Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 9

Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUHELGIN 249 urinn vildi ekki sleikja askinn henn- ar: „Það held ég bannsettir hund- arnir hérna viti ekki síður en aðrir, hvers stands ég er“. Þegar menn fóru að fá grun um, að sullaveikin ætti rót sína að rekja til hundanna og húsbændur að finna að því, að þeir væri látnir sleikja matarílát, var oft viðkvæðið, einkum hjá eldra fólki: „Ég er ekki heilsuverri en aðrir, þó ég hafi látið rakkann þrífa askinn minn“. Að utan voru matar- ílát heldur eigi þvegin, að minnsta kosti of sjaldan, og mundi mörgum nú blöskra, ef hann mætti líta 40 ár eða svo aftur í tímann, að sjá, hvernig askarnir á sumum heimilum litu út, með öllum þeim matarslett- um og óhreinindahúð, og naumast trúa, að svona hefði þó ástandið ver- ið og það á þessari öld. En menn fundu þá ekkert viðbjóðslegt í þessu. Sumir virtust ætla jafnvel, að þeir yrðu svengri, væri askurinn eða bollinn þveginn. Að vísu voru ýmis þau heimili, þar sem matarrílát voru þvegin við og við, en alstaðar munu þau hafa verið þvegin á jólunum. Jólin voru sannkölluð hreinsunarhá- tíð. Þá var hangikjötið soðið og þá var þvegið úr soðinu askar, diskar, fötur og allt, sem þvegið varð, og að lokum rúmstokkarnir og hillurnar í baðstofunni. Nú eru tímarnir breytt- ir; enginn, nema ef vera skyldi ein- stök íhaldssöm gamalmenni, ætlar nú framar, að það sé bezt að láta hundinn sleikja matarílátið, og á all- flestum heimilum eru nú hvers kon- ar matarílát þvegin bæði utan og innan, hvenær sem þörf gjörist. Ekki vantar vatn í landi voru, fært og hreint, til að skola af sér óhreinindin. Alstaðar eru rennandi lindir, bunandi lækir og spegilfagr- ar ár, en þetta ágæta og heilnæma hreinsunar-meðal, sem hvarvetna er kostur á, var eigi notað sem skyldi. Nærföt og rúmföt voru að vísu þveg- in, en ekki nærri því eins oft og nú tíðkast, og að minni ætlun hvergi nærri eins vel, því að þá var sápa lítið höfð til þvotta. Ætla ég, að niörg hafi þau alþýðuheimilin ver- ið, sem á þeim tímum þótti nægja, að kaupa 1—2 pd. af blautsápu og lítið eitt af handsápu um árið. Að bvo hendur og andlit var þá langt frá títt, að minnsta kosti hjá karl- mönnum. Viku eftir viku borðuðu sumir alþýðumenn mat sinn með sömu svörtu og óhreinu höndunum, og mundu það nú þykja fremur ó- geðslegir fingur, sem þá mátti sjá menn láta matinn upp í sig með. En þetta var vani, og vaninn getur jafn- vel gjört óvenjuna lýtalausa. Flestir þvoðu sér með sápu og greiddu sér, þegar þeir fóru til kirkju eða á mannamót, en þó mátti jafnvel í kirkjunni, og það inni í krónum sjálf- um, sjá þá menn, sem gleymt höfðu því hreinlæti, að þvo sér, sem sumir þá að vísu kölluðu tildur, og alls eigi var það ótítt, að sjá ógreidda karlmenn í kirkjunni, en þó þótti það fremur ósiður að koma þangað óþveginn og ógreiddur. Kvenfólk þvoði sér og greiddi miklu oftar en karlmennirnir, en það henti þá bæði konur og karla, að þvo sér úr því, er mundi nú þykja ófögnuður að heyra nefnt, hvað þá að nota sjálf- ir, en þó var þetta farið að þykja sóðaskapur, og ótítt, þegar ég man eftir. Maður sannorður, sem enn lifir, og er nú rúmt sextugur að aldri, Ásmundur Kristjánsson, nú í Niðurkoti í Melahverfi, hefur