Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Page 5

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Page 5
ALÞÝÐUHELGIN " 213 B einakerlin g avísur. Beinakerlingar liafa lengi verið alkunnar hér á landi. Eru það grjót- vörður, hlaðnar upp við alfaraveg, einkum á fjallvegum, og eru til þess ætlaðar, að þeir, sem um veginn fara, skilji eftir í vörðunni ritaða kveðju í ljóðum eða ljóðað ávarp frá kerlingunni til þeirra, er næstir fara um veginn, að sýna henni blíðskap. Vísum þessum átti að koma í sauð- arlegg eða stórgripslegg, og stinga leggnum síðan í vörðuna, og því hafa vörður þessar verið nefndar bcina- kcrlingar. Gaman þetta var í sjálfu sér eink- ar meinlaust, væri því haldið í hæfi- legum skorðum, en út af því gat stundum brugðið. Hvernig þessi siður er upp kominn hér á landi, er alveg óvíst, svo og hversu gamall liann er. Þó má lík- legt telja, að siðurinn sé nokkuð gamall. Elztu beinakerlingar, sem nú þekkjast, eru frá 17. öld, en alla 18. og 19. öldina var þvílíkt gaman um hönd haft, þótt nú sé slíkur kveð- skapur að mestu eða öllu úr sögunni. Hér verða nú nefndar nokkrar nafnkunnar beinakerlingar, og getið vísna, sem um þær eða í orðastað þeirra hafa verið kvsjðnar. Á Mýrdalssandi munu áður fyrr hafa verið hafðar grjótvörður að leiðarmerkjúm. Virðist einhver þeirra hafa verið beinakerling, eftir vísum nokkrum að dæma, sem þar.g- að eru heimfærðar. Þessi er ein: Kerling ein á kletti sat Kötlusands á stræti, vísað mönnum veginn gat, var þó kyrr í sæti. Þá er þessi vísa alkunn, auðsjáan- lega ort um beinakerlingu einhvers staðar á fjallvegum: Veri þeir allir velkomner, sem við mig spjalla í tryggðum eg get valla unað mér ein á fjallabyggðum. Á 18. öld var beinakerling á Botnsheiði, þegar þeir bjuggu á Leirá Magnús amtmaður Gíslason og Ólafur amtmaður Stefánsson. Síra Jón Þorláksson var um hríð skrifari þeirra amtmanna á Leirá. Frá Leirá lá leiðin til alþingis yiir Botnsheiði, og til þeirrar kerlingar mun mega heimfæra vísu síra Jóns til Magnúsar amtmanns: Ef þér, herra, ætlið að prýða elli mína og mig finna eina í leynum, yðar vísið burtu sveinum. Beinakerling var á Draghálsi í Borgarfirði. Þaðan er þessi vísa: Þótt aldrei fái átt við mig ömurlegri þrjótur, skal ég aumkast yfir þig ef þú verður fljótur. Á Kili var beinakerling. Þaðan er þessi vísa, ekki yngri en frá 18. öld: Hér er Grettis gamla borg, sem gott er við að una, em eg hryggur út af sorg eftir kerlinguna. Nafnfrægastar allra beinakerlinga hafa verið kerlingarnar á Sandi (Stórasandi) og á Kaldadal, einkum sú síðari. Oft er óvíst að greina um beinakerlingavísurnar, frá hvorri þessara kerlinga þær sé. Frá kerl- ingunni á Sandi er þessi beinakerl- ingarvísa Páls djákna Sveinssonar til Steins biskups, nálægt 1725—’26: Margur tók sér maður við góm mín væri gott að njóta, klerka alla og kennidóm kýs ég o. s. frv. Jafnan höfðu kátir menn sérstak- lega gaman af að minnast biskup- anna og annarra höfðingja í sam- bandi við beinakerlingarnar, og g'lettust þeir þar stundum hverir við aðra höfðingjarnir. Annaðhvort frá kcrlfngunni á Sandi eða Kaldadal eru þessar vísur, sem ekki eru yngri en frá 18. öld, og kveðnar til bisk- upsins á Hólum: Herra minn góður Hólum frá, hafið þér nóg að gera í sænginni mér að sofa hjá, svo sem það á að vera. Misst hef ég bæði mcgn og þrótt, mörgum haínað vinum, cg hef vakað í alla nótt eftir biskupinum. Langmest hefur kveðið að beina- kerlingunni á Kaldadal. Er til ó- grynni af vísum frá henni, einkum frá 19. öld. Hér skulu aðeins tilfærð- ar til sýnis fáeinar elztu stökurnar, sem nú eru kunnar, og prenthæfár geta heitið: Sækir að mér sveina val sem þeir væri óðir, kúri eg ein á Kaldadal, — komið þið, piltar góðir! Beinakerlingarvísa Sveins lö^- manns Sölvasonar til Magnúsar amtmanns Gíslasonar, nálægt 1760| Herra Magnús, hýr hjá mér hægt og kyrrt í náðum, ekki er eg verri en Þórunn þér, — þjónaðu okkur báðum. < I 1 Þórunn var kona amtmanns. Þegar samgöngur breyttust milíí fjórðunga og jukust mjög á sjó, tók gengi kerlingarinnar á Kaldadal áo hnigna, er eflast tók þá á Holtavörðuheiði. Hjá kerlingum þessum á mið- landsheiðunum var oft ávinnt Og annríkt og gleðskapurinn í algléym- ingi um þann tíma, er menn riðu til alþingis og frá, vetur og vor hjá vermönnum og síðar vor og haust hjá skólapiltum, vor og haust hjá kaupafólki og á haustin hjá gangná- mönnum. Er því margt af kveðling- um frá kerlingum þessum. Til er lýsing á einni af þessum beinakerlingum frá 18. öld. Er hún eftir Magnús lækni Guðmundssoh, þá er hann var í Skálholtsskóla, 1759—1760. Þar segir: „Á þessum vegi (Kjalvegi) er köll- uð BcinakcrJing, svo nefnd af beina- hrúgu, sem þar er saman borin, og fundizt hafa á veginum. Það erú gleðimanna lög, þegar komið er að þessari kerlingu, að sé nokkur' í þeirra ferð, sem þar hefur ei fyrr um riðið, þá skuli menn fara af baki og þrengja honum upp á hana, ellá hann skuli fría sig með lofvífeu nokkurri til hennar, hver þá er skrifuð upp á eitt af beinunum. Þar kveður og sá hver, sem getur, oftast eina gamanvísu, annaðhvort hver til annars upp á kerlinguna, ellegar undir hennar persónu. Nokkrir láta þar og eftir kátlegar og á bein skrif- aðar vísur upp á þá, sem þeir vitá að innan skamms eftir koma. Þá ér og drukkin skál hennar, áður eri menn stíga á bak aftur, ef brennivíri er við höndina.“ Blanda, I, 3J ' beinakerlirig

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.