Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Síða 2

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Síða 2
210 ALÞÝÐUIIELGIN og varð 6 ára gamall, þegar deyði, en dóttirin heitir Herdís, sem enn nú lifir, en í Ráeyrarkoti áttum við einn son er Þorvaldur hét og deyði 3 nátta. Margt kom fyrir mig erfitt í þessu koti af hverju eg framlegg hér eitt sýnishorn, sem skeði þ^.nnig: Um veturinn 1837, sunnudaginn næstan eftir þrettánda gekk ég frá heimili mínu á annan bæ, sem heitir Leyningur, að sækja hrút, sem mér var léður. Var ég illa útbúinn, í lé- legum leppagörmum og hattræfil á höfði og hélt á bandi í hendi. Svona búinn gekk ég heiman í góðu veðri, hélt ég rétta leið suður fyrir neðan Hól. Þar brast á mig stórhríð, svo ég vissi engar áttir og ætlaði að kafna. Villtist ég þá fram í afrétt, og þar var ég alla nóttina. Þar kom ég eitt sinn, meðan dagur var, á tóftir og af þcim tóftum villtist ég upp á fjalls- brún, sem kallaðar eru Hólsskálir, og þekkti ég mig ekki fyrr en þá. Ætlaði ég að halda undan brekkunni; greip mig þá snjóflóð og flutti mig með, en þá flóðið settist að, fór ég að brjót- ast um og komst um síðir úr því, en allt var þá ofan um mig slitið. Kom þá mér að liði band það, er ég hafði í hendinni, og batt ég upp. með því buxur mínar, en þó hríðaði mjög upp um kroppinn, og átti bágt að verjast kuldanum. Gekk ég þá um gólf alla nóttina, því ekki birti hríð- ina, fyrr en nokkru fyrir dag. Fór ég þá að reyna að róla úr stað. Var ég þá svo máttlaus orðinn, að ég' datt á allar síður. í þeim svifum kom ég á svellbunka, og féll ég þar skaða- byltu, svo ég lá lengi í óviti, en þá ég x-aknaði við, gat ég ekki staðið á fæt- ur, skreið ég þá langan tírna, skjögr- aði þó um síðir á fætur og fór að dragast ofurlítið áfram, þar til að íærðist í mig ylur. Dimmdi nú veðr- ið að nýju, svo tæplega var ratandi. Hélt ég svo áfram, þar til ég sá ein- hverja þústu, sem ég ætlaði mundi bær vera. Kom ég þangað og skoð- aði þctta umhverfis og fann á engar dyr. í því bili sá ég til sjávar og var það allskammt. Þenkti ég, að ekki skyldi ég fast að sjónum halda, cf ég kynni að álpast fram á bryggju og detta þar ofan í. Sneri því aftur og skoðaði þústuna sörnu, sló í hana og hrökk úr köggull, og beit í hann, og fann þá, að þetta var mótorfhlaði nálægt Hóli, og þar þekkti ég mig, en treystist þó ekki að komast til v, Hér birtist síðari lilutinn afS \þætti Bólu-IIjáhnars um HöskuldS SJónsson. Iljáhnar ritaði allmarga^ Ssagnaþætti, og eru sumir þeirra- S mcrkilegir. Nú er væntanleg- S heildarútgáfa á ritum Bólu-^ S Hjálmars í bundnu máli og lausu,^ ^kemur á bókamarkað í haust.s • Finnur Sigmundsson landsbókn- s ^vörður sér um útgáfuna, en út-S ^gefandi cr IsafoldarprcntsmiðiaS ^h.f. Ititsafnið verður fimm bindi.S Stvö bindi Ijóð, tvö rímur og eittS S sagnaþættir, fcrðasögur og bréf.S S Síðar mun von á sérstakri bók umS SHjálmar, ævi hans og skáidskap.