Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Side 9

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Side 9
ALÞÝÐUHELGIN 217 Rósahöllin í París, þar sem margar alþjóða ráðstefnur hafa verið haldnar, þar á meðal síðasti fundur utanríkismálaráðherra Norðurlandanna. 5. JÓN OG PÁLL VÍDALÍN. Það er sagt, að á alþingi gengi Jón eitt sinn að búð Páls lögmanns Vida- líns, en hattur lögmanns liékk á tjaldsúlunni. Kvað Jón þá: Mcnn hér brúka margir hött ■ málin um sem.þinga; eiga skylt við urðarkött allir Norðlendingar. Páll sprctti skörum er' hann heyrði vísuna kveðna, kvað á móíi og brá Jóni um lát eður hvarf föður hans: Kauðinn sá sem kvœði spjó ketti er líkur blauða. Honum var' nær að sækja í sjó Sigurö þann hinn dauða. En þá bæta aðrir við að Jón kvæði þetta á móti: í ærnum heiftum æstur kvað, illsku sinnar vegna. Faðir minn er í friöarstað, en fjandinn má þér gegna! Kvað Páll þá aftur: Þú aðkastaðir auma lijörð og guðs vesalinga, en afskúm varst þó eitt á jörð allra Vestfirðinga. ■—<- En haft cr •eftir Jóni', aö hann liefði meint í fyrslu til Finnbogá ramma á Noröurlandi, er kallaður hefði verið urðarköltur í æsku, og væri þar fjölmcnnar ættir frá lion- um. Öðru sinni er það sagt, þá tilrætt væri um Sigúrð föður Jóns; segði Vídalín í glettni við Jón, því jafnan væri með þeim eljaraglettur: Sigurður Gíslason kvað margt, sá var skáld í Dölum. . . En Jón grípur fram í og bælir þegar við: sumt var ganian, súmt var þarft, sunit við ei um tölum'/ En Páll sagði síöan að skjólari yröi Jón að bæta viö en sér tækist sjálf- um að slá í botninn, en hann ætlaði svo aö hafa: Sumt.var gaman, sumt óþarft, en sálin lenti í kvölum. Það cr og ein sögn fróðra manna, að Páll vildi reyná bragfimi Jóns enn áf nýju. kvæði hendingu þessa og segði honum að slá i botninn: Hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús tittlingur; og legöi Jón þegar við: galar, krunkar, geltir, hrín, gneggjar, tístir, syngur. i) Þá sagði Páll: „Mikið listaskáld ertu, Jón!“ Jón svaraði og kvað: Skaparann ekki skortir neitt, skoðaðu maður, orðin mín. Ætlaðu‘ hann hafi engum veitt utan Páli Vídalín? 6. FKÁ KERLINGU, LÖGMANNI k OG JÓNI. Það er gömul alþýðusögn. að dótt- ir Þórðar skálds á Strjúgi Magnús- sonar væri í Dölum vcstur og þá all- gömul. Er talið hún væri á vist með syni sínum, er bóndi væri í Dölun- um. Yrði þcim Páli Vídalín og Jóni tilrætt um Þórð skáld og kerlingu þessa, dóttur hans, cr Jón kallaði skáld vera. Kom þeim þá saman um að ríða heim á bæ bónda. Bauð hann þcim þegar í skemmu og veitti brennivín. Báðu þeir hann þá að kalla kerlingu til sín, og lcom kerl- ing allhnigin að sjá. Báðu þeir hana að kveða vísu að gamni sínu, því til þess ætti hún kyn. Hún svarar og kvað: Má vel byrja mærðarsnið, máls eru strcngir hrærðir, þó ckki kveði ég eins og þið, öldungarnir lærðir! Jón bciddi hana þá að kveða sína vísu tun livorn þeirra Páls. Sneri hún sér þá að Jóni og kvað: Situr vitur, hægur; h'ýr, heiðurs menntahraður, Jón Sigurðsson dáðadýr Dalasýslumaður. Síðan sncri hún sér að Páli og kvað vísu. (Sú vísa er ekki fallin til birt- ingar, þar eð hún er nokkuö klám- fengin). — Hlógu þeir dátt að og gáfu lienni gjald nokkurt, og þó Jón meira, því mánna var hann örastur á fé. Þaö er að sjá af stöku kerling- ar. að Jón hefði þá fengið lögsögn í Dölum. 7. JÓN BIÐUR KATRÍNAR. Nú hafði Jóni verið veitt Stranda- sýsla 1712. Var það þá, að Jón bað Katrínar á Staðarfelli, dóttur Bjarnar yngra sýslumanns á Staðarfelli, er r) Vísa þessi er annars talin eftir síra Gunnar Pálsson, og mun það réttara. *

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.