Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 1

Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 1
27. tbl. Laugardaginn 15. okt. 1949. 1. árg. m r ólæknandi ásiriða Viðtal við Gunnar Hall, verzlunarsfjóra, eiganda sfærsfa einkabókasafns á íslandi. •✓■•✓■•✓■•✓••✓■•✓■•✓•✓ Þegar ég átti viðtal það við Egil bóksala Bjarnason, sem birtist í „Al- þýðuhelginni" 5. marz síðastliðinn vetur, fór Egill mörgum viðurkenn- ingarorðum um Gunnar Hall verzl- unarstjóra, bókasafn hans og bóka- söfnun. Varð ég þess greinilega á- skynja, að Agli þótti mikið til þess söfnunarstarfs koma. Flaug mér þegar í hug, að gaman væri að heim- sækja Gunnar við tækifæri, fá að bta á bókasafn hans og ræða við hann um söfnun bóka. Þótt ég skrif- aði þetta rækilega bak við eyrað, drógust framkvæmdir úr hömlu. Einhverju sinni komst ég þó svo langt, er ég hitti Gunnar Iiall á förnum vegi, að biðja hann að sýna naér bækur sínar. Tók hann því hið bezta, sagði þegar, að ég skyldi koma hvenær sem ég vildi. Bækurn- ar gæti ég alltaf litið á, hvað sem yrði um viðtal það, sem ég hafði einnig vikið að. Og svo var það eitt rigningarkvöldið hér á dögunum, að ég brá mér vestur á Víðimel, þar sem Gunnar Hall býr, og kvaðst Vera kominn til að fá að líta á bæk- urnar. Leið eigi á löngu, þar til ég hafði gengið úr skugga um það, að lýsing Egils Bjarnasonar á bókaeign Gunnars var engin fjarstæða. Bækur Þaer, sem þarna þöktu alla veggi stórrar stofu, frá gólfi til lofts, voru eigi aðeins miklar að fyrirferð, held- Ur í px-ýðilegu ástandi, margt val- ^nna eintaka og meginþoi'rinn bund- inn í vandað skinnband. Þá er ég hafði virt fyrir mér safn- ið um stund og handleikið nokkrar fágætar bækur, tók ég að spyrja Gunnar spjörunum úr um bókasöfnun hans. Er það skemmst af að segja, að okkur varð svo skrafdrjúgt, að ég gáði þess eigi, hve tíminn leið, fyrr en komið var langt fram á nótt. Hér kemur þá ágrip af samtalinu. ÞAÐ ER EINS OG AÐ LENDA í SKRIÐU. — Hvenær byrjuðuð þér að safna bókum? — Bókasöfnun mín hófst árið 1934. Það er að segja, þá hóf ég söfnun með ákveðið takmark fyrir augum. Reyndar get ég ekki neitað því, að löngun mín til bókasöfnunar er miklu eldri — hún er víst með- fædd. Og bækur fór ég að kaupa um líkt leyti og ég lærði að lesa. En skotsilfrið var lítið í þá daga. — Þér eruð Reykvíkingur? — Já, fæddur hér og uppalinn. Allt frá því ég var svolítill pottorm- ur og fram um tólf ára aldur, var helzta tekjulind mín sú, að selja Vísi á götunum. Það voru ekki stór- ar upphæðir, sem ég fékk fyrir blað- söluna, en oft var ég léttur í spori, þegar ég brá mér inn í búðina til Sigurðar bóksala Kristjánssonar og átti aui-a fyrir einhverri bók. Bóka- vérðið var ekki hátt í þá daga, ódýr- ustu íslendingasögurnar á 25—30 aura, ein var meira að segja á 20 aura. Ég held ég muni ennþá verðið á þeim flestum. Svo oft var maður búinn að athuga það og reikna út, hvenær efnin ieyfðu að næsta bók væri keypt í safnið. Njála var mér lengi ofviða. Hún var svo stór og dýr, kostaði hvorki meira né minna en eina krónu sjötíu og fimm. En sVo var það þá einn góðan veðurdag, þegar blaðið hafði flogið út, að mað- ur sá sér fært að gera þessi miklu bókakaup. Nú var maður orðinn Njálueigandi. Og það voru kaup, sem borguðu sig. Aðra eins dýrðar- lesningu hafði snáði aldrei fengið á sinni átta eða níu ára löngu ævi. En þessar fyrstu bækur, góðvinir æsku minnar, fóru margar hverjar út í veður og vind, voru lánaðar og týndust. — En hvernig stóð á því, að þér fóruð að safna bókum fyrir alvöru árið 1934? — Tvennt bar einkum til þess. Ég var þá orðinn 25 ára gamall, hafði fengið fasta stöðu og fjárhagurinn því rýmkast lítið eitt. Svo gifti ég mig um það leyti og stofnaði heim- ili. Fannst mér þá ánægjulegt að eiga að heimilisvinum dálítið af gömlum bókum. Ég ætlaði vissulega ekki að hefja neina stórsöfnun, enda hafði ég ekkert fjárhagslegt bolmagn til þess þá. Fyrst ákvað ég að ná saman öllum bókum Þjóðvinafélags- ins og Sögufélagsins. Þá fannst mér að Bókmenntafélagsbækurnar mætti ekki vanta, fyrst ég ætti hinar. En um leið og ég náði í þessi rit, komst

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.