Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 10
218 ALÞÝÐUHELGIN þar andaðist 1695, Jónssonar. ^ Þótti hún með beztu kvenkost- um og auðug. Var því máli vel svarað og fluttist Jón þá sjálfur að Staðarfelli. Keypti hann þá brenriivínstunnu, en svo var hann drykkjugjarn, að hann drakk hana út um sumarmál. Má og vera hann eyddi henni jafn- framt með öðrum hætti, einkuin veitingum við gesti sína, því mjög var hann örlyndur og drengilegur í skapi, og er mælt það færi eftir áliti hans og gjörvileik. Vildi Katrín þá ekki meo hcn- um ganga, er hún sá drykkju- skap hans og eyðslu. Fór hann þá að bæ í Dölum og hafði lög- sögnina. En Katrínar fékk síðar Gísli í Mávahlíð Jónsson; var hún seinni kona hans og stjúp- móðir Magnúsar amtmanns og systkina hans, en Gísli maður hennar drukknaði á góu 1715, er þau höfðu tvo vetur saman ver- ið; áttu eigi börn. Afarvel var Katrín stjúpbörnum sínum; fékk hún jafnan ágætisorð mik- ið. Hún dó 1761. 8. ÞJÓFNAÐARMÁL. Árið 1717 kom upp þjófnaðar- mál mikið, er kallað var Skóga- þjófnaðarmál, og Jón átti um að gera að boði Odds lögmanns. Stefndi Jón þá tvisvar til þings; hét þjófur sá er dæmdur var fyrir þennan stuld Þórhalli Jör- * undarson, en sá, sem stolinn var, Sigurður Marteinsson. En svo var þá sagður mikill drykkjuskapur Jóns, að í hvorttveggja sinn urðu þingglöp og varð eigi gert við mólið. Spurði það nú Oddur lögmaður og reið frá Narfeyri og þingaði í málinu ú Stað- arfelli. En það sagði hann við Jón síðar er þeir fundust, að nær hefði honum verið og þarflegra að gera lög og rétt, en að yrkja Tímarímu. jón svarði og kvað, að því fróðir menn segja frá: \ Höfuðskammir vara við. verð ég um það braga; en lögin ykkar látið þið litla glæpi jaga. Eigi er þess getið, livort Oddur reiddist þá svo mjög eða eigi, en afar mjög reiddist hann honum um Tíma- rímu, og þó Sigríður móðir Odds enn meira. Ingólfur Kristjánsson: Saga konu og manns. í gleðisölum dunar hljóðfall dátí unz dagur rís og sól við fjallabrún, — þá leiðast gegnum strætin, hann og liún, á heimleið eftir næturlangan dans. Þau skrafa margts en lmgsa fremur fátt; ]«au finna hrjóst sín titra, og hjörtun slá í takt — af heitri, stoltri o" sterkri hrá er síjórnar löngum framtíð konu og manns. lítils háttar kallaður, er Egill hét, son Jóns hreppstjóra úr Staðarsveit, hafði gert henni barn. Ei er þess getið, að hún andæpti Jóni. Skildu þau við það og reið hann að Jörfa og þingaði, en áður hann reið af þinginu kvað hann vísu þessa, og segja sumir að hann krítaði har.a á þinghúsþilið: Lifið er í herrans hönd, livað skal hér lil segja, að láni höfum allir önd, eilt sinn skulum deyja. En árum seinna sjá má hcssi tvö við sýsl og hasl og hvcrskyns daglegl strit: konan hætir, bregður nýja fit og bjástrar jafnan fram á rauða nótí. Því hönuim fjölgar — cru orðin sjö, og oft er hóndinn heimi’inu fjær; á miðum dorgar daglangt cr hann rær, þóít dragi unp bliku og útlit gerist Ijótt. Og ennþá lengra í framtíð þeirra finnst fölvi dauðans marka þreyttar brár, þá Iiðið hafa fjölmörg evfið ár frá ungdómstíð er gengið var í dans. — . .. í gleðisölum er þó ennbá minnst og æskan finnur blóðið þjóta um sig og gengur léttfætt lífsins bratta stig í leit að nýrri framtíð — konu og manns. 9. DIUJKKNUN JON.S. Jón lögsagnari vildi nú kvænast. Þá bjó að Vatnshorni í Haukadal Jón bóndi Iíákonarson lögréttumanns Árnasonar. Var laundóttir hans Helga, þá gjafvaxta, 18 vetra, væn áliturh og kölluð hinn bezti kven- kostur í Dölum. Hennar bað Jón og var hún heitin honum. En um vorið fór Jón að manntalsþingum og ætl- aði að þinga á Jörfa í Haukadal. Kom hann að Vatnshorni og hugðist finna um leið heitmey sína Helgu, en hún vildi sem forðast hann. Gekk Jón þá í veg fyrir hana og sýndist henni að nokkru brugðið. Mælti hann fram stöku þessa: Lofaðu mér að líta þig, láttú ekki svona, ef svo er sem yggir mig, að orðin sértu kona! En það hafði orðið, að maður sá, Hann vildi nú sem fyrst komast að Vatnshorni. Riðu margir þing menn með honum yfir ána neð- an við Leikskála, en er ofan í daiinn kom, vildi hann hieypa yfir ána bar sem skemmst var að Vatnshorni. fyrir ofan vaðið, en hláka var á og áin í vexti. Þingmenn báðu hann ei þar ríða. Hann kvaðst fara bein- ustu leið, bað að þeir skyldu ei eftir sér ríða, því enginn þeirra hefðu svo góðan hest sem hann. Var það og satt, að hann reið töðuöldum hesti, allfjörugum, en hann sjálfur nokkuð við öl; reið hann þegar yfir ána. Ætla menn að hesturinn synti skjót- ar yfir ána en hann gætti sín að halda sér áður hann hóf sig á bakkann, svo Jón hrökk aftur úr söðlinum og í ána, — og bar þegar ofan eftir fyrir óðstreym- inu. Þingmenn riðu niður á vaðið og var áin þar í taglhvarf, en ei jafn straumstríð sem ofar. Náðu þing- menn þegar líki Jóns og báru í kirkju á Vatnshorni og er hann þar grafinn (1720). Helga ól síðan sveinbarn, er Jón hét, og kenndi Agli. Bjó hún lengi ógift og ól upp son sinn, auðug mjög og þótti merkiskona mikil og kven- skörungur. Helgu fékk síðar Magnús stúdertt Einarsson; þau bjuggu að Jörfa, áttu ekkert barn og skildu. • Jón Egilsson bjó lengst að Vatns- horni en síðast að Jörfa. Hann var ritari góður,. vitur og mikilhæfar, en þótti við of kvenkær. Er fjöldi manna frá honum komin. Það ætlum vér, að Jón lögsagnari dæi barnlaus, og erfði Kristín móðir hans hann.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.