Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 14

Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 14
254 ALÞÝÐUIIELGIN eíni íil Finns. Sáu þeir úr smiðj- unni, að flygsa nokkur fór óðfluga neðan frá Höskuldsstöðuni út á leið. Þá fóru þeir út og skyggndust um betur. Kom þá önnur ofan úr Hall- árdal og mættust á hól eða hæð 3ít- illi, en óglöggt sáu þeir sameign þeirra fyrir eldglæringum. Finnur bað þá Sigurð vera þar um nóttina, því að ’ekki mundi þá dælt að vera á ferð, og þiggur Sigurður það. Oft fóru þeir Snærill og Bjarni með Jóni á Sæunnarstöðum, og markaði hann þeim svið í steingerði nokkru eða tóft nærri bæ sínum, og svo í kofa eirium. Undu þeir því illa og áttust jafnan illt við. Sögðu það heima- menn Jóns, að oft heyrðust dynkir og skrækir á kvöldum. Það var eitt sinn, að Jón kallaði til þeirra, þá dynkirnir voru sem mestir: „Hafið þið ekki grjótið í gamninu, piltar,“ og höfðu það margir síðan fyrir orð- tak. Guðmundur Konráðsson hét mað- ur. Hann bjó á Skagaströnd. Iíann átti konu þá, er Þuríður hét Guð- mundsdóttir. Hún sýktist máttleysi, en fyrir því að óþokki var á með þeim Jóni á Sæunnarstöðum og Guð- mundi, og Jón hafði nokkuð í heit- ingum haít við Guðmund, þá kenndu þau Þuríður Jóni um vanheilsu hennar. Guðmundur Konráðsson bjó þá á Steinnýjarstöðum. Jón Iíluga- son hafði þá lögsB'gn í Húnaþingi og' bjó á Spákonufelli. Guðmundur Konráðsson stefndi Sæunnarstaða- Jóni til þings að Vindhæli fyrir Jón lögsagnara um mein konu sinnar. Því máli var stefnt til alþingis 1711, en þar urðu þær málalyktir, að eng- in lögmæt sönnun þótti koma fram, er mætti fella Jón. Gengu horium allir vitnisburðir betur í málinu, og var dæmt, að eigi þyrfti hann eið að vinna að véttugi. Þá var og mjög tekinn að þverra ákafi í galdramál- um, frá því að fyrri hafði verið. Svo er sagt, að Sæunnarstaða-Jón kæmi þeim fyrir að lyktum Snæril og há- leita Bjarna, en seint þótti afreim- ast í gerði því, er hann hafði geymt þá í með fyrstu. Eigi vitum vér að greina frá af- drifum Jóns, en tvö eru talin börn hans með konu sinni, er Guðrún hét. Þau hétu Ásgrímur og Sigríður, er var hinn mesti svarri. Sigga giftist manni þeim, er Pétur hét, og bjuggu þau í Efri-Lækjardal. Ekki áttu þau barn, en er einhver lét sig furða, að þeim varð ei barna auðið', kallaði hún þess engar vonir, því að Pétur maður sinn væri eins og tappi í öl- tunnu. Það segja þó menn, að margt væri Sigríði vel gefið, þótt orðská væri hún úr hófi. Hún og Pétur mað- ur hennar fóstruðu Skúfs-Jón, er var mesti svarkur í orðum. Hann var faðir fjárdráps-Péturs, er myrtur var með Natan Ketilssyni. ÞU ERT FEIGLJR... Frh. af bls. 252. Síðan lögðum við hönd á vcrk skrúfuðum af lokið. Bjuggumst við fastlega við, að ltoma niður á lík. Eigi að síður var kistan tóm, rieio® livað bréfmiði til Pogastoff lá 3 koddaflúrinu. Hann var svohljúð* andi: „Kæri Pogastoff! Eins og þú munt vita, tapapi frændi minn, útfararstjórinn, sem c£ bý hjá, máli sínu fyrir yfirrétti i fyrradag. Málskostnaður og skaða- bætur eru svo miklar, að eigur hans hrökkva ekki til. Því þykist ég vita> að fjárnám muni fram fara hjá okk- ur á morgun eða hinn daginn. Þar e rauðaviðarlíkkisturnar eru dýrústri munirnir hjá okkur, dirfist eg að biðja þig að geyma kistu þessa í ki" býlum þínum, þangað til fjárnám cl um garð gengið. Ég treysti þér til a gera mér þennan greiða, góði vinri-; Ég ætla að koma fleiri kistum fyrri 1 herbcrgjum kunningja okkar beggl3- Alla tíma þinn Sergiús Bobi’nsky.“ ----------♦----------— SIGLINGAVÍSA. Skall á boðum brimrótið, ball í voðum slyngum. Hallaði gnoðin vöngum við, vall þá froðan kringum. Dómkirkjan og skakki lurninn í Pisa.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.