Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Side 12

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Side 12
220 ALÞÝÐUHELGIN im Kafli úr bréfi frá Guðmundi mormónapresfi fii Halldórs „gjörflara" í Árfúnum SÖGÐ DEILI A GUÐMUNDI. Áður en birtur er bréfkafli sá, sem hér fer á eftir, þykir rétt að segja nokkur deili á höfundinum, Guðmundi Guðmundssyni gullsmið, síðar mormónapresti í Vestmanna- eyjum og loks í Utah. Guðmundur var fæddur í Ártún- um í Oddasókn í Rangárvallasýslu 10. marz 1825, sonur hjónanna þar, Tjúðmundar Benediktssonar og Guðrúnar Vigfúsdóttur. Var Guð- mundur þriðja barn þeirra hjóna og næstsíðasta. Ólst hann upp í Ártún- um, og virðist snemma hafa verið efnispiltur, ef dæma skal eftir þeim athugasemdum, sem um hann er að finna í sálnaregistri Oddasóknar. Ár- ið 1830, þegar Guðmundur er fimm ára, er þess getið, að hann sé farinn að stafa, og 1836 -er hann sagður „efnilegur". Árið 1835 fluttist faðir Guðmund- ar frá Ártúnum að Voðmúlastöðum í Landeyjum, en Guðmundur varð eftir í Ártúnum hjá Magnúsi bónda Árnasyni. Dvaldist hann í Ártúnum allt þar til hann fór af landi burt til náms, var fyrst hjá Magnúsi, en síð- ar hjá Halldóri Þórðarsyni, tengda- syni hans. Halldór þessi var lærður málmsmiður (,,gjörtlari“), og til hans er bréf það ritað, sem hér verður prentað á eftir. Árið 1840 er Guðmundur fermd- ur. Er hann þá sagður „rétt vel að sér, siðsamur, velgáfaður“. Árið 1844 er hann í sálnaregistri nefndur „smiður“, og má vafalítið telja, að hann liefur lært málmsmíði hjá Halldóri húsbónda sínum. Árið 1845 er Guðmundur talinn meðal burt- vikinna: „Guðmundur Guðmunds- son, 20 ára, smiður, frá Ártúnum til Kaupmannahafnar". Þar dvaldist hann síðan um sex ára skeið, lærði gullsmíði og varð fullnuma talinn í þeirri iðn. Á þessum árum komst liann í kynni við mormónatrú, ásamt Þórarni nokkrum Ilafliðasyni, er nam snikkaraiðn þar ytra um sömu mundir. Fluttist Þórarinn heim til íslands árið 1849, og settist að í Vestmannaeyjum. Tók hann þegar að boða þar mormónatrú, og varð brátt ofurlítið ágengt. Árið 1851 kom Guðmundur heim, og fór í fyrstu til Halldórs bónda í Ártúnum. Svo seg- Fráfall ar- eða marzmánuði 1848, en Krist- ján VIII. dó 20. janúar það ár, 62 ára gamall. Banamein hans var blóð- eitrun. SENDIBREF Krisfjáns VII!. ir í kirkjubók Oddaprestakalls: „Inn- komnir í sóknina: Guðmundur Guð- mundsson gullsmiður, mormóni, frá Kaupmannahöfn að Ártúnum.“ Brátt fór Guðmundur til Vest- mannaeyja, vafalaust vegna þess, að hann vissi af jþórarni þar, og hefur viljað styðja hann í trúboðsstarfinu. Ráku þeir félagar nú mormónatrú- boð í Vestmannaeyjum um skeið, en þar kom, að Þórarinn heyktist og kastaði trúnni, en Guðmundur var „þeim mun þverúðarfyllri með sitt áframhald í þessari einþykkni“, eins og síra Jón Austmann kemst að orði í bréfi til biskups. Eins og siður var margra mormóna, prédikaði Guð- mundur um dýrðarlandið Utah, og eggjaði trúbræður sína og trúsystur til að flytjast þangað. Varð það úr, árið 1855, að nokkrir íslendingar lögðu af stað til fyrirheitna landsins; höfðu þeir allir tekið mormónatrú. Guðmundur Guðmundsson var með- al þeirra, sem brott fóru. Mun hann hafa komið við í Kaupmannahöfn og dvalizt þar eitthvað. Kom hann ekki til Utah fyrr en haustið 1856. Svo er sagt, að Guðmundur hafi alla ævi verið ákafur fylgjandi mor- mónatrúar. Settist hann fyrst að í Spanish Fork, en iluttist litlu síðar til bæjar þess, er Lehi nefnist. Stundaði hann þar iðn sína, gull- smíðina, meðan ævin entist. Hann átti danska konu og þrjá sonu, en ekki höfðu þeir neitt samband við íslendinga. Ekki er þeim, sem þetta ritar kunnugt/ hvenær Guðmundur and- aðist. * * * Bréf það frá Guðmundi mormóna- presti, sem fylgir þessum línum, er prentað eftir afskrift í ÍB 161, 8vo. Bréfið er án dagsetningar, en gera má ráð fyrir að það sé ritað í febrú- Guðimindar Guðmundssonar til Halldórs gjörtlara á Ártúnum á Rangárvöllum, ■ Kristján áttundi kóngur vor er nu sálaður, og hans son, Friðrik sjöundi er setztur í sæti feðra sinna, að stýra ríkinu; það er sá prins, er fyrr kom til íslands (og er hann einn af soddan persónum, er hér hefur komið), °6 er óskandi, að hann með guðs ráði yrði sem lengst yfir oss, og að guu gæfi honum Kristjáns fjórða kraft og Kristjáns áttunda vísdóm, ÞaI; hann var álitinn einn sá vísasti kóngur á Norðurlöndum. Kristján áttundi deyði nóttina milli þess 20. og 21. janúar, eftir að hafa legið sárþjáður nokkra daga, °» var hann sagður dáinn fyrr en var, en það barst til baka aftur, í frétta- blöðum, sem út ganga hvern morg' un eða dag, en föstudaginn þann 21- januari vakti okkur borgarlýður með sorglegar fréttir, en stríðsmaður gekk á strætum borgarinnar og blcS í lúður, ákaflega og sorgarlega> mælandi þessum orðum: Kristja11 áttundi er dauður, en Friðrik sjo- undi lifir. Eftir honurn gengu 1_ stríðsmenn, og báru trommur, þar a eftir 9 með trómetur, svo það var líkt sem allur staðurinn léki á þræ 1 eða reiðiskjálfi; öll hlið voru læS ; og enginn gat komizt út af borginn1 mestallan daginn. Þessir stríðsmenn höfðu svart flúr yfir trómetunum og báru svart sorgarflagg; um ö tíðindablöð kom þann dag svartur kantur, og mestallt efni blaðanna hljóðaði um dauða konungs, ®e miklum harmatölum. Allir þeir, sem næstir voru kóngi, skulu syrgja * sex mánuði, en almenningur í seX vikur. Á hverjum degi er klukkum hringt, tvo tíma fyrir md. og tvo e. m., í öllum kirkjum borgarinnai- Óskað er að allir vilji heiðra þaaa fráfallna með að brúka sorgarklm nl. svart silkiflúr um hattinn, og Þa bi'úka flestir heldri menn (ekki tc ég mig í þeirra tölu, þó ég herm

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.