Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 6

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 6
214 ALÞÝÐUHELGIN „Flýttu þér að ná í lækni,“ stundi Sing Lum upp við kínverska þjón- inn sinn. — Þjónninn varð óttasleg- inn á svipinn og hraðaði sér út úr herberginu. Sing hafði einmitt ætlað sér að fljúga frá Shanghai til Hong Kong þenna dag, en allt í einu fékk hanu kölduflog, ógleði og ákafa maga- verki. Hann beið nærri klukkustund eft- ir þjóninum, viðþolslaus af kvölum. Það hlaut að vera læknir í þessu stóra Shanghaigistihúsi eða að minnsta kosti í næsta nágrenni. Honum versnaði stöðugt. — Loks kom þjónninn. „Hvar í fjandanum .. .-“ öskraði Sing og hætti andartak að halda um magann á sér. „Lækn- irinn er í fríi,“ sagði þjónninn góð- látlega. „Lyfsalinn mælti með þossu.“ Hann rétti fram glas með pillum, sem voru á stærð við stór högl. Sing ýtti pilluglasinu frá sér. Hann var ekki trúaður á austur- lenzkar skottulækningar. Hamingj- an mátti vita, úr hvaða óþverra pilt- urnar voru búnar tiL „Náðu í lækni á augabragði, ann- ars verður þú látinn bera ábyrgð á dauða mínum,“ stundi hann. Þjónninn fór, en nú var Sing orð- inn svo veikur, að honum var sama hvað hann reyndi. Hann gleypti nokkrar pillur. — >» Þegar hann kom seinna til New York, sagði hann við ameríska kunn- ingja sína: „Það var heimska af mér að vantreysta lækningaaðferðum forfeðra minna. Tuttugu mínútum eftir að ég gleypti pillurnar, fór mér að batna, og klukkutíma seinna gat ég borðað venjulegan mat.“ En það sem Sing furðaði sig mest á var það, að kunningjar hans urðu ekkert hissa og sögðu honum, að hann gæti fengið nákvæmlega sömu pillur í New York. Þúsundir amerískra Kínverja nota þessar pillur við magakvillum. Þær eru búnar til úr algengum jurtum og því ekki nærri eins íburðarmiklar og merkilegar og mörg önnur lyf, sem búin eru til í tveim „yuk cloys“ lyfjabúðum — í miðri New York borg, en þau eru gerð samkvæmt hinni 3000 ára gömlu kínversku lyfjafræði. í byttunum í lyfjabúð Ham Din Chews getur að líta rostungsbeina- grindur, þurrkuð skordýr, veiði- kampa af tígrisdýrum, krabbaaugu, hreindýrahorn, alls konar þang, grös, rætur og ber og bein úr dýrum. Meðan á stríðinu stóð, urðu am- crísku Kínverjarnir að sætta sig við svo lóleg lyf sem aspirin, hóstasaft og sulfalyf. En fyrir skömmu fékk Ham send- ar nokkrar smálestir af „ósviknu hráefni“ frá tengdaföður sínum í Iíong Kong, og það varð mikill fögn- uður í öllum Kínahverfum hinna amerísku borga. „Kínverjum fir.nst amerísku lyfin vera miklu lélegri en okkar lyf,“ segir Ham Din. Á hinn bóginn mega kínverskir „lyfjafræðingar“ ekki selja hvítum mönnum lyf sín. * Ham Din hefur nú 400 lyf í hillum sínum. Lyfin eru ekki auðkennd, en Ham getur bent á það, sem við á, án þess að líta um öxl. Á búðarborð- inu liggja svonefndar „kraftrætur“, sem kosta 40—95 dollara stykkið. Kínverjarnir segja, að ræturnar geri veikburða menn sterka. „Vöðv- arnir stækka. Og í veikindum valda „kraftrætur“ aukinni blóðrás, og gera þannig önnur lyf áhrifameiri en ella.“ Miklu dýrmætari eru þó horn af mjög sjaldgæfum og smávöxnum hreindýrum. Hann hefur þau til sýnis í búðarglugganum. Þau kosta 2500 dollara og Ham Din selur þau í smástykkjum. Hann klýfur hornið í þunnar flísar, og séu þær settar í te, er það talinn mjög styrkjandi drykkur. Hann ráðlegg'ur viðskiptavinum sínum aldrei neitt. „Hver fjölskylda hefur sínar sérstöku aðferðir, sem hafa gengið í erfðir frá kynslóð til kynslóðar,“ segir hann, „ég afgreiði aðeins það, sem beðið er um.“ Hér verða talin nokkur hinna sjaldgæfu efna, og' þeir sjúkdómar, sem þau eru álitin lækna: Bakvcrkur: Þurrkaðir rádýrahalar. Lyfið cr áhrifamest, þegar rádýrið er skolið á fleygiferð niður brekViu. Fótavciki: Klær af Tíbetbirni, bleyttar út í vínanda. Minnisleysi: Heili úr leðurblöku. Blóð’eysi: Hæna, fyllt með kín- verskum jurtum. N ý rnasjúk tl ói n a r: Þ u r rkaðar slöngur og margfætlur, blandað sj'kri, jurtasafa og hunangi. Krampi: Gall úr kyrkislöngu. Augnbólga: Krákunef. Stífkrampi, holdsveiki og blóð- eitrun: Þurrkaðar bambusslöngur. Hugleysi: Seyði af tígrisdýrs- hjarta eða hjarta alræmds stiga- manns. (Ham Dim hefur því miður ekki hið síðarnefnda á boðstólum.) Syfiiis: Möluð nashyrningshúð. Ilósti: Þurrkaðar engisprettur. Bóignjr bálskirtlar: Pressuð skor- dýr, blönduð salti og eplum. Ath.: Borðist hægt. Fyrir stríðið seldi Ham „tígris- dýravín“ — en það var bruggað úr möluðum tígrisdýrabeinum, jurtum og rísvíni. Glasið kostaði hátt á ann- an dollar, en myndi vera margfalt dýrara nú, ef það fengist. Ham viðurkennir, að kínversku lyfin seljist vegna þess, hve þau reynist vel — en hvorki hann né við- skiptavinirnir vita hvers vegna þau lækna sjúkdóma. En amerískir vís- indamenn furða sig á því, hve kín- versku „skottulækmngarnar" bygg- ist á miklum sannindum. Arthur Maas, prófessor við Suður- Kaliforníuháskólann, uppgötvaði t. d., að „Ma Huang“ — þurrkuð þorskahúð —, sem var ráðlögð við bjúg, inniheldur bufogin, bufotalin og bufatokin, sem eru mjög góð lyf við hjartasjúkdómum. Annað efni í „Ma Huang“ hefur svipuð áhrif og adrenalin. Maas prófessor var tortrygginn gagnvart tígrisdýratönnunum sem lyfi gegn máttleysi, þar til hann komst að raun um, að þær innihalda mikið af kalsiumfosfati, sem sumii’ hvítir læknar ráðleggja við þessum lasleika. Honum þótti það hlægileg fjarstæða að gefa krabbaauga við magakvillum, þar til hann uppgötv- aði, að þau innihalda kalsiumklorid,

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.