- bæjar, heldur fór ég innan í annan hlaða, sem presturinn átti; fann ég það bráðum, að ég mundi þar devja, vildi því enn reyna að bjarga lífinu, skreið af stað á fjórum fótum heim að bænum Hóli og upp á baðstofu- glugga, lagði höndina á gluggann, en gat ekki kallað, en búið var að kveikja Ijós fyrir daginn. Húsfreyja kom út og sér mig, og spurði, hvort ég lifandi væri; hún varð þess vís, og komst ég svo með henni til baðstofu og undruðust allir. Þorfinnur bóndi, brjóstgóður maður og hjálpsamur, gekk að með annan mann að ná af mér leppagörmunum, og þá þeir skoðuðu var skyrtan eitt svell innan upp og niður í gegn, en hattinn klipptu þeir af höfðinu í rniðju hári. Var síðan allur líkaminn makaður sírópi, og hellt ofan í mig brenni- vínsblandað kaffi. Mátti ég með sanni segja, að ég hitti þar beztu for- eldra hendur, því annars hefði ég ekki lífi haldið. Þegar ég liafði sofið urn stund, vaknaði ég við það, að ég var búinn að íá ólíðandi kvöl í allan kroppinn, svo ég þenkti ekki annað, en ég mundi verulega leggjast og deyja; vildi því heldur komast heim; vaf mér svo léð fylgd og föt af þeim góðu hjónum, cn þá ég heirn kom lagðist ég og lá hálfan mánuð, bólgnaði allur út- og innvortis, en batnaði við að drekka af te sem og cinnig áburðarmakstri, sem íaktor Muller hjálpaði mér um. Að öllu þessu afstöðnu fór ég' yfir á Eyri og lofuðu Siglfirðingar mér að róa, og fékk ég góðan afla, og þótti mönnum mikils unx vert, að ég var jafngóður orðinn. Nú vík ég þar að, sem fyrr var frú horfið, að eigandi að Ráeyrarkoti flutti sig ofan á mig. Sem ráð var fyrir gert, ætlaði hann að flytja sig á Skútustaði, en gat ekki náð; fór hann svo bónarveg að mér til að fá mig til að standa upp frá sér, sem ég gerði með stórum skaða mínum. Varð ég þar svo húsmaður í skemmukofa, grasnytjalaus, með konuna og 3 börn. í þessu ráðaleysi keypti ég hákarlaskip og hélt því út á heilagfiski urn sumarið. Afli sá, ég á það fékk, 600 lúður og nokkuð af fiski; þar af hafði ég mitt lífsbjarg- ræði það ár, og margur þurfandi flutti frá mér töluverða björg. Á því ári deyði kona Magnúsar Þorsteins- sonar í Ráeyrarkoti og skömmu þar eftir sálaðist mín kona snemma á einmánuði. Gerði ég eftir hana góða útfararminning og bauð til 60 manns; fói'u allir ánægðir af þeim fundi. Kona mín var á 50. ári, þegar hún deyði, og voru fáar konur henn- ar líkar að dugnaði og dáðríki. Eftir þetta tók ég ráðskonu, Guðlaugu að nafni, með tveimur börnum, eitt ár. Hana eignaðist síðar fyrir konu Árni sonur rninn. Svo barðist ég eft- ir þetta með elsku dóttur mína Guð- finnu, skepnulítill í húsmennsku, en hef oft fengið mikil höpp af sjóar- afla. Um þessar mundir var mitt gamla Grundarkot í eyði, og falaði ég það enn á ný til ábúðar, og var nxér því lofað af eiganda kotsins. En þá bjó í Vík í Héðinsfirði Jón Jón- asson og hafði kotið með, og bægði nxér frá með ofríkisfullri aðferð sinni. Ei að síður flutti ég mig á kot- ið með þessa mína elztu dóttur og hér um 20 kindur, og þar var ég nokkrar vikur, en svo gekk hart að fyrrnefndur Jón, stefndi mér fyr*r forlíkun, en þó sat ég kyrr; hlaut þó um síðir undan að láta og fá mér liúsmennsku á Möðruvöllum upp 3 rnjög erfiðan máta, því stúlkuna varð ég að ljá um sláttinn í 6 vikui', svo ég gat litið hey fengið. í 18. viku sumars gat ég fyrst heyskap byrjað, og fékk ég hjá kunningjum mínum slægnareitur hæst í fjöllum og mer mjög erfiðar. Samt rcif ég saman 24 fúlgúr, og var að þessu frarn að Mik- aelsmcssu. Dundu þá yfir hin mestu illviðri, svo ég gat engum kofa upp komið. Þó fór svo, að velnefndm bóndi Jón Jónasson léði mér tvo kofa, sem hann átti í oftnefndu Grundarkoti, ofan yfir kindur mín-

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.