Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Page 14

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Page 14
222 ALÞÝÐUHELGIN byggt eitt port, fyrir konung, þá hann skyldi keyra þar gegnum. Þar voru allir málarar saman komnir, sem sungu, þá líkfylgdin fór fram- hjá. Þetta port er það fallegasta, er ég hcf séð á ævi minni; þar brunnu 1500 lampar. Þar var uppmáluð sú konunglega kóróna og hans nafn; þessu var svo náttúrlega fyrir kom- ið; var því líkast, að það snerist í kring í gulllegum Ijóma, sem hafði eins og regnbogaliti; þetta var allt útverkað með ljósum. Þar stóðu þessi orð yfir dyrum portsins: Kon- ungurinn var vís og réttferðugur og lconungurinn clskaði vizku. Á þeirri hliðinni, sem sneri frá borginni, var eitt vers, sem ég man ei; þar var líka málverk, og menn, sem blésu í lúður. Þar brunnu fjögur blys, sitt á hverju horni portsins. Það stóð á því plássi, sem heitir Vesturbrú. Nú kemur líkfylgdin Danakon- ungs; hann skal flytja til Hróars- keldu, sem hans feður og forfeður liggja. Á undan komu 100 stríðs- menn; það var lífvaktin. Þeir voru í látúnsbrynjum, með hjálma á höfði og mikla korða; þeir blésu í lúðra með sorglegri raust. Svo komu fót- gangandi þénarar; allir héldu á stöng með fjórum ljósum á endan- um. Ei kunni ég að telja þann fjölda, sem var með þessar stangir. Nú lcem- ur þess dauða konungs hestur, og þar á eftir vagninum gekk hans reið- hestur; svo kom sá stóri líkvagn, með 8 hesta hvíta fyrir, þeir voru allir yfirklæddir með svörtu. Vagn- inn var mjög hár og undra-fallegur; hann var með logagylltum fjórum stöplum og með gulllegu kögri allt í kring. Fyrir ofnn kistuna, ofan yfir höfðagaflinum. stóð eftir veniu sú kónglega kóróna. Allt var þetta gull- legt og mjö'g fallegt. Þar á eftir kom núverandi kóngur, Friðrik 7., með 6 hesta brúna fyrir vagninum; líka voru allir ráðherrarnir ríðandi með alvæpni. Hefði ég ei fyrr séð neina prýði, þá hefði ég ugglaust gleymt sjálfum mér að sjá upp á þvílíka við- höfn og fegurð allt í kringum mig- Allt í kringum borgina var skotið fallstykkjum; hvert heiðursmerkið fylgdi öðru, sem ei var ofgert, þvi konungurinn var vitur maður og góður og vildi vel þegnum sínum. Svo er frá þessu sagt, sem mér var nákvæmlegast unnt og ég bezt kunni. -----------*----------- Nýlega sigldu Danir víkingaskipinU „fiuginn“ yfir Norðursjó til Eng- lands. Myndin að neðan var tekin er fvrirlið' vikiníjanna stökk á land.

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.