Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Qupperneq 3

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Qupperneq 3
ALÞÝÐUHELGIN 211 ar, sem ég rak þangað um veturnæt- ur. Setti ég þá á mig 18 ær og 19 lömb. Veðuráttan harðnaði æ meir og meir, allt fór í kaf, holt og hæðir. Setti ég þá spýtur upp úr fúlgum mínum til leiðarvísis, að ég þær aft- ur fyndi, en snjóhús byggði ég heima við Grundarkot og ók þangað heyi mínu, og fennti í það og fór mjög illa. Tók ég því til miðvikudaginn þriðja í jólaföstu og skar öll lömbin, og þenkti betra svo búið, ef ég gæti ánum haldið. Eggjuðu mig margir af því vei'ki, en það kom mér að góðu, því alltaf harðnaði veðuráttan, svo margir skáru skepnur sínar þann vetur, og seinast fann ég ekki 8 íúlgurnar fyrir fönn; samt á endan- um kom ég fram ám mínum í bezta lagi. Það skeði einn dag sem oftar, að ég var að aka heyi úr fulgum mín- um í tveimur pokum, að hljóp upp á ofsaveður á vestan, svo ég missti frá mér báða pokana; fór ég á eftir að elta þá, sá ég lítið til annars, en ekk- ert til hins, elti ég þann og sá langt ofan cftir firði, þar til hann stað- næmdist í einni vök á ánni, þar hyl- ur var djúpur undir; ég gekk við skói'lu og hafði engan botn með henni, labbaði því heim í kofa minn og sótti garðabandið; kannaði nú dýpið og var það mér í öxl; fór ég nú ofan í þennan dauðans hyl, þótt ekki væri fýsilegt, náði nú til pokans og lyfti lionum upp á skörina, en stór- hríðin dreif hann á mig jafnótt aft- ur, svo ég loksins yfirgaf þetta hálf- dauður, skreið svo heim í Grundar- kot og hélt lífi fyrir það ég komst í kindaylinn. Þegar mér var farið að volgna, fór ég að gefa ánum það lítið ég átti þar við af heyi; síðan lagði ég af stað og náði með naumindum Möðruvöllum, og furðaði fólk sig á, hvað ég var venju fremur daufur og alvotur, þar til ég hafði sagt því alla söguna. Bað ég nú að Ijá mér poka á tveimur bæjum og féþk ekki; fók nú þaö ráð í ráðaleysi 'að láta dóttur mína sauma poka úr báðum rekkju- voðum mínum, heldur en að drepa ærnar, og við það bjargaðist ég um tíma, en að mánuði liðnum hér frá balnaði veðuráttan; byrjaði ég þá lcit og fann báða pokana. Þannig harðist ég þcnnan vetur til vordaga. Einn dag sem oftar fór ég að cr- indum mínum ofan að Vík. Datt ég Þá ofan í læk á leiðinni, ienti á steini með knéð, og hjóst í sundur tvennar buxur og hold að beini. Lá ég nú æðilengi í þessum sárum. Eng- in skip fóru til leguferða, fyrr en kom fram á vor, og langaði mig til að leita mér bjargar. Bað ég því ná- granna míria að leggja saman við mig og fara vestur á Nes, en það vildu þeir engan veginn. svo ég haíði engin ráð, nema lagði af stað gang- andi, mjög lasinn í fætinum, og lét ég dóttur mína fylgja mér. Var ég á leiðinni frá eldingu til nóns að róla yfir fjallið til Siglufjarðar. Kom ég í kaupstaðinn og hitti þar góðan mann, Ólaf Þorsteinsson, sem lofaöi mér að róa; fékk ég í þeim róðri 15 kúta lifrar í hlut, og fáum dögum sið- ar fór ég annan róður og fékk 13 kúta hjá sama manni ()!afi. Þessi formaður beiddi mig að ljá sér Guð- finnu dóttur mína fyr.ir vinnukonu; þótti mér illt að neita því svo ég gerði það. Flutti ég mig þá burt úr Héðinsfirði og í Siglufjörð. Fór ég þá í kofa minn gamla í Ráeyrarkoti og baslaði þar einn í húsmennsku þetta ár. Að því ári liðnu tók ég mér