sagt mér frá því, að þá er hann var 10 ára gamall, var hann einhverju sinni gestkomandi á prestssetri einu sunnudagsnótt, og sá hann prest- inn um morguninn vera með ónefnt áhald á milli hnjánna, og þvo sér upp úr því, og kvað hann sér, þó ungur væri, og lítt vanur miklu hreinlæti, hafa farið líkt og smala- manni Þorkels háks. Menn mega samt eigi ætla, að þetta hafi verið almennur siður presta um 1840, því að þess ber að gæta, að prestur þessi var langt frá að vera snyrtimaður, og það eftir þátíðar mælikvarða, og pokaprestur þótti hann í meira lagi. Fyrir mitt minni var það siður víða, að börn gengu berfætt um slátt, og að fyrir sláttinn var klippt af þeim hárið, til þess að ekki þyrfti um heyannirnar.að tefja sig við að hirða sokkaplögg þeirra og hár, en þessu var víst gjörsamlega hætt, þegar ég man til. Það er gleðilegt að sjá það, hversu margfalt meira er nú keypt af sápu en um miðja öldina. Nú munu fæstir af yngra fólkinu, sem nokkuð vilja að manni vera, sem ekki þvoi sér og greiði daglega, að minnsta kosti að kvöldinu, þegar vinnunni er lokið. Að koma óhreinn og með hárið allt í sneplum á manna- mót, þykir nú flestum hin mesta vanvirða, og sjaldan sjást menn nú borða, sízt ungt fólk, með mjög ó- hreinum höndum. Nærföt og rúm- föt eru nú alstaðar sápuþegin og víða stundað að hafa léreftsþvotta alla sem hvítasta, og þó sums staðar sé án efa ábótavant með þrifnað, er þó framför síðustu 40 ára hvergi jafnsýnileg sem í þessu efni. HJÁTRÚ. Hjátrú var miklu meiri á miðri þessari öld heldur en hún er nú. Þá var því almennt trúað, að svo að segja hver hóll og hver stór steinn væri huldufólks-býli. Þóttust menn þá bæði sjá huldufólkið sjálft og pening þess, einnig heyra strokk- hljóðið hjá því og verða varir þess, að verið var að skafa pottinn, og að húsmóðirin var að hringla í lvkla- kippunni sinni. Huldufólkið átti að eiga sér kirkjur og presta, kaupstaði og kaupmenn, og lifa á flestan hátt líkt öðru fólki í mannheimum. Börn og jafnvel fullorðnir fengu huldu- fólks-vitranir í draumum, og sumir þóttust vakandi hafa verið nálega heillaðir af huldufólkinu, en alltaf kom eitthvað það fyrir, að huldu- stúlkan gat eigi náð til sín unga og fallega piltinum, sem henni leizt svo vel á, eða huldumaðurinn fríðu stúlkunni, sem hann þó elskaði svo heitt. Þannig var huldufólks-trúin í uppvexti mínum. Ég man eftir mörgum huldufólkssögum, sem gam- all maður, Pétur Eyjólfsson, fædd- ur og uppalinn á Rein í Hegranesi, sagði okkur börnunum. Móðir hans hafði mikinn kunningsskap við huldufólkið, sem fullt var af í borg- unum kring um bæinn, einkum þó við eina konu, sem bjó mjög nálægt. Á gamlaárskvöld flytur huldufólkið; þá er allt á ferð og flugi, og sé ein- hver þá svo heppinn, að sjá eitthvað af farangrinum, þá er verið er að bera hann út úr steinunum og hól- unum, og geti þá handleikið það, snertir það ekki við því framar, og er sagt, að ýmsir hafi fengið góða muni á þann hátt, því að allt er svo vænt, sem huldufólkið á. Pétur sagði, að móðir sín hefði á hverju gamla- árskvöldi gengið í kring um bæinn og sagt: „Komi þeir, sem koma vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu", og voru það kveðjur til þeirra, sem komu og

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.