Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 4
228 ALÞÝÐUHELGIN lífs hans, og má af því ráða, að hann hafi a. m. k. á yngri árum verið nokkur gleðimaður: „Sorgarfögrun ölið er, eyðist neyð og pína. — Öll skulum vér angrinu týna.“ Kappavísur eru að því leyti merk- ar, að þær sýna, hvei’jar íslendinga- sögur honum voru kunnar er hann orti kvæðið. Enn má geta kvæðis nokkurs um stóradóm, sem teljast verður mjög athyglisvert, eigi sakir skáldskapar- gildis, heldur vegna þess. að það sýn- ir okkur Björn í undailega björtu og skæru ljósi. Það ber þess ljosan vott, að þessi lögfróði maður nafði góðan skilning á.mannlegum tilfinningum og taldi lögin taka of hart á mann- legum brestum. Er þar skemmst af að segja, að kvæðið er hörð ádeila á stóradóm, en vörn fyrir ástir karla og kvenna. Þetta er viðlag. „Eg set þessi orð í dikt, sem aðrir látast kunna, að það sé mannlegt mevjunum að unna“. Hér fylgja tvö erindi úr kvæði þessu, til að sýna stefnu þess og hið óvenjulega víðsýni, sem þar kernur fram, fátítt á þeirri öld. „Þeir hafa nú við sektir sett, sem við stuld og annan prett, ef brúðunum veita glensið glett, svo geti hvílu með þeim byggt. — En það er þó mannbgt. Stóridómur fær af flett fé og eignum gumna. — En það er mannlegt meyjunum að unna. Lögbók stendur ekki í, að eigi kóngur sök á því, þó megi maðurinn fá með frí fljóðið sér til ástar dyggt. — Þó það sé mannligt. Regla þessi rétt er ný, rót bar dýptar grunna. — Það er þó mannlegt meyjunum að unna“. Rímur hefur Björn kveðið af Appoloníusi kóngi í Týrus, 18 að tölu. Eru það einu rímur Björns, sem nú eru kunnar. Efnið er sótt í gríska riddarasögu, sem alkunn var og vin- sæl á miðöldum. Eru rírnur þessar yfirleitt vel kveðnar, og bera þess ljósan vott, hve lærður maður Björn var í eddufræðum. Má telja hann í hópi góðskálda, en stórskáid var hann ekki. SAGNFRÆÐI. Mesta sagnfræðirit Björns eru annálar hans, sem ná yfir árin 1400 —1640, og fjalla einkum um inn- lenda viðburði, en segja þó einnig ei’lend tíðindi, einkum frá Norður- löndum. Tilefni þess, að Björn tók saman annálasyi’pu sína, greinirhann sjálfur í formála fyrir ritinu. Þar segir svo: „Nú fyrir það, sem áður á veik, að þær fræðibækur, sem þess- ir menn (fræðimenn fyrri alda) hafa saman tekið um ísland og tilburði hér, eru nú forrotnaðar að rnestu leyti, þá liefur þeim heiðui’lega herra biskupi Þorláki Skúlasyni ósæmi- legt sýnzt sem óvitui’legt, að af félli, svo að enginn sæi eður vissi eftir oss, hvernig í landinu til gengið hefur. . . . Hefur sá loflegi herra biskup Þorlákur girnzt að sjá og vita, hvað finnast eður fást mætti samantekið, hvað í landinu hefði við borið, síð- an annálar hinna fyrri manna þrutu og enduðust, frá anno Christi 1400, og hefur óskað af mér, það lítið eg kynni að hafa og vita hér unx sam- antaka, hvað mín skylda fullkomin var þeim virðulega herra hér um gegna; hefi því sýnt vilja minn, þótt þetta sé fátt, og enn miður á stað komið; kýs ég hans umbót og um- líðing hér um.“ Þa'ð mun hafa veriðlausteftir 1630, sem Björn hóf að rita annál sinn. Meðal heimilda lians eru annálar síra Gottskálks Jónssor.ar í Glaum- bæ. Nokkuð hefur hann einnig stuðzt við skjöl og gjörninga, en utn hina síðari tíma leitar hann einnig heimilda til fróðra manna og gam- alla. Getur hann stundum heimild- armanna sinna. Heimildir hans að erlendum viðburðum eru einkum Danmerkursaga Arilds Hvítfetds, annálar Korts Axelsens og tímatal Hans borgarstjóra Nansens. Af þessu er auðsætt, að Björn hefur kunnað allvel dönsku. Annálar Björns á Skarðsá eru með köflum ágætlega ritaðir, og mega sums staðar fremur teljast sagnfræðiritgerð en árbók, t d. frá- sögnin um Jón biskup Arason og siðaskiptin. Skarðsárannáll er uppi- staðan í mörgum hinum síðari ann- álum og annálasamsteypum. Varð annállinn Vinsæll mjög og er til í fjölda uppskrifta. Er hann og eitt hið merkasta og traustasta heimild- arrit um 16. öld og fyrri liluta 17. aldar, þegar frá eru skilin skjöl og gerningar. Björn er varkár í dóm- um og óhlutdrægur í frásögn, vís- vitandi mun liann eigi fai’a rangt með. Niðui’lagsorð hans í formála Skai’ðsárannáls bera fræðimennsku hans gott vitni. Minna þau á hin frægu orð Ara fi'óða í íslendinga- bók. Björn kemst svo að orði: „En virðist mönnum, sem sjá kunna, ég ofhermt hafi um nokkura hluti hér inni, vildi ég af tilsettu ráði það ekki gert hafa, og þigg ég það að vita, svo_ að ég sýni eður segi, hvað fvrir mér hafi, meðaxr til endist.“ Þessi eru önnur sagnfraxðirit Björns á Skarðsá: Tyrkjaráns saga. Hún er talin rit- uð fyrir Þorlák biskup; hefur Björn lokið henni 1643. Fer hann bæði eft- ir munnlegum frásögnum og ritum herleiddra manna, svo sem síra Ól- afs Egilssonar og fleiri. Grænlandsannálar, samdir eftir ýmsum ritum. Þórður biskup Þor- láksson þýddi þá á dönsku. Biskupaannáll, sem Björn mun hafa ritað fyrir Þorlák Skúlason, er nú eigi til í heild, en yngri rit munu styðjast við hann og iafnvel taka upp efni hans að miklu leyti. Enn eru til smærri ritgerðir, t. d. um fjölda og aldur kix-kna að Hólum, eyðijarðir Reynistaðarklausturs o. fh LÖGFRÆÐI. Á 17. öld gáfu íslendingar sig mikið við skýringum fornra laga, en Jónsbók var þá enn í gildi að veru- legu leyti, eða þangað til hin norsku lög komu hér til sögunnar. ITm eig- inlega lögfræði í nútímaskilningi var þá eigi að ræða, og má raunar telja þessar skýringartilarunix’ fornra laga sérstakan þátt ísienzkra fræða. Mikill fjöldi slíkra skýringa er til eftir Björn. Er þar eir.na merk- ast ritið „Dimm fámæli lögbólcar Is- lendi,nga og þeirra ráðning.1’ Ei' þetta elzta orðasafn, sem tii er um hið forna lagamál, enda hefur það orðið mjög vinsælt hjá öllum þeim, sem eitthvað lögðu sig eftir lögvísi. Sýna það hinar fjölmörgu uppskrift- ir, sem til eru af orðasafni þessu. Fleiri rítgerðir Björns af þessu

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.