Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 10
250 ALÞÝÐUHELGIN fóru. Að því búnu setti liún snældu- snúð með kerti í klettaskoru hjá vin- konu sinni — hún flutti sig aldrei, þær voru svoddan aldavinur —, en að morgni var kertið horfið. Nú vík- ur sögunni til Péturs. Það var ein- hverju sinni á einmánuði, er hann var drengur um fermingu, að hann sat inni á rúminu sínu í pallbaðstof- unni í Rein í rökkrinu, um það leyti, er móðir hans var vön að skammta kvöldmatinn, en allir voru nú úíi við. Allt í einu sá hann móður sína koma inn að pallstokknum, leggja handlegginn upp á stokkinn og líta niður fyrir sig. Þarna stóð hún litla stund og sneri síðan út. Hann hélt nú, að hún mundi hafa ætlað að biðja sig að bera inn askana, en ekki séð sig, því að töluvert .var farið' að dimma. Hann stóð því upp og gekk út á eftir; sá hann þá, að móðir hans gekk fram bæjardyrnar og út á hlað- ið, en liann hélt á eftir. En er hann kom iit, var hún að ganga suður fyr- ir bæinn í þá átt, sem vinkona henn- ar bjó. Vildi hann nú vita, hvað um móður sína yrði og gekk því á eftir henni. En er hann kom suður fyrir bæinn, var allt í einu þrifið í herð- ar honum og sagt um leið: „Því gjör- ir þú mér þetta, vinkona!11 og var þar þá komin móðir hans, en sú, sem honum virtist vera móðir sín, hvarf þá allt í einu. Nóttina eftir dreymdi hann, að kona kæmi að rúminu til lians og sagði: „Ekki auðnaðist mér, að þú kæmir til mín, en eigðu samt það, sem ég læt undir höfuðið á þér“, og voru þar um morguninn, er hann vaknaði, nýir, mosalitaðir vettling- ar, hin mestu þing, og átti hann þá lengi síðan. Margar slíkar sögur bæði um sig og aðra sagði Pétur okkur, enda mun hlundufólkstrúin, að minnsta kosti í uppvexti hans, hafa verið einna mest í Hegranesinu. Þar er landslagi svo háttað, að þar eru. ásar og kletta- borgir, og dalir og dældir víða á milli, en slíkt land er hulufólki einkar byggilegt. En þó flestum kæmi saman um, að mikil væri huldufólks-byggðin í Hegranesinu, voru menn þó eigi á eitt sáttir um það, hversu huldu-bæirnir væri þar margir. Þá sögu heyrði ég ungur, að tvær kerlingar hefðu átt að deila um tölu huldufólks-bæjanna í Nes- inu. Staðhæfði önnur, að þeir væru 13, en hin kvað það engu gegna, þeir væru 15, og hvorki fleiri né færri. Önnur hét Björg, hin fótalanga að auknefni; er frá þessu sagt til þess að sýna, liversu vissir menn þótt- ust í þessu efni. Ætla ég, að það sé fullkomlega víst, að eins og menn trúðu því fyrir fullt og fast, að huldufólk væri til, eins hafa menn verið sannfærðir um, að þeir hafi sjálfir séð það, eigi aðeins í svefni, heldur og í vöku, og orðið varir við athafnir þess og bjargræðisútvegi. Ég heyrði svo marga sannorða menn á æskuárum mínum segja frá slíku með þeirri alvörugefni og sannfær- ingarafli, að óhugsandi er, að slíkt hafi verið ásetningsskrök. Draugatrú var og allmikil í upp- vexti mínum, en þó voru það helzt svipir drauðra manna, er menn urðu varir við, en minna af uppvakn- ingum, því að þeir voru þá flestir fyrir löngu dauðir, er fengizt höfðu við að vekja upp nyrðra, t. d. Jón goddi. Skip fórst einhverju sinni á Reykjaströnd, er ég var hér um bil 7 ára, og var á því unglingsmaður frá