ráðs- konu, Kristbjöi'gu Guðmundsdóttur, ofan úr Skagafirði, með tveimur börnum og var mér mjög ámælt þar fyrir af hreppstjóranum, cn ci að síður tók ég hana, og hélt hana eitt ár og eignaðist með henni eitt bam í viðbót, sem Sigríður Rannveig hét. og gerði ég síðan stúlku þessa vel úr garði með börnum sínum. Árið eftir var ég einn, og fékk oft afla Iröpp, svo að á því ári fékk ég 4 lýs- istunnur. Þannig hefur guðleg for- sjón alið önn fyrir lífi mínu, allt til þessa dags, undir ýmsum og oft óá- litlegum kjörum. Lof sé þér guð íyrir liðna tíð. Hér lýkur aðalhluta söguágrips þess. er Bólu-Hjálmar ritaði um ævi Höskulds Jónssonar. Sleppt er bréf- um ýmsum og öðrum viðaukum við ævisöguþáttinn, senr hér er eigi rúm til að birta, þótt margt sé þar fróð- legt um lífsbaráttu Höskulds og við- ureignir hans við jarðeigendur, hreppstjóra og önnur máttarvöld. Það var þó langur vegur frá því, að saga hans væri þar með öll. Enn átti hann eftir að reyna margt og flækj- ast víoa. í viðaukunum getur þess, að vorið 1845 fluttist hann á kot eitt í Gönguskörðum. Það reyndist ó- byggilegt með öllu og hrökklaðist hann þaðan von bráðar, fyrst að Minniakragerði og síðan að Minni- Ökrum í Blönduhlíð. Veturinn 1847 —''48 var hann veturvistarmaður á Silfrastöðum í Skagafirði, en stund- aði sjóróðra á Siglufirði og í Úlfdöl- um vorið og sumarið. Haustið 1848 þrýtur viðaukana við æviágripið með öllu. Var Höskuldur þá rúmlega sextugur, en lifði síðan í 17 ár, að því er rakið verður. Hefur Hannes þjóð- skjalavörður Þorsteinsson tínt sam- an ýmsan fróðleik um síðustu æviár hans og sést þar af, að enn flæktist hann æði víða. Fer frásögn Hannes- ar hér á eftir: Fardagaárið 1848—1849 mun Höskuldur hafa verið á svipuðum flækingi og næstu árin á undan, en vorið 1849 hefur hann flutt sig þriðja sinn að gamla býlinu sínu, Grundarkoti í Héðinsfirði, með 28 ára gamalli bústýru, Sigríði Magn- úsdóttur, ættaðri úr Eyjafirði. Voru þau tvö ein í kotinu fyrsta árið, en næsta vor fór Árni sonur Höskulds til hans sem vinnumaður. En 13. júlí s. á. (1850) átti Höskuldur dóttur, er Guðný hét, með Sigríði bústýru sinni, er áður hafði átt 2 börn í lausaleik. Sama árið fóru og hús- mennskuhjón mcð 3 börn sín að Grundarkoti og voru þar 2 ár, cn vorið 1851 fór Árni frá föður sínum og 1852 fór Sigríður bústýra Hösk- ulds burtu frá honum, en hann tók þá sem vinnuhjú Þorvald Jónsson og Herdísi dóttur sína, konu hans. Guð- finna dóttir Höskulds fer og þá til hans að Grundarkoti, og alls hafði Höskuldur 7 manns í heimili það far- dagaár (1852—’53). Vorið 1853 fóru hjónin Árni Ilöskuldss. og' Guðlaug Pétursdóttir til hans í vinnumennsku, en Þörvaldur og' Iierdís fóru að búa á Möðruvöllum og Guðfinna fór burtu frá Grundarkoti. Næsta vor (1854) fara þau Árni og Guðlaug burtu, en i stað þeirra koma þá þangað sem vinnuhjú Einar Stein- grímsson og Guðfinna dóttir Hösk- ulds, þá nýgift úr Ólafsfirði, en þau fara þaðan næsta vor (1855) og tck- ur Ilöskuldur þá bústýru Ástríði Árnadóttur, roskna konu, systur Guðnýjar heit. konu hans. Næsta vor (1856) fara þau Árni og Guðlaug enn að Grundarkoti, og það ár er síðasta búskaparár Höskulds þar, og hefur hann hætt búskap 1857, en var svo í húsmennsku í Grundarkoti næstu 3 ár, ásamt Ástríði Árnadóttur, er

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.