Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUHELGIN 229 tagi eru víða í handriti, t. d. „Mein- ing Björns á Skarðsá um ýmsar lag- anna greinir“, „Um ómagaíram- færslu“ og fjölmargt annað, m.. a. bréfleg svör við ýmsum spurning- um lögfræðilegs efnis, sem erlendir menn og íslenzkir sendu Birni tii úrlausnar. Margt er rangskýrt og gallað í ritum þessum, sem ekki er að undra, og öll hafa þau nú sára- lítið fræðilegt gildi. MÁLFRÆÐI OG FORNFRÆÐI. í þessum greinum liggur margt eftir Björn. Einkum var hann mikil- virkur um skýringar eddukvæða og annarra fornkvæða og vísna. Eru þessar skýringar að vísu með öllu úreltar nú, en sýna þó áhuga hans og viðleitni til þess að gera sér grein fyrir slíku efni. Hafði hann og hjálp- argögn fá, svo að engan þarf að undra, þótt getgátur hans ýmsar séu út í bláinn. Skýringarnar yfir Höfuðlausn Eg- ils eru dagsettar 13. marz 1634. Seg- ist Björn hafa tekið þær saman að beiðni Þorláks biskups, þótt eigi sé ósvipað að leggja slíkt fyrir sig, eins og þegar óleysanlegar þrautir voru fyrr á tímum lagðar fyrir menn. Svipaðar skýringar hefur Björn gert yfir Völuspá og nokkur cnnur eddukvæði, þótt ekki verði það rakið hér nánar. Þá ber og að minnast lítið eitt á rúnarannsóknir Björns. Eru til eftir hann nokkrar smáritgerðir um það efni, en aðalritgerðin heitir: „Nokk- uð lítið samtak um rúnir.“ Ritgerð þessi, sem er samin 1642, h'efur þóit merk á sínum tíma, og eru til af henni margar uppskriítir. Er þctta elzta rit, sem fjallar um rúnarann- sóknir og íslendingur hefur samið. Dr. Páll E. Ólason fer um ritgerð þessa svofelldum orðum: „Ritgerð þessi Björns er að vísu lauslega samin og stutt; en þó má fá nokkra hugmynd af henni um njnagerðir ýmsar, og bersýnilegt er, að Björn hefur verið mjög vel heima í sliku.“ Loks er rétt að geta hér ritgerðar „Um uppruna íslenzkrar tungu“, en sú ritgerð er nú glötuð. Hún fórst í skipreika 1636. Hafði Þorlákur bisk- un sent hana til Óla Worms, en ekki látið taka af henni neina afskrift. Björn Jónsson á Skarðsá mun jafnan verða talinn framarlega í hópi íslenzkra fræðimanna á fyrri tímum. Hann hefur verið búinn mörgum þeim kostum, sem góðan sagnfræðing mega prýða, kunnað furðu vel á þeirri tíð að nota heim- ildir, haft sannleiksást að leiðarljósi og búið yfir ágætri frásagnargáfu, sem nýtur sín vel hvarvetna þar, sem efnið leyfir. Hitt þarf að sjálf- sögðu eigi að taka fram, að hann er um flest barn síns tíma, trúir hé- giljum ýmsum og hindurvitnum og hikar því ekki við að færa inn í ann- ál sinn frásagnir af draugagangi og fordæðuskap. En Björn var líka uppi á galdraöldinni miklu, og mun það mála sannast, þá er allt er athugað, að hann ber mjög af öllum fræði- mönnum úr alþýðustétt á 17. öld, og mörgum lærðum mönnum, sem við íslenzk fræði íengust. G. G. I

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.