Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 4
212 ALÞÝÐUHELGIN Leontopolis Lest ferðamanna hafði slegið tjöldum á hæð nokkurri austan við Heliopolis. Þetta var mikill hópur, allt Hebrear. Þeir höfðu komið frá Palestínu, yfir eyðimörkina — sömu eyðimörkina og börn ísraels reikuðu yfir fyrir meira en þúsund árum. . .. Það var hálfrokkið kvöld. í daufri birtu frá skörðum mána mátti greina hundruð varðelda, þar sem konurn- ar sátu með kornbörn í fanginu, pjeðan karlmennirnir voru önnum l^afnir við að bera vatn í tjöldin. Þvílíkur barnasægur hafði aldrei sézt hér fyrri. Um allar tjaldbúð- irnar heyrðust ungbörn gráta há- stöfum, því nú var verið að skipta á þeim og baða þau undir nóttina. Hæðin var eins og geysistór vöggu- Sjpfa. En þegar börnunum hafði ver- ið þvegið og mæðurnar lögðu þau á brjóst sér, hættu þau að gráta, eitt á f.aetur öðru, — loks var allt hljótt í tjaldbúðunum. . Undir fíkjutré sat kona og gaf þarni sínu að sjúga. Hjá henni stóð maður, Ilebrei, og tók til kvöldtugg- una handa asna sínum. Að því loknu gpkk hann upp á háhæðina og skyggndist til norðurs. Aðkomumaður — Rómverji, eftir klpeðunum að dæma — gekk fram- hjá, og virti nákvæmlega fyrir sér konuna og barnið. . . Hebreanum féll þetta ekki vel. I^onum var órótt. Til að dylja það, gaf hann sig á tal við Rómverjann: — Segðu mér, ferðamaður, er þetta sólarborgin, sem við sjáum í vestri? fyrr var nefnd. Eftir fullra 25 ára veru alls í Grundarkoti fluttist Höskuldur loks alfarinn þaðan sem „uppgjafakarl" árið 1860 að Illuga- stöðum í Austur-Fljótum til Jóhanns bónda Bjarnasonar, tegndasonar síns, síðara manns Herdísar dóttur hans, en Guðný dóttir Höskulds fór þá að Lambanesreykjum og síðar (1861) að Illugastöðum. 1862 fluttust þau feðgin þaðan að Steinhóli í Vestur-Fljótum með þeim Jóhanni og Herdísi, og þar andaðist Höskuld- ur 10. febrúar 1865, þá talinn 75 ára gamall, en hefur verið á 73. aldurs- ári. Er hann í prestþjónustubókinni (frá Barði) talinn „Siglufjarðar- hreppsómagi", og samkvæmt því hef- ur hann síðustu árin á sveit verið, — Þú sérð það sjálfur, maður! svaraði Rómverjinn. — Það er þá Beth Semes? — Já, það er Heliopolis, borgin, Saga effir áugusf Sfrindberg. sem Grikkir og Rómverjar hafa sótt til vísdóm sinn. — Sjálfur Platon hefur dvalizt þar. ... — Sjáum við einnig Leontopolis héðan? — Þú sérð tinda musterisins í norðri; þangað eru tvær mílur. — Þetta er þá landið Gósen, sem Abraham forfaðir vor fór til, landið, sem Jakobi var gefið, sagði Hebre- inn og beindi orðunum til konu sinn- ar. Hún kinkaði kolli og þagði. Við Rómverjann sagði hann: — ísrael fór frá Egyptalandi til Kanaanlands, en eftir herleiðing- una til Babylonar, fór nokkur hluti þjóðarinnar hingað og settist hér að. Þú veizt þétta. — Ég veit það, — og nú hefur ís- raelsmönnum hér fjölgað stórlega, svo að þeir hafa reist sitt eigið must- eri. Það er musterið, sem þú sérð þarna í fjarska. Vissirðu það? — Ég hef heyrt það! En þó er þetta rómverskt land? — Já, landið er rómverskt. — Nú er allt orðið rómverskt: Sýrland, Kanaanland, Grikkland. — Germanía, Gallía, Britannía: að minnsta kosti að einhverju leyti, þótt hann væri hjá dóttur sinni. í sálnaregistri Hvanneyrar í Siglufirði 1851 hefur sóknarpresturinn, síra Jón Sveinsson (síðar á Mælifelli) talið Höskuld lítt lesandi, kunnáttu hans „aumlega" og skilning lítinn. Svipað er vottorð prests næsta ár, og 1855 einkennir hann lestur hans, kunnáttu og skilning með „litlu — minna — minnst“. En þótt Höskuld- ur hafi eflaust verið fremur fákænn og fáfróður, sýnir saga hans, að hann hefur staðið ýmsum framar að þreki og dugnaði til að hafa ofan af fyrir sér og sínum, hefur haft búvit til að bjarga sér, þótt bókvitið væri af skornum skammti. -----------»------------ Rómverjar drottna nú yfir allri ver- öldinni, eins og Sibylla frá Cumæ hafði spáð. — En heimurinn á að frelsast fyr- ir ísrael, samkvæmt heiti guðs við forföður vorn, Abraham. — Þá sögu hef ég líka heyrt, en nú hefur oss Rómverjum vei’ið gefið fyrirheitið um að frelsa heiminn. — Kemur þú frá Jerúsalem? — Ég kem yfir eyðimörkina eins og hinir, ásamt konu minni og barni. — Já, barni! Hvers vegna hafið þið allan þennan sæg af ungbörnum meðferðis? Ilebreinn þagði. En þar eð hann taldi sennilegt, að Rómverjinn vissi ástæðuna — auk þess sem hann virtist maður góðlyndur, ákvað hann að segja sannleikann. — Heródes fjórðungshöfðingi frétti þann spádóm eftir austur- lenzkum vitringum, að konungur Gyðinga væri fæddur í Betlehem. Til að afstýra þeirri hættu, lét Heró- des myrða þar öll nýfædd sveinbörn. sem hann fékk til náð. Þannig lét Farao einnig drepa frumburði vora, og þó var Móse bjargað, svo að hann gæti leitt þjóð sína út úr þrældóms- húsinu í Egyptalandi. — Heyrðu mig, um hvaða kóng ertu að tala? — Það er hinn fyrnefndi messías. — Heldur þú, að hann sé fæddur? — Ég veit það ekki! — Ég veit, að hann er fæddur, sagði Rómverjinn, — fæddur er sá, sem stjórna skal gervallri veröld- inni og brjóta mun hverja þjóð und- ir veldissprota sinn. — Hver er sá? — Ágústus keisari. — Er hann af ætt Abrahams eða húsi Davíðs? Nei! Og hefur liann flutt með sér þann frið, sem Jesaja spáði? Nei! Keisarinn er enginn frið- maður, svo mikið er víst. — Vertu sæll, þú sonur ísraels — nú ertu rómverskur þegn! Láttu þér nægja frelsunina frá Róm. Annan frelsara þekkjum við ekki. Rómverjinn fór. Hebreinn gekk til konu sinnar. — María! sagði hann. ... — Jósef, svaraði hún, gakktu hljóðlega. Barnið sefur!

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.