prestssetrinu. Nóttina eftir kom hann á glugga yfir rúmi prestsins og kvað: Helkafnaðir allir erum, á Málmeyjarsundi fórum. Sást hann þar síðan oft á gangi heima á staðnum í sömu gráu úlp- unni og sauðsvörtu buxunum, sem hann var í, er hann fór seinast að heiman. Á Skaga var draugur, Eiríkur nokkur, sem mig minnir, að ég heyrði kallaðan „Eirík góða“. Hann var meinleysingi og væfla, og reyndi helzt að villa fyrir mönnum í dimmviðri og fjúki, og vildi þá teygja menn af hömrum fram, en fáum gat hann orðið að meini, sök- um vesalmennsku. Þá var Þorgeirs- boli stundum á ferðinni í Skagafirð- inum, og Árbæjar-Skotta, og jafnvel hafði hinn alkunni Írafells-Móri gjört þar vart við sig, eftir því sem ég heyrði sagt frá; en einna minnis- stæðust eru mér þó afdrif Skinnpilsu, er ég heyrði Níels skálda segja. Hún var að gjöra óspektir og glettingar hingað og þangað framan til í Skaga- firðinum, og var þá Níels loksins fenginn til þess að koma henni fyrir, því að bjargvættur þótti hann hin mesta í þeim efnum. Fór hann nú á bæ þann — mig minnir helzt, að hann væri fram í Blönduhlíð —, er Skinnpilsa var þá að ónáða, og sett- ist þar að. Þá hina fyrstu nótt, er Níels var þar, gjörði Skinnpilsa alls eigi vart við sig, og þótti það ný- lunda. Níels var þar aðra nótt, og kom þá Skinnpilsa að vísu, en gjörði ekkert af sér. Daginn eftir í rökkr- inu var Níels að mala fram í bæj- ardyrum, og veit hann þá eigi fvrr til en Skinnpilsa er kominn inn hjá honum, og inn í göngin og glennir skjáina all-ófrýnilega framan í hann. Fór Níels þá til móts við hana, en þess vildi hún ekki bíða og fer út um vegginn. Það þorði Níels ekki að leika eftir henni, en hljóp út bæj- ardyrnar, og er út á hlaðið kom, grillti hann Skinnpiísu út og niður í mýrinni, kallaði til hennar og bauð henni að bíða sín, og varð hún að gjöra það, þó nauðug væri. Fóru svo leikar milli þeirra, að hann kom Skinnpilsu þar fyrir í mýrinni. Kvaðst hann hafa lagt mikinn varn- að á, að eigi væri rist þar og kvað þá mundu vel hlýða. Á kvíaból kom ég 14 eða 15 ára gamall á næsta bæ; þar stóð hús- freyja með vinnukonu sinni yfir a fyrir utan kvíavegginn, og virtist mér ærin dauð eða því nær. Hafði hún fengið flog allt í einu og dottið niður með froðufalli, og var orsök- in sú, að maður, er Þorgeirsboli fylgdi, fór um veginn. Höfðu þær milli sín sokkaband og lögðu í lykkju yfir ánni á ýmsa vegu, og er það i það eina sinn, sem ég hef séð svo- kallaða sigurlykkju riðna, en liún á að lækna skepnur þær, sem draug- ar slasa; en ekki dugði hún þó í þetta sinn. Margs konar voru fylgjur manna; var sagt að sumum fylgdu hundar, öðrum kettir, ljós o. s. frv. eða þa svipir nýdáinna manna. Sáu menn fylgjur þeirra, sem komu daginn eftir, ýmist vakandi deginum áður eða þá í svefni nóttina fyrir. Þá er ég var um fermingu, fórst ungur mað- ur í snjóflóði, og var fluttur liðinn heim á næsta bæ af bændum þar. Eftir um veturinn sagði kvenmað- ur á heimilinu, þ>ar sem ég var, oft á morgnana, að þá um daginn mundi annar hvor bændanna, sem báru mann þennan heim til sín, koma, og vildi svo til, að það geklc oftast eft- ir. (Niðurlag í næsta -blaði).

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.