Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 11

Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUIÍELGIN 251 í tilefni af aldarafmæli Strind- ^ergs í sumar, efndi bókaforlag "onniers til verðlaunasamkeppni um °eztu skáldsögu frumsamda, er því °*rist fyrir tilskilinn tíma. Verð- Jounaupphæðin var myndarleg, 25 Pusundy krónur sænskar. í sam- pandi við samkeppni þessa kom fyr- lr skemmtilegur atburður. Skýra s®nsk blöð frá á þessa leið: Bókaforlagið hafði lagt mikla á- oerzlu á það, að sem allra skemmst- Ur tími liði frá því er dómnefnd Ivki störfum og þar til verðlaunasagan \*gi fyrir fullprentuð, en þá fyrst að skýra frá úrslitum sam- jppppninnar á opinberum vettvangi. ™ þess að ekkert kvisaðist um úr» samkeppninnar á þessu stigi ^Palsins, ákvað forstjóri Bonniers, að láta ekki opna umslagið með nafni verðlaunaskáldsins fyrr en prentun sögunnar væri lokið. Hann afhenti Pví setjaranum handritið, er hann Uafði skrifað á' titilsíðu gerfinafnið ■^Xel Sandeström, þar sem höfund- pruafn skyldi vera. Bókin var nú sett a Uokkrum dögum, og því næst send pmum af prófarkalesurum forlags- lris- Annar prófarkalesari hjá Bonni- er’ 22 ára piltur, Arne Sand að fofni, kom af tilviljun í heimsókn þessa starfsbróður síns og sá hjá fonum próförkina. Rekur hann þá ^eldur en ekki upp stór augu. Þarna er þá komin ságan lians, sem hunn Sendi til samkeppninnar, fullsett, án þess að nokkur hafi við hann talað eitt orð, og meira að segja undir nafni annars manns. Hvernig í ó- sköpunum gat staðið á þessu? Hafði einhver komizt yfir handritið og stolið því? Gat nokkur verið svo bíræfinn, að eigna sér þannig ann- ars manns verk? Þegar í býti dag- inn eftir fór Arne Sand á fund for- stjóra Bonniersforlagsins, Kaj Bonniers, til að fá hjá honum frétt- ir af því, hverju þetta sætti. Þá skýrðist málið að sjálfsögðu á svip- stundu, og hið unga verðlaunaskáld varð vitanlega himinlifandi, er það frétti um sigur sinn. Kaj Bonnier var einnig hinn ánægðasti yfir því, að sigurvegarinn skyldi vera starfsmað- ur við fyrirtæki hans. Verðlaunasagan heitir Forföljarcn og gerist öll á einum sólarhring, að- allega í Stokkhólmi. Þetta er fyrsta bókin, sem prentuð er eftir Arne Sand, en hann kveðst hafa fengizt við sagnagerð síðan hann var smá- strákur. Hefur hann nú sagt upp starfi sínu og ætlar að snúa sér ein- göngu að skáldskapnum. Alls bárust 73 handrit í sam- keppni þessa. Dómnefndin, sem skipuð var þrem kunnum rithöfund- um, (það voru Gunnar Ekelöf, Irja Browallius og Björn-Erik Höijer) var sammála um það, að dæma „Förföljaren“ beztu söguna og fylli- lega verðlaunahæfa. Nyff ríki... (Frh. af bls. 247.) Histradut rekur sitt eigið íþrótta- félag, Hapoel, en einkunnarorð þess eru: „Ekki meistara — en þúsundir þátttakenda. Meðal þeirra þúsunda nokkra meistara.11 Félagar Hapoel leggja stund á 19 íþróttagreinar, þeirra á meðal eru knattspvrna, sund, róður, knattleikur, frjálsíþrótt- ir og fimleikar mjög vinsælar. „Hapoel er ekki rekið eftir göml- um og úreltum fyrirmyndum," segir Dr. Samúel Kurland. „Við stuðlum að því, að verkamennirnir geti horf- ið hressir og afþreyttir til vinnu sinnar. Við höldum íþróttahátíðir og efnum til tónlistar- og dansskemmt- ana fyrir meðliniina. Og við förum oft í hópferðir um landið; það er mikilvægt, að æskan fái að kynnast ættjörð sinni. Þegar landbúnaðar- verkamennirnir þarfnast hjólpar við uppskeruna, fara Ilapoels-meðlimir á vettfang þeim til aðstoðar." Meðlimir Hapoels stuðla einnig að því að efla Palestínugyðinga sem siglingaþjóð. Þeir ráða yfir 30 skip- um og kenna 13 ára drengjum og eldri allt, sem lýtur að sjómennsku. Hvert sjómannsefni verður að hafa siglt tvisvar meðfram strönd Palest- ínu, áður en liann getur stært sig af því að þekkja hana. Þegar nemend- urnir útskrifast eftir þriggja ára nám, ráðast þeir í siglingar á stórum seglskipum. Einn fyrsti Gyðingurinn, sem flutti til Palestínu hinnar nýrri, var Rússinn Chasanov. Hann kom til Jaffa 11. ágúst 1882. Hann svarf lyk- ilinn að endurreisn landsins með þessum einföldu orðum: „Bændur! Verið frjálsir menn í frjálsu landi, en þrælar sálarinnar .. lútið henni í auðmýkt hvern dag. Leggið hönd á plóginn, og jafnvel hin grýtta jörð mun bera ávöxt. Ræktun sálarinnar skal vera aðals- markið, sem þjóð vor ber.“ Með því að leggja höfuðáherzlu á líkamlega vinnu og þýðingu land- búnaðarins fyrir þjóðina, liafa Gyð- ingar fylgt trúlega því ráði, sem fyrsti landnámsmaðurinn gaf þeim. (Lauslega þýtt.)

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.