástralíu. En aðalbækjstöðvarnar í Londqn eru þó þýoingarrhéstar. Þar eru ávallt fyr- irliggjandi 5 milljónir eintaka af 100 íil 150 mismunandi ritum. Þeir bræður Allan og Richard Lane hafa hvor sína skrifstofu. Skrifstofa þriðja bróðurins, Johns, er auð. Hann féll í stríðinu. Forstjórarnir tveir halda vikulega fund með bókmenntaráðunaut for- lagsins, „Bill“ V/iiliams, til þess að taka afstöðu til hinna mörgu uppá- stungna, sem berast. Nú orðið verð- ur Penguinbók að koma út í 100 þús. eintökum til þess að útgáfan beri sig. En Allan Lane hefur líka nú orðið ráð á að segja annað veifið: „Þetta er góð bók, en það seljast ekki nema 30 þúsund eintök af henni. Við skulum gefa hana út.“ Á stríðsárunum voru Penguinbækurnar al- gengasta lesefni her- mannanna. Það má hafa það til marks um áhrif þeirra, að Göbb- els sendi falsaða Pen- guinbók til hlutlausra landa í áróðursskyni. Enginn veit, livaða Penguinbók hefur selzt mest, en sennilega er það einhver af hinum fyrstu bókum útgáf- unnar, sem er methaf- inn. En margar leyni- lögreglusögur hafa líka selzt í gífurlega stórum upplögum — yfir 400 þus. eintök. Þegar Pen- guihíorlagið gaf út rit Bernhard Shaw í 10 bindum í tilefni af ní- ræðisafmæli höfundar- ins, seldist allt upplag- ið, 1 000 000 eintök, á fáum dögum. Fólk stóð í biðröðum við sölu- staðina í London til þess að verða ekki af hnossinu. Af Odysseifskviðu Hómers seldust líka á nokkrum dög- um 100 þús., eintök. Hinn forngríski skáldjöfur var kominn í röð þeirra höfunda, sem bezt seljast! * Sú Penguinbók, sem telja verður mesta viðfangsefni forlagsins til þessa, er „Hiroshima“ eftir John Hersey — hræðileg og ógleymanleg lýsing þeirra hörmunga, sem dundu á íbúum Hiroshima, þegár atom- sprengjan féll á borgina. Fyrsta út- gáfa þessarar bókar var 350 þús. ein- tök. Þýtt. -----------«---------- STAKA. „Alþýðuhelgin11 hefur verið beðin að flytja eftirfarandi stöku, sem kvað vera gérð að gefnu tilefni: Hannes vill það, höfðinginn, helzt án nokk’rar tafar. að allir sýni ættlið sinn er oss er fylgt til grafar. G. II.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.