Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN 247 Nýtt háskólahverfi í Palestínu. Þegar flóttamannaskipið kom í höfn var hann fluttur á hvíldarheim- ili. Á staðnum var fulltrúi frá Histradut, og hann tók þegar að ræða við Wermus um framtíð lians. Wermus tjóði fulltrúanum að hann vildi gjarnan komast til Glil Yam — samyrkjubús, sem er um 20-—2ö km. leið frá Tel Aviv — en þar ætti hann vini. „Mér var vel fagnao á samyrkju- búinu“, segir Wermus. „Mér voru gefin föt, og ég fékk þægilegt her- bergi“. Ritari Histraduts-deildar sam- yrkjubúsins innritaði Wermus í fé- lagið og tilkynnti honum, að hon- um yrði veitt öll sú þjóðfélagsað- stoð, sem hann þarfnaðist. Sam- hjálp meðlimanna í Histradut er svo öflug, að lífskjör félagsmanna bera af kjörum alþýðu annarra Mið-Asíu- landa. Um þessar mundir greiðir Shlomo Wermus Histradut 7Vá til lOVé af tekjum sínum — en sumir fé- iagsmanna greiða ekki meir en 5rí. Wermus ákvað að læra múraraiðn, og var fljótlega fengin atvinna und- ir handleiðslu múrarameistara. Á hverju samyrkjubúi og hvcrri iðnaðarstöð er deild úr Histradut starfandi. Flestum iðnfyrirtækjum er raunar stjórnað af Histradut. Hvenær, sem Wermus þarf á að halda, mun hann njóta styrks frá Histradut-deild þeirri, sem hann til- heyrir, eða — ef nauðsyn krefur — frá æðri stöðum. Eitt af höfuðverkefnum Histra- duts hefur frá upphafi verið það, að beina landbúnaðarverkamönnum aft ur leið út í sveitirnar og fá þá til að yrkja jörðina. Samybkjubúin eru all- mismunandi, en algengust eru þau, sem nefnd eru kibuz — á þeim hef- ur samyrkjufyrirkomulagið gefist mjög vel. v „Hjá okkur,“ sagði mér gamall kibuzvik (félagi í kibuz-búi), „vinn- ur hver sem hann hefur þol til, og starfar að því, sem hann er bezt fall- inn til að inna af hendi, en launin fara svo eftir afköstum og þörfum hvers einstaks.“ Kibuz-búunum — en þau eru starfrækt á landeignum ríkisins — er stjórnað af nefnd, sem kosin er úr hópi samyrkjumanna hvers bús um sig. Nefnd þessi skipuleggur alla vinnu við búið og er eins konar rík- isvald í dvergríki samyrkjubúsins. Histradut annast sölu afurðanna og nauðsynleg innkaup til búsins. Þegar lagður er grundvöllur að nýju samyrkjubúi, sendir Histradut verkfræðinga á vettvang, sem ætlað er að leiða vatn til nýlendunnar. Me- kurat-vatnsveitan ræður yfir 2 750- 000 kúbikvatnslítrum á ári, og í ráði er að stækka hana, svo kleift verði að veita um landið 4 000 000 kúbik- lítrum. Annar þáttur Histraduts til við- reisnar landinu er skipamiðlunarfé- lagið Nakhson Ldt. Nakhson er ætl- að að halda uppi siglingum milli Palestínu og útlanda, jafnframt því sem það rekur eins konar sjómanna- skóla og sér fiskimönnum fyrir nauð- synlegum útbúnaði. Annað stórt fyrirtæki á vegum Histraduts er klakstöðin. Histradut hefur komið á fót ýms- um framkvæmdum, sem miða að því að vinnuaflið fari ekki til spillis milli vertíða. íbúarnir í Askdot og Yaakov sjóða niður grænmeti og aldin, í Gezer er dýnu- og sængur- iðnaður, íbúar Gau Shmuels fram- leiða varning úr gúm, og í Parden Hama eru fullsmíðuð hús á markað- inum. Palestína treystir því, að Shikun — enn eitt Histradut-fyrirtækið — muni leysa húsnæðisvandræði lands- manna. Shikun byggir hús og heilar borgir. Félagið hefur einkum lagt á- herzlu á að byggja smærri bæi, eins og t. d. Kiryat Haim við Haifa. í bæjum þessum eru þrjár tegundir húsa, leiguhús, stærri einkabústaðir og einbýlishús, en bæjarbúar hafa sameiginlegan aðgang að barnaheim- ilum, sjúkrastofum, leikvöllum og heimavistarskólum bæjarins. Ef um er að ræða byggingarfram- kvæmdir, sem eru Shikun ofviða, get- ur Histradut snúið sér til Soleh Ba- neh Ltd. Það er stærsta byggingar- félagið í Palestínu. Það byggir hafn- ir, verksmiðjur, sjúkrahús, gistihús, brýr og vegi. Þótt aðalverkefni Histraduts sé að rækta landið, hefur það engu síður áhuga á menningarmálum. T. d. á Histradut sinn þátt í því, að gera hebreskuna aftur að lifandi máli. í dag er hebreskan almennt töluð meðal Gyðinga í Palestínu, og það er talið, að nýir innflytjendur geti náð valdi á henni á tveim árum. Histradut hefur stofnsett fjöl- marga barnaskóla, og lætur einnig til sín taka í stjórn framhaldsskól- anna. Hvarvetna í borgum og sveit- um landsins eru starfræktir kvöld- skólar, lestrarsalir og leshringar. Námskeið eru haldin um helgar. T. d. sendir hebreski háskólinn ýmsa af kennurum sínum til fyrirlestrahalds á samyrkjubúunum. Það tíðkast mjög að kennararnir fari með nem- endum sínum í stuttar ferðir um ná- grenni skólanna til að kanna jurta- gróður og veðurfar. (Frh. á bls. 257.) i k

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.