Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 1

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 1
Laugardagur 13. agúst 1949. 1. árg. 16 síður 23. tbl. Hjálmar Jónsson frá Bólu: Nú tóku íorlög mín að breyta sér og sýna mér enn gerr, hvað ostöðugur að er heimurinn, og allt hvað í honum er, og hvernig að ^aður, oft vitandi, plægir eitt ak- urland öðrum til uppskeru. Kom nú í farir mínar eftir mæðusamt erfiði, að komast burt frá Grund- urkoti. Hvatti mig ekki minnst til °ánægja konu minnar, sem festi ekkert yndi og aftók þar að vera, siðan hún var innilukt undir snjó- ^arginu forðum, svo ég tók enn nú það ráð, að fá mér eyðikot í Siglu- ^'rði, nefnt Skútu, sem nú kallast Skútustaðir, og þangað búferlum fluttist frá mínu Grundarkoti eft- lr 14 ára hjúskapardvöl, er ég hafði þar verið. Ástand mitt og eignir, þá ég reisti bú í Grundar- k°ti, er hér að framan í sögunni á i vikið, en nú flutti ég þaðan 34 ær, 30 gemlinga, 20 sauði, 1 kvígu og 1 kapal; átti og svo það vorið tölu- verðar fyrningar af heyi og mat °g eldivið. Þar eignaðist ég á Þossum árum 8 börn. Ég byggði á f^gin kostnað, að viðum og veggjum, 011 hús. Af því gamla túnstæði féll fyrsta sumarið hálfur hestur af naut- g®fu heyi, en þá ég burt fór hartnær kýrfóður af töðu. Að því leyti bætti eg einnig engjar kotsins með árlegri ^Ppvinnslu. Þar að auki veitti ég *knum skáhallt ofan af fjalli til ú*jar og á tún og þaðan niður til ár. j tir kotið mátti ég árlega gjalda í andskuld 3 sauði veturgamla og 2 jórðunga smjörs í leigur. Nú flutt- lst ég, sem ég segi, búferlum að ^kútustöðum, hvar ég var nokkuð a 3. ár, byggði þar baðstofu, búr, e'dhúsgöng, bæjardyr og skemmu; HJÁLMAR JÓNSSON FRÁ BÓLU. af túnstæði fékk ég fyrsta árið 1 hest, en seinasta sumarið 24, rækt- aði nú tún og engi það bezta ég kunni. Hér mátti ég árlega greiða í landskuld 3 sauði veturgamla og 10 pund smjörs í leigur. Þaðan mátti ég hrekjast fyrir ýmsa afarkosti og ójöfnuð, en þó mest sakir alræmdrar fólsku og óráðvendni bónda nokkurs, Gísla Þorvaldssonar, sem inn á mig hafði þrengt verið í tvíbýli, fyrir hverjum ég varð að flýja heimilið um veturinn á jólaföstu í sjóbúðir þar á Grund, hvar ég með konu minni og börnum mátti gista það eftir var vetrarins fram á sumar. Öll þau á koti þessu fyrrnefnd bæjarhús mátti ég eftir skilja, og varð ei af eiganda kotsins að hálfu leyti borgað, sem þá var húsvilltur og vegalaus. Samt heimilaði hann mér enn að nýju, að ég mætti ný- býli byggja á téðri lóð utan við svonefnda Ráeyrarskriðu, hver skriða að aftók í febrúar 1830 gersamlega allan Ráeyrarbæ með túninu. Þarna nam ég staðar, og mátti enn sem fyrr byggja á eigin kostnað öll nauðsynleg bæjarhús, og nefndist nú kot þetta síðan Rá- eyrarkot. Þar var ekkert túnstæði og varð ei heldur fengið sökum votlendis. Samt fékk ég þó unnið það litla á, að ég gat að síðustu fengið 6 hesta af töðu fyrir vatns- afveiting og áburð. Líka vantaði á þessum stað hentugt vatnsbói, hvers vegna ég tók læk upp í háfjalli og veitti honum heim að bæ yfir langan og torsótt- an veg, líkt og á Grundarkoti. Á öllum þessum kotum hef ég skorið mótorf til eldiviðar, svo sauðatað gæti lagzt til jarðræktar. í land- skuld eftir þetta kot hef ég mátt gjalda þrjá sauði, fyrir utan öll önnur lögskil, er ég tU allra stétta hef standa mátt af öllum kotunum, allt eins og þeir, sem ekki hafa upptekið og byggt eyðijarðir. Nú var mér loksins sagt upp ábúð á þessu koti næstkomandi fardagaár af eiganda þess, Magnúsi Þorsteins- syni, sem sjálfur ætlaði að setjast á Skútustaði og sjálfur ætlaði að nota sér allt land beggja kotanna, svo ég varð nú með öllu jarðnæðis- og vega- laus fyrir konu og 4 börn, því á Skútustöðum eignuðumst við 2 börn, pilt og stúlku; sonurinn hét Sveinn

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.