Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN 231 sál. Það hlaut blátt áfram að fara eins og það fór. Manneskjurnar eru breyskar og svo framvegis. Þess vegna hefur járnbrautakóng- urinn, maðurinn, sem ævinlega fékk vilia sínum framgengt, maðurinn, sem barði niður verkfall og missti fjóra af mönnum sínum í uppþoíi og í eldsvoða, þess vegna hefur þessi rnaöur nú skjög'rað inn í herbergi sitt og lokað dyrunum. Og við vitum, að senn er kvik- mvndin á enda. Andrúmsloftið í bíósalnum er tek- ið að rafmagnast af skelfing'unni, er gripið hefur kerlingarnai’, sem átt hafa beztu stundir lífs síns í kvik- myndahúsinu, þar sem þær hafa elskað, dáið, fórnað sér fyrir háleit- ar hugsjónir og svo framvegis. Þær eru aftur staddar í dimmum salnum, og enn lifa þær þá stund, að lífið beí að dyriun þeirra. Við finnum sálarspennuna hjá öll- um þessum konum, og ef við ieggj- um við hlustir, getum við heyrt hvernig líf þeirra eyðist. Vesalings Tom stendur þarna inni og glímir við hræðilegt vandamál og hi’æðilega skyldu. Heiðurs síns vegna, með tilliti til Hollywoodsiðfræðinnar, með tilliti til kvikmyndaiðnaðarins (sem er næststærsta iðnaðargrein Amer- íku), vegna guðs almáttugs, vegna þín og vegna mín er það nauðsynlegt að Tom fyrirfari sér. Ef hann gerir það ekki, táknar það hvorki meira né minna en að við höfum blekkt sjálfa okkur í öll þessi ár, Shakes- peare og við allir hinir. Við vitum að hann er maður til að gera það, en eitt andartak vonum við samt að hann geri það ekki, bara til að vita hvort sú veröld, sem við höfum skapað okkur, muni hrynja til grunna. Það er langt síðan við settum leik- reglurnar, og nú, eftir öll þessi ár, vaknar efi í hjörtum okkar, hvort þær séu pú annars réttar eða hvort við höfum ekki strax í upphafi gert skyssu. Við vitum að þetta er list og að þetta á ýmislegt sammerkt lífinu, en við vitum að þetta er ekki lífið, til þess er myndin of eðlileg. Við vildum gjarnan fræðast um hvort mikilleiki vor hljóti einnig í framtíðinni að vera í harmleikjastd. Kvikmyndavélin beinist að ör- væntingarfullu andliti; það er and- lit gamla dygga einkaritarans hans Toms, manns, sem þekkti Tom þegar Tom var drengur. Þetta til þess að við skiljum aðstöðu Toms í fullri vídd og til þess að auka á eftirvænt- inguna. Þá skyndilega — meðan við ein- blínum stöðugt á sama hlutinn og tíminn líður og óumflýjanleg enda- lokin nálgast — gengur sonur Toms, Tommy, til gamla dygga einkaritar- ans og segir uppvægur að hann hafi frétt að faðir sinn sé veikur. Iiann veit ekki að faðir hans veit allt. Þetta er Hollywoodaugnablik. Við fáum að heyra viðeigandi músík. Hann hlevpur að dyrunum og ætl- ar inn til föður síns. Þessi piltur, sem hefur truflað eðiilega rás him- intungla með því að lifa með hinni ungu konu föður síns, og þá — pang — glymur skammbyssuskotið. Við vitum að nú er öllu lokið fyr- ir forstjóra Chicago & Southwest- ern. Heiðri hans er borgið. Hann er þrátt fyrir allt mikilmenni. Enn einu sinni hrósar iðnaðurinn sigri. Virðu- leik mannlífsins er borgið. Allt hef- ur aítur komizt í réttar skoi’ður. Hollywood getur áhyggjulaus haldið áfram að framleiða kvikmyndir fyrir bíógestina í hundrað ár enn. Allt kemur heim og dæmið geng- ur upp. Hlé. Symfónísk músík. Hönd Tommys stirðnuð um hurðarhúninn. Gamli dyggi einkaritarinn veit hvað hefur gerzt, Tommy veit það, þú veizt það og ég veit það; en enn er okkur bannað að sjá það. Gamli dyggi einkaritarinn lætur grófgerð- an raunveruleik skammbyssuskots- ins nísta gamla dygga og varfærna sál sína. Svo hleypir hann í sig kjarki til að opna dyrnar, þar eð Tommy er of skelfdur til að gera það. Við bíðum þess öll að fá að sjá verksummerkin. Dyrnar opnast og við göngum inn, fimmtíu milljónir Ameríku- manna, auk milljónanna annars stað- ar á hnettinum. Vesalings Tom. Hann fellur á knén, og þótt það gerist snöggt er einhvern veginn eins og þessi hreyf- ing muni halda áfram að eilífu. Það er skuggsýnt í herberginu, tónlistin segir allt. Það sést hvergi blóð og allt er með spekt. Tom fellur á knén, hann deyr eins og göfugmenni. Ég heyri tvær konur gráta. Þær vita að þetta er kvikmynd, þær vita að þetta er bara leikur, en þær gráta samt. Tom er maður. Hann er lífið. Þær gráta af því að þær sjá lífið falla á knén. Kvikmyndinni er lokið eftir eina mínútu, og þá standa þær upp og fara heim að sinna sínum daglegu störfum, en nú, hérna í kvikmynda- salnum, gráta þær. Ég veit það eitt, að sjálfsmorð eru (Frh. á bls. 236) i

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.