Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 2
242 ALÞÝÐUHELGIN leita hans ráða um það, hvort ég mundi hafa nokkur skilyrði til að sækja um stöðu þessa. Aðallega enskunnar vegna. Ögmundur hvatti mig til að sækja, og enskunnar vegna bjóst hann við, að ég yrði ekki í vándræðum, þar gerðust aðrir varla betri til að byrja með. Hann skrifaði svo uppkast að um- sókninni fyrir mig og gaf mér góð meðmæli. Og auk þess skrifaði hann með mér prívatbréf til Asgeirs, sem var góður kunningi hans. Ég lammaði svo með öll þessi plögg inn í Reykjavík, vongoður um, að þarna mundi ég nú detta í dúnsængina. En allt fór það á annan veg en vonir stóðu til. Ég hitti Ás- geir, sem ég sá þá í fyrsta sinn. Hann var hinn allra ljúfmannleg- asti. „En því miður“ var hann bú- inn að ráða pilt í þcssa stöðu. Það hafði borizt, sem sagt strax, fjöldi umsókna úr Reykjavík. Bað hann mig svo að bera Ögmundi kveðju sína. Og með það fór ég. Að þcssi taug brast, urðu mér mik- il vonbri£ði. En hvernig væri nú að reyna að komast til Englands, þótt engin atvinna væri vís? Um það hugsaði ég mikið á leiðinni suður- eftir. Og afréð ég þá þegar, að þang- að skyldi ég komast, hvað sem taut- aði. Hvað um mig yrði, þegar þang- að kæmi, hugsaði ég lítið. Ég hafði heyrt einhvern segja, að ef mað'ur kæmist til Englands dg kynni nokk- uð í málinu, gæti maður á einhvern hátt klambrað sig áfram. Og eitt var þó unnið með því: þá lærði ég að tala ensku, sem mér fannst svo mikils um vert. Ögmundi voru þessi málalok slæm vonbrigði, því að hann, eins og cg, bjóst við að þetta mundi ganga. Svo sagði ég hoiium frá áformi miiiu, að fara óráðinn til Englands. Slíkt þótti honum, satt að segja, mesta glap- ræði, að fara þangað út í óvissu. Nú liðu nokkrar nætur, með löngum og ströngum heilabrotum um það, hvernig ég gæti komizt til Englands. Fjófar krónur átti ég eft- ir í peningum. Skammt náði það fyr- ir ferð með póstskipi. Þá kom mér til hugar, hvort ckki mundi hæ'gt að komast þangað með togara (trollara, eins og þeir voru á- vallt kallaðir í þá daga). Þeir voru hér um allan sjó, eins og mý á myrkjuskán, og ýmsir mcnn, bæði frá Akranesi og suður með sjó, stunduðu það nálega eingöngu, að sækja fisk í enska togara. Þetta var sú tegund fiskjar, sem þeir ensku höfðu engan markað fyrir, og voru vanir að kasta. Fislc þennan fengu íslendingar fyrir ekkert eða nálega ekkert gjald. Stundum gáfu þeir fyr- ir heilan bátsfarm eina eða tvær whisky-flöskur eða bláail kött, sem hinir ensku sóttust mikið eftir. Gæti ég nú ekki komizt út í tog- ara með cinhverjum þessara manna, og með hans fulllingi fengið far til Englands? Eftir mikla snúninga og eftir- grennslanir komst ég að því, að einna ábyggilegastur .og valdamestur þcss- ara manna mundi vera Arnbjörn Ólafsson frá Keflavík. Hann aflaði sér ekki eingöngu fiskjar úr togur- um, heldur var hann líka oft fiski- lóðs hjá þcim. Nú var teningunuin kastað. Arn- björn varð ég að finna. En áður en lengra var haldið, varð ég að ganga frá skuldum mínum. Því enga vissu hafði ég um það, að Þorlákur sleppti mér af landi burt að lians skuld ó- greiddri, því, ef til vill, gat liann átt þess von, að sjá mig aldrei framar og engan eyri að fá. Um hinn hafði ég betri von. En kvíði minn í þessu tilfelli reyndist alveg ástæðulaus. Þeir sögðu báðir, að ég mætti fava hvert, sem ég vildi, skuldanna vcgna. Þeir bæru það traust til mín, að ég borgaði þetta þcgar ég gæti. Og Ömundur bætti því við, að þótt ég gæti aldrei borgað sér, von- aðist hann til þess, að við gætum, hvar sem væri, hitzt vinir jafnt fyrir því. Þetta þóttu mér góð málalok. Og víst strengdi ég þess heit, að greiöa þeim vel sitt, við fyrsta tækifæri að ég yrði þess megnugur. Næsta skrefið var, að ná fundi Arnbjarnar. Togarinn, scm hann var á, kom oft til Reykjavíkur, og mér var ráðlagt, að finna hann þar í húsi einu á Vesturgötunni. Ég fór þangað, en cngar upplýsingar gat ég fengið um það, hvenær liann mundi koma þangað. Það gat orðið á morgun, eða þá ckki fyrr en eftir hálfan mánuð. Ég átti þangað einar 3 ferðir, en engu nær. Þetta sá ég að verða mundu aðeins árangurslausir snúningar. Var orð- inn mjög óþolinmóður. Um þessar mundir var þrálátur vestanlu’oði og fáir togarar í Bugt- inni. En mér var sagt að margir þeirra lægju uppundir landi suður við Hafnir og þar í grennd, og með- ai þeirra togari Arnbjarnar, og myndi hann þá að líkindum skreppa þaðan landveg heim til sín, til Kefla- víkur. Þangað þurfti ég því að komast hið allra bráðasta. En þá komu þeir err- iðleikar til skjalanna, að ég varð að hafa með mér allstórt kofort og nokkuð stóran poka með fötum og öðru dóti. Og tæplega gat ég borið hvort tveggja einn svo langa leið. Fylgdarmanni gat ég ekki borgað. Hann hefði kostað meira en þessar 4 krónur, sem voru aleiga mín Nú voru góð ráð dýr. En þá kom mér Guðmundur Davíðsson til hug- ar. Ég skyldi ráðfæra mig við hann um þetta, undir niðri með það fyrh augum, að fá hann til að fara með mér til Keflavíkur. Ég gat að vísu ekkert borgað honum í peningum- En bók átti ég eina, sem ég vissi, að hann hafði ágirnd á. Og sú var bót í máli, að það var eina bókin, af oiJ- um mínum skræðum, sem ég ga^ helzt séð af, þótt ég hefði allt til þessa tekið því mjög fjarri að láta hana. Hvort við ræddum nú þetta leng- ur eða skemur, varð sú endalyklim að Guðmundur lofaði að fylgja mér til Keflavíkur og bera kofortið, og enskunámsbók Hjaltalíns átti hann að fá að launum. Ég hafði keypf hana fyrir norðan af einhverjum Möðruvellingi — eins og þeir voru þá alltaf kallaðir, sem stuiidað höfðu nám við Möðruvallaskólann- Séra Bjarni vildi ekki kenna mer eftir henni, og Ögmundur ekki lieló- ur. Þótti framburðarreglur hennai of skozkar. Iiún hafði því aldrm komið mér að notum. Þó sá ég mik" ið eftir henni. Þá fór ég og kvadd1 alla kunningjana, sem ekki voru nu ýkjamargir, og kom heim aftur me fangið fullt af heillaóskum og fyrj irbænum. En ekki gat ég varizt þvl að finna, að enginn þessara kunn- ingja minna hefði neina trú á þvl; að ég kæmist lengra á þessari minm Englandsreisu en í lengsta lagi suð- ur í Hafnirnar. , Morguninn eftir var svo lagt a

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.