Alþýðuhelgin - 01.10.1949, Blaðsíða 1

Alþýðuhelgin - 01.10.1949, Blaðsíða 1
Baldur Bjarnason, magister: Hjalmar Branting. Árið 1860 fæddist í Stokkhólmi sá rrtaður, sem átti manna mestan þátt í að móta sænska verkalýðshreyf- ingu. Þessi maður var Hjalmar Branting. Hann var af efnuðu fólki, faðir hans var vel metinn prófessor og ættin gömul og rótgróin yfir- stéttaætt. Branting fékk ágæta menntun. Að afloknu stúdentsprófi fór hann að stunda nóttúrufræðilegt nám við há- skóla, einkum stjörnufræði. Allar leiðir virtust honum opnar til frama og góðrar, borgaralegrar stöðu. En Branting, sem annars var ágætur námsmaður, fékk augun opin fyrir lífsins bóþ í hinu mannlega þjóðfé- lagi, gaf stjörnufræðina upp á bát- inn og fór að rannsaka félagsfræði og efnahagsmál sænskrar alþýðu. Hann komst brátt, með hinum róttæku straumum, sem þá voru að gera vart Við sig við sænska háskóla, inn í sænska verkalýðshreyfingu, og áður en hann vissi af sjálfur, var hann orðinn aðalleiðtogi hennar og læri- faðir. í 30 ár var hann aðalritstjóri >,Socialdemokraten“. — Samtímis gegndi hann ótal öðrum trúnaðar- störfum fyrir hina ungu verkalýðs- hreyfingu og flokk þann, sem upp úr henni myndaðist 1889, Sósíaldemó- krataflokkinn. Frábærir mannkost- 'r, takmarkalaus fórnfýsi, ágæt 'Oenntun og mikil starfsorka fóru saman hjá Branting, en hann var hka gæddur meiri framsýni og skipulagshæfileika en flestir sam- starfsmenn hans. Hann varð því fljótt hinn sjálfkjörni leiðtogi Bokksins, og undir forustu hans óx flokkurinn stöðugt. Borgir Svíþjóðar voru í örum vexti. Iðnaðurinn óx hratt á þessum arum. Vinnufólk, kotungar og leigu- liðar streymdu í þúsundatali til bæj- anna og fengu vinnu í verksmiðjun- um. Þannig varð iðnaðarverkalýður- inn fjölmennasta stétt launþega í borgunum, en aðrar launastéttir þar, svo. sem handverksmenn, smiðir, búðarfólk og sjómenn hurfu í skugga hennar. Á sama hátt varð iðnrek- endastéttin hin drottnandi yfirstétt Svíþjóðar. í skugga hennar hurfu aðall og konunglegir embættismenn, stórkaupmenn og heildsalar, hand- verksmeistarar og skipaeigendur, húsabraskarar og lóðaeigendur. Iðn- rekendastéttin fékk forustuna fyrir öllum hinum gömlu yfirstéttum og varð valdamesta og áhrifamesta stétt þjóðfélagsins á mjög mörgum svið- um. Þéssi þróun hafði byrjað snemma á 19. öld, en hún hélt áfram út alla öldina og talsvert fram á 20. öld. Áköfust var hún síðari hluta 19. aldar. Þessi þróun skapaði smátt og smátt fjölmennan iðnaðarverkalýð, sem varð að bindast samtökum til að tryggjá líf sitt og afkomu. Á þann hátt mynduðust fyrstu verkalýðsfé- lögin, og urðu úr þeim víðtækari samtök og að lokum pólitískur, sósí- aldemókratiskur flokkur. Löng og hörð stéttábarátta hófst, sem að lokum náði til allra stétta þjóðfélagsins, jafnvel til hinna af- skekktustu landshluta og friðsæl- ustu sveita. Branting var sammála Karli Marx um það, að frelsun verkalýðsins yrði að vera hans eigið verk. En honum var líka ljóst, að verkalýðurinn þurfti bandamenn. Þess vegna reyndi hann að skipu- leggja verkalýðshreyfinguna á sem breiðustum grundvelli. Fyrst og fremst vann að því að safna öllum bæjaverkalýð undir merki sósíal- demókrata. Ekki bara iðnverká- lýðnum og hafnarverkamönnum, heldur einnig sjómönnum, smiðum, námumönnum og skrifstofufólki. En þegar því marki var að mestu náð, hófu sósíaldemókratar útbreiðslu- starfsemi sína í sveitum, meðal smærri bænda og vinnufólks, og varð með tíð og tíma vel ágengt. Branting leit svo á, að sveitaalþýðan væri hinn eðlilegi bandamaður verkalýðsins. Barátta Brantings og flokks- bræðra hans var bæði löng og hörð. Fyrst um aldamótin 1900 var flokk- ur sósíaldemókrata það stór, að far- ið var að taka tillit til hans og taka mark á honum. Það var gæfa sósíaldemókrata í Svíþjóð á þeim árum, að sænsku borgaraflokkarnir voru mjög sund- urlyndir og innbyrðis klofnir. Ýmsir hlutar af miðstéttunum, iðnrekendunum og bændunum gátu ekki unað pólitískri forustu hástétt- anna og mynduðu sinn eigin frjáls- lynda flokk, sem oft gat með stuðn- ingi sósíaldemókrata knúið fram vissar umbætur, til dæmis almenn- an kosningarétt. í utanríkismálum gátu hinir frjálslyndu og sósíaldemókrataflokk- ur Brantings unnið saman á móti hinum stórsænsku hægri mönnum, sem ekki gátu unnað Norégi sjálf- stæðis, og vildu samvinnu við Vil- hjálm II. Þýzkalandskeisara. Branting var sá maður í Svíþjóð, sem harðast barðist fyrir því, að

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.