Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Page 1

Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Page 1
Laugardagur 24. sept. 1949. 1. árg. 16 síður 25. tbl. Eg skal komast tll Englands! Kafli úr endurmtnnmgum S ígurðar Árnasonar vélstjóra. Sigurður Árnason, liöfundur ]>essarar frásagnar, er fæddur í Vestur-Botni við Patreksfjörð 29. nóv. 1877. Hann ólst upp þar vestra til fermingaraldurs, en fór síðan norður að Steinnesi, til fræda síns, séra Bjarna Pólssonar, og ótti þar hcima fram um tvítugs- aldur. Síðan hélt hann til Hafn- arfjarðar og var vetrarlangt við nóm hjó Ögmundi Sigurðssyni, síðar skólastjóra í Flensborg. Ilm vorið greip hann áköf löngun til að komast til Englands og læra ensku til nokkurrar hlítar. Segir frá þeirri för í þættinum liér á eftir. ' Sigurður hefur nú ritað endur- minningar sínar og koma þæv út áður en langt um líður, hjá bóka- útgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Það var komið að lokum marz- niánaðar. Og nú voru fyrir löngu hinir fyrstu vorboðar fyrir alvöru farnir að gjöra vart við sig. ÞaS er að segja, birtan að frískast og dag- arnir að lengjast. En lítið fararsnið sýndi þó karl vetur á sér, og var enn þá æði kaldur og gustmikill. í Hafnarfirði var nú allt, að ^nanni virtist, að færast úr iðju- ieysisdvalanum, sem mér fannst svo mjög áberandi þar yfir öllu þennan Vetur. Því varla gat heitið, að mað- Ur sæist þar að störfum utan dyra. Uema ef skip komu, sem þurfti að af- ferma, eða ufsatorfa villtist inn í fjörðinn. Þá var líka uppi fótur og Öt, og allt á ferð og flugi, sem ann- ars nokkuð mátti sig hræra. Sjómennirnir fóru nú að búa sig Sigurður Árnason. til fiskveiða. Og bráðum yrði skól- anum (Flensborgarskólanum) lokið. Og nemendurnir, með gleðihreim í röddinni, voru farnir að tala um að halda brott, hver til sinna heim- kynna, til líkamlegra starfa, en andlegrar hvíldar. Og var ekki annað að finna en þeir hugsuðu með ánægju til hvors tveggja. Og þá fannst mér röðin komin að mér. En hvert átti ég að halda? Mér hafði, eins og áður er sagt, liðið ágætlega þennan vetrartíma hér í Hafnarfirði. En ekki gat ég verið hér í sumar. Og mér fannst bæði óviðfeldið og eins og einmana- legt, að hanga hér yfir námi, eftir að allt námsfólk var, svo að segja, horfið á brott. Nú voru líka allir peningar mínir að þrotum komnir. Af þeim 18 krónum, sem eftir voru þegar ég var búinn að borga Þorláki það, sem tilskilið var að ég greiddi honum fyrirfram upp í fæði mitt og annað uppihald, voru nú aðeins 7 krónur eftir. En skuldin við hann orðin rúmar 100 krónur. Og ög- mundi hafði ég ekki borgað fyrir kennsluna einn eyri. — Hann vildi ekki að ég borgaði sér fyrr en síðar, við hentugleika. — Skuldin við hann var um 50 krónur. Þetta fannst mér ískyggilega miklar upphæðir. Hve- nær gæti ég borgað þetta? Og hvert skyldi halda? Jú, norður í land gæti ég farið, að Steinnesi. En þaðan hafði ég far- ið með þeim fasta ásetningi, að hverfa þangað aldrei aftur sem vinnumaður eða daglaunari. Sjó gat ég ekki hugsað til að stunda. Mér hafði verið komið norður meðfram vegna þess, að ég, sökum sjóveiki, hafði reynzt óhæfur til sjóróðra. Og mér hraus hugur við að hverfa að þeim pínubekk aftur. Þessi ráðþrot ollu mér nú ekki all- litlum óþægindum. En þá var það dag einn í byrjun aprílmánaðar, að ég sá auglýst í ísa- fold, að ungan íslending vantaði í skrifstofu í Leith í Skotlandi. Skil- yrði voru þau, að hann gæti sæmi- lega talað og skilið ensku. Meðmæli voru nauðsynleg, og upplýsingar um stöðu þessa gæfi enski konsúllinn í Reykjavík, Ásgeir Sigurðsson. Það var eins og kviknað hefði í mér við auglýsingu þessa. Ég hljóp með blaðið til Ögmundar, til þess